Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar 27. nóvember 2024 21:02 Atvinnulífið stendur undir allri opinberri þjónustu sem íbúum Íslands stendur til boða og er verðmætasköpun Norðausturkjördæmis burðarás. Íbúar þess þurfa hins vegar margir að sækja um langan veg til þess að fá það sem margir myndu telja hversdagslega þjónustu s.s aðgengi að stjórnsýslu hins opinbera og stofnunum þess, aðgang að ýmis konar menningu og síðast en ekki síst heilbrigðisþjónustu. Byggðastefna landsins eða öllu heldur skortur á henni hefur hingað til ekki skilað því sem vonir stóðu til og of oft einkennst af staðbundnum átaksverkefnum. Vandamál þessara verkefna er að þau fara að of miklu leyti í stjórnsýslu og utanumhald á verkefnunum sjálfum og einkennst af bútasaum. En þetta þarf ekki að vera svona. Það þarf ekki að finna upp hjólið Það eru til betri lausnir sem önnur ríki hafa notað með góðum árangri. Þær hafa stuðlað að dreifðari byggð og uppbyggingu atvinnutækifæra. Dæmi um þetta er í Noregi þar sem fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni sem eru langt frá opinberri þjónustu borga lægri skatta. Bretar tóku einnig upp svipað fyrirkomulag sem var hluti af verkefni sem þeir kölluðu „The Northern Powerhouse". Þar voru skattaafslættir veittir fyrirtækjum á skilgreindum svæðum á Englandi sem leiddu til aukinnar atvinnustarfsemi. Það var vegna þess að fyrirtæki nutu skattaafslátta fyrir að velja svæðið fyrir uppbyggingu á starfsemi sinni fjær suðupotti London. Það er enginn vafi í mínum huga að þetta fyrirkomulag Norðmanna og Breta sé sanngjarnt enda miklu dýrara fyrir þann sem býr á Langanesi, Djúpavogi eða annarsstaðar á fjarsvæðum að sækja sér þá þjónustu sem skattarnir hans standa undir. Þá geta fyrirtæki séð sér hag að byggja upp starfsemi þar sem þau myndu njóta lægri skatta. Það sem þarf er pólitískan kjark til þess að velja þessa leið. Miðflokkurinn hefur þann kjark sem til þarf. Nota þarf skattkerfið til þess að leiðrétta þann aðstöðumun sem fólk á svæðum fjarri Reykjavík býr við í dag. Skattkerfið gæti laðað að bæði fólk og fyrirtæki að skilgreindum svæðum. Jákvæðasta niðurstaðan gæti orðið að við værum með dreifðari byggð um landið, aukin atvinnutækifæri og aukið þjónustustig á svæðinu af þeim orsökum, versta niðurstaðan væri sú að landsbyggðin fengi aðeins mótvægi til þess að sækja opinbera þjónustu til höfuðborgarinnar. Setjum x við M í kjörklefanum, Miðflokkurinn þorir! Höfundur er áhugamaður um sterka landsbyggð og situr í 2. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Þorgrímur Sigmundsson Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnulífið stendur undir allri opinberri þjónustu sem íbúum Íslands stendur til boða og er verðmætasköpun Norðausturkjördæmis burðarás. Íbúar þess þurfa hins vegar margir að sækja um langan veg til þess að fá það sem margir myndu telja hversdagslega þjónustu s.s aðgengi að stjórnsýslu hins opinbera og stofnunum þess, aðgang að ýmis konar menningu og síðast en ekki síst heilbrigðisþjónustu. Byggðastefna landsins eða öllu heldur skortur á henni hefur hingað til ekki skilað því sem vonir stóðu til og of oft einkennst af staðbundnum átaksverkefnum. Vandamál þessara verkefna er að þau fara að of miklu leyti í stjórnsýslu og utanumhald á verkefnunum sjálfum og einkennst af bútasaum. En þetta þarf ekki að vera svona. Það þarf ekki að finna upp hjólið Það eru til betri lausnir sem önnur ríki hafa notað með góðum árangri. Þær hafa stuðlað að dreifðari byggð og uppbyggingu atvinnutækifæra. Dæmi um þetta er í Noregi þar sem fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni sem eru langt frá opinberri þjónustu borga lægri skatta. Bretar tóku einnig upp svipað fyrirkomulag sem var hluti af verkefni sem þeir kölluðu „The Northern Powerhouse". Þar voru skattaafslættir veittir fyrirtækjum á skilgreindum svæðum á Englandi sem leiddu til aukinnar atvinnustarfsemi. Það var vegna þess að fyrirtæki nutu skattaafslátta fyrir að velja svæðið fyrir uppbyggingu á starfsemi sinni fjær suðupotti London. Það er enginn vafi í mínum huga að þetta fyrirkomulag Norðmanna og Breta sé sanngjarnt enda miklu dýrara fyrir þann sem býr á Langanesi, Djúpavogi eða annarsstaðar á fjarsvæðum að sækja sér þá þjónustu sem skattarnir hans standa undir. Þá geta fyrirtæki séð sér hag að byggja upp starfsemi þar sem þau myndu njóta lægri skatta. Það sem þarf er pólitískan kjark til þess að velja þessa leið. Miðflokkurinn hefur þann kjark sem til þarf. Nota þarf skattkerfið til þess að leiðrétta þann aðstöðumun sem fólk á svæðum fjarri Reykjavík býr við í dag. Skattkerfið gæti laðað að bæði fólk og fyrirtæki að skilgreindum svæðum. Jákvæðasta niðurstaðan gæti orðið að við værum með dreifðari byggð um landið, aukin atvinnutækifæri og aukið þjónustustig á svæðinu af þeim orsökum, versta niðurstaðan væri sú að landsbyggðin fengi aðeins mótvægi til þess að sækja opinbera þjónustu til höfuðborgarinnar. Setjum x við M í kjörklefanum, Miðflokkurinn þorir! Höfundur er áhugamaður um sterka landsbyggð og situr í 2. sæti Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun