Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. nóvember 2024 06:56 Seyed Abbas Araghchi er utanríkisráðherra Íran. Getty/Anadolu/Murat Gok Seyed Abbas Araghchi, utanríkisráðherra Íran, segir hætt við því að stjórnvöld muni íhuga að einbeita sér að því að eignast kjarnorkuvopn ef Vesturlönd standi við þá hótun sína að taka aftur upp allsherjarþvinganir gegn landinu. Araghchi segir Írani nú þegar búa yfir þekkingu og getu til að framleiða kjarnorkuvopn en að sem stendur væru þau ekki þáttur í öryggisstefnu landsins. Hann sagði einnig að stjórnvöld væru reiðubúin til að halda áfram að sjá Hezbollah í Líbanon fyrir vopnum. Allsherjarviðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna var aflétt árið 2015, þegar Íranir gengu að samkomulagi um að takmarka kjarnorkuáætlun sína. Araghchi var útnefndur utanríkisráðherra af Masoud Pezeshkian forseta, sem hefur stefnt að því að byggja upp efnahagslífið með mættum samskiptum við Vesturlönd. Utanríkisráðherrann er nú staddur í Lissabon, þar sem sendinefndir Íran og Evrópuríkja munu funda á morgun um mögulegar leiðir fram á við hvað varðar kjarnorkuáætlun Íran. Araghchi segist ekki bjartsýnn á árangur og að Evrópuríkin, aðallega Bretland, Frakkland og Þýskaland, virðist staðráðin í að ganga fram af fullri hörku. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) samþykkti ályktun í síðustu viku sem lögð var fram af Evrópuríkjunum, þess efnis að Íranir hefðu ekki sýnt fullan samstarfsvilja þegar kæmi að eftirliti og væru að safna úranbirgðum sem hefðu engan friðsamlegan tilgang. Guardian fjallar ítarlega um málið. Íran Sameinuðu þjóðirnar Kjarnorka Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira
Araghchi segir Írani nú þegar búa yfir þekkingu og getu til að framleiða kjarnorkuvopn en að sem stendur væru þau ekki þáttur í öryggisstefnu landsins. Hann sagði einnig að stjórnvöld væru reiðubúin til að halda áfram að sjá Hezbollah í Líbanon fyrir vopnum. Allsherjarviðskiptaþvingunum Sameinuðu þjóðanna var aflétt árið 2015, þegar Íranir gengu að samkomulagi um að takmarka kjarnorkuáætlun sína. Araghchi var útnefndur utanríkisráðherra af Masoud Pezeshkian forseta, sem hefur stefnt að því að byggja upp efnahagslífið með mættum samskiptum við Vesturlönd. Utanríkisráðherrann er nú staddur í Lissabon, þar sem sendinefndir Íran og Evrópuríkja munu funda á morgun um mögulegar leiðir fram á við hvað varðar kjarnorkuáætlun Íran. Araghchi segist ekki bjartsýnn á árangur og að Evrópuríkin, aðallega Bretland, Frakkland og Þýskaland, virðist staðráðin í að ganga fram af fullri hörku. Stjórn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar (IAEA) samþykkti ályktun í síðustu viku sem lögð var fram af Evrópuríkjunum, þess efnis að Íranir hefðu ekki sýnt fullan samstarfsvilja þegar kæmi að eftirliti og væru að safna úranbirgðum sem hefðu engan friðsamlegan tilgang. Guardian fjallar ítarlega um málið.
Íran Sameinuðu þjóðirnar Kjarnorka Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Fleiri fréttir Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Sjá meira