Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar 28. nóvember 2024 20:47 Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem byggir sína sókn að miklu leyti á náttúruauðlindum, það er ekkert nýtt og ljóst að greinin er einn stærsti hagsmunaaðili þess að staðið sé vörð um náttúru landsins. Því hefur ferðaþjónustan alltaf staðið fyrir. Samtök ferðaþjónustunnar héldu í samstarfi við Ferðamálastofu, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og þjóðgarðinn á Þingvöllum ráðstefnu í haust undir yfirskriftinni „álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum“. Þar kom ýmislegt skynsamlegt fram varðandi álagsstýringu í ferðaþjónustu og hefði verið til bóta ef þeir frambjóðendur sem nú koma fram með hugmyndir um frekari álögur á greinina hefðu mætt. Enda komu þar saman erlendir sérfræðingar frá Bandaríkjunum, Skotlandi og Nýja Sjálandi, sem og innlendir sérfræðingar, stjórnsýslan, akademían og atvinnugreinin sjálf. Það sem upp úr stóð þann dag var samhljómur um að fjölmargar leiðir eru til álagsstýringar og margar hverjar fela síður en svo í sér almenna gjaldtöku eða fjöldatakmarkanir. Álagsstýring getur verið mjög fjölbreytt Álagsstýring getur meðal annars verið uppbygging innviða, flæðisstýring á áfangastöðum, aukin upplýsingagjöf, styrking landvörslu, fjölgun landvarða, aukinn fjöldi skilta á áfangastöðum, bókunarkerfi þar sem fjöldi ferðamanna er til dæmis takmarkaður yfir ákveðna tíma dags, markviss markaðssetning á áfangastöðum fyrir komu ferðamanna til landsins sem og eftir með því að auglýsa áfangastaði utan háannar og á köldum svæðum sérstaklega. Ljóst er að taka verður tillit til sérstöðu hvers áfangastaðar eigi tilsett markmið álagsstýringar um sjálfbærni að nást enda eru þeir almennt ólíkir, eftirspurn eftir þeim misjöfn og áskoranir fjölbreyttar. Þá verður að árétta að hinar ýmsu opinberu stofnanir, líkt og Umhverfisstofnun, þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður hafa nú þegar lagalega heimild til að ákveða sérstök gjöld fyrir aðgang að viðkomandi stöðum í þeirra umsjá. Og sumar þessara stofnana eru nú þegar byrjaðar að rukka svokölluð gestagjöld, til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld, sem ætlað að standa straum af kostnaði við innviðauppbyggingu á þeim áfangastöðum sem eiga í hlut, svo sem við viðhald og aðra þjónustu. Slíkt gjald skilar því tekjum raunverulega til áfangastaðarins sjálfs og nær sömuleiðis því markmiði um að það séu þeir gestir sem njóta sem borga. Skattheimta er ekki álagsstýring Hugmynd um að bæta við almennri gjaldtöku á ferðamenn fyrir aðgang að tíu fjölsóttustu áfangastöðum landsins með einhvers konar aðgangskorti, líkt og lögð hefur verið fram af Samfylkingunni, ofan á þau gjöld sem nú þegar eru til staðar er ekki álagsstýring fyrir tiltekna áfangastaði heldur aðeins hrein og bein tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Rétt skal vera rétt. Slíkri gjaldtöku hefur ferðaþjónustan aldrei kallað eftir og mun aldrei kalla eftir. Vert er sömuleiðis að koma því á framfæri að tíu fjölsóttustu áfangastaðir landsins eru ekki allir í eigu ríkisins. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Óskarsson Ferðamennska á Íslandi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Mest lesið Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Ferðaþjónusta er atvinnugrein sem byggir sína sókn að miklu leyti á náttúruauðlindum, það er ekkert nýtt og ljóst að greinin er einn stærsti hagsmunaaðili þess að staðið sé vörð um náttúru landsins. Því hefur ferðaþjónustan alltaf staðið fyrir. Samtök ferðaþjónustunnar héldu í samstarfi við Ferðamálastofu, Umhverfisstofnun, Vatnajökulsþjóðgarð og þjóðgarðinn á Þingvöllum ráðstefnu í haust undir yfirskriftinni „álagsstýring á fjölsóttum ferðamannastöðum“. Þar kom ýmislegt skynsamlegt fram varðandi álagsstýringu í ferðaþjónustu og hefði verið til bóta ef þeir frambjóðendur sem nú koma fram með hugmyndir um frekari álögur á greinina hefðu mætt. Enda komu þar saman erlendir sérfræðingar frá Bandaríkjunum, Skotlandi og Nýja Sjálandi, sem og innlendir sérfræðingar, stjórnsýslan, akademían og atvinnugreinin sjálf. Það sem upp úr stóð þann dag var samhljómur um að fjölmargar leiðir eru til álagsstýringar og margar hverjar fela síður en svo í sér almenna gjