Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar 28. nóvember 2024 10:52 Í alþingiskosningunum verður kosið um stefnumál stjórnmálaflokkanna. Í raun og veru hvort þjóðin velur sér almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Ríkisstjórnin sem Bjarni Benediktsson setti pottlokið á í október var ríkisstjórn niðurskurðar. Stefna þeirrar ríkisstjórnar snerist helst um að hossa sérhagsmunaöflunum sem nýta auðlindir þjóðarinnar og hlífa þeim við að greiða sanngjarna skatta á meðan almennt launafólk þurfti að búa við aukna skattbyrði hins opinbera; aukna gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu, hækkandi vöruverð á neytendamarkaði um tugi prósenta á þessu kjörtímabili, hærri stýrivexti sem ollu því að vextir húsnæðislána ruku upp hjá bönkunum og svo má áfram lengi telja. Allt í anda klassískrar vestrænnar niðurskurðarstefnu. Í pólitískri umræðu dagsins í dag er niðurskurðarstefnunni afneitað af villta hægrinu. Það er sussað, menn verða hneykslaðir og setja á sig snúð þegar hana ber á góma og allt sagt vera hér í miklum blóma, „Hér er allt á uppleið!“ og frasinn „Lækkum skatta“ er alveg klassískur og mikið notaður. Þeim flokkum, sem farið hafa með stjórn landsins, þykir voðalega leitt að rifjað sé upp hvernig innviðir landsins hafa verið fjársveltir, hvað þá að rifjaðir séu upp reglulegir spillingarkaflar ráðherra sem þjóðin fékk í fangið; fjöldann allan af mútumálum, einkavæðingu Íslandsbanka, Samherjamálið og spillt fiskveiðistjórnunarkerfi og hrun á lista minnst spilltu landa heimsins. Ísland mælist það land Norðurlandanna með mesta spillingu. Allt svo mátulegt í anda villta hægrisins. Ekkert kemur á óvart. Félagshyggja er hugtak sem stjórnmálafólk hægri íhaldsafla hrekkur við þegar það er nefnt upphátt – það fer að tala um kommúnisma og Stalín í sömu andrá, búa til ógn og leika sér að því að skera út slagorð í ávexti af ættkvíslinni Cucurbita. Það er þekktur klækur að búa til ógn og benda svo á sjálfan sig sem frelsarann frá ógninni. Ógn villta hægrisins er félagshyggja. Hin vonda félagshyggja. Svona eru menn misvel að sér um pólitískar stefnur nútímans. Klassísk félagshyggja og jafnaðarmennska eru hugmyndafræði og stjórnmálastefnur sem skora fjársvelti- og niðurskurðarstefnur á hólm. Félagshyggjan krefst jöfnuðar fyrir alla í samfélaginu og hafnar brauðmolakenningu kapítalismans – því kapítalismi getur aldrei orðið félagshyggja. Auðvitað vita allir að þegar fjármagnið sogar til sín peninga sem því er fært úr ríkiskassanum, sogar það peninga um leið úr veskjum alls almennings, enda hafa aldrei neinir brauðmolar fallið af borðum kapítalismans. Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn eru hægri flokkar þar sem innbyggð er stefna um að spara í ríkisútgjöldum, selja til þess ríkiseignir og einkavæða í grunnkerfum sem þjóðin hefur byggt upp saman; heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og orkukerfinu. Sparnaðurinn hljóðar upp á að hlífa þeim ríkustu við að greiða sanngjarna skatta til samfélags þar sem ákall er um að verði endurreist sem velferðarsamfélag á ný. Eðli þessara flokka er hvorki að stokka upp í kerfum né vinna að enduruppbyggingu velferðarsamfélags með verkalýðshreyfingunni hér á landi. Við munum kjósa um nýtt upphaf, nýja efnahagsstefnu, nýja skattastefnu, nýja stefnu um að störf byggist á frelsi og lýðræði, kvenfrelsi, jafnrétti og samábyrgð á öllum sviðum samfélagsins. Við munum kjósa um að ákvarðanir verði teknar beint af þeim hópum fólks sem þær varða því það skiptir máli að einstaklingar, samtök á vinnumarkaði og frjáls félagasamtök hafi sem mestan sjálfsákvörðunarrétt. Við munum kjósa um að sameiginlegar auðlindir Íslendinga, svo sem nytjastofnar sjávar og orkan í fallvötnum og á jarðhitasvæðum, skuli vera ævarandi þjóðareign. Það er stefna Samfylkingarinnar. Við munum kjósa um stefnu. Höfundur er í 15. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Í alþingiskosningunum verður kosið um stefnumál stjórnmálaflokkanna. Í raun og veru hvort þjóðin velur sér almannahagsmuni fram yfir sérhagsmuni. Ríkisstjórnin sem Bjarni Benediktsson setti pottlokið á í október var ríkisstjórn niðurskurðar. Stefna þeirrar ríkisstjórnar snerist helst um að hossa sérhagsmunaöflunum sem nýta auðlindir þjóðarinnar og hlífa þeim við að greiða sanngjarna skatta á meðan almennt launafólk þurfti að búa við aukna skattbyrði hins opinbera; aukna gjaldtöku í heilbrigðiskerfinu, hækkandi vöruverð á neytendamarkaði um tugi prósenta á þessu kjörtímabili, hærri stýrivexti sem ollu því að vextir húsnæðislána ruku upp hjá bönkunum og svo má áfram lengi telja. Allt í anda klassískrar vestrænnar niðurskurðarstefnu. Í pólitískri umræðu dagsins í dag er niðurskurðarstefnunni afneitað af villta hægrinu. Það er sussað, menn verða hneykslaðir og setja á sig snúð þegar hana ber á góma og allt sagt vera hér í miklum blóma, „Hér er allt á uppleið!“ og frasinn „Lækkum skatta“ er alveg klassískur og mikið notaður. Þeim flokkum, sem farið hafa með stjórn landsins, þykir voðalega leitt að rifjað sé upp hvernig innviðir landsins hafa verið fjársveltir, hvað þá að rifjaðir séu upp reglulegir spillingarkaflar ráðherra sem þjóðin fékk í fangið; fjöldann allan af mútumálum, einkavæðingu Íslandsbanka, Samherjamálið og spillt fiskveiðistjórnunarkerfi og hrun á lista minnst spilltu landa heimsins. Ísland mælist það land Norðurlandanna með mesta spillingu. Allt svo mátulegt í anda villta hægrisins. Ekkert kemur á óvart. Félagshyggja er hugtak sem stjórnmálafólk hægri íhaldsafla hrekkur við þegar það er nefnt upphátt – það fer að tala um kommúnisma og Stalín í sömu andrá, búa til ógn og leika sér að því að skera út slagorð í ávexti af ættkvíslinni Cucurbita. Það er þekktur klækur að búa til ógn og benda svo á sjálfan sig sem frelsarann frá ógninni. Ógn villta hægrisins er félagshyggja. Hin vonda félagshyggja. Svona eru menn misvel að sér um pólitískar stefnur nútímans. Klassísk félagshyggja og jafnaðarmennska eru hugmyndafræði og stjórnmálastefnur sem skora fjársvelti- og niðurskurðarstefnur á hólm. Félagshyggjan krefst jöfnuðar fyrir alla í samfélaginu og hafnar brauðmolakenningu kapítalismans – því kapítalismi getur aldrei orðið félagshyggja. Auðvitað vita allir að þegar fjármagnið sogar til sín peninga sem því er fært úr ríkiskassanum, sogar það peninga um leið úr veskjum alls almennings, enda hafa aldrei neinir brauðmolar fallið af borðum kapítalismans. Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og Miðflokkurinn eru hægri flokkar þar sem innbyggð er stefna um að spara í ríkisútgjöldum, selja til þess ríkiseignir og einkavæða í grunnkerfum sem þjóðin hefur byggt upp saman; heilbrigðiskerfinu, menntakerfinu og orkukerfinu. Sparnaðurinn hljóðar upp á að hlífa þeim ríkustu við að greiða sanngjarna skatta til samfélags þar sem ákall er um að verði endurreist sem velferðarsamfélag á ný. Eðli þessara flokka er hvorki að stokka upp í kerfum né vinna að enduruppbyggingu velferðarsamfélags með verkalýðshreyfingunni hér á landi. Við munum kjósa um nýtt upphaf, nýja efnahagsstefnu, nýja skattastefnu, nýja stefnu um að störf byggist á frelsi og lýðræði, kvenfrelsi, jafnrétti og samábyrgð á öllum sviðum samfélagsins. Við munum kjósa um að ákvarðanir verði teknar beint af þeim hópum fólks sem þær varða því það skiptir máli að einstaklingar, samtök á vinnumarkaði og frjáls félagasamtök hafi sem mestan sjálfsákvörðunarrétt. Við munum kjósa um að sameiginlegar auðlindir Íslendinga, svo sem nytjastofnar sjávar og orkan í fallvötnum og á jarðhitasvæðum, skuli vera ævarandi þjóðareign. Það er stefna Samfylkingarinnar. Við munum kjósa um stefnu. Höfundur er í 15. sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun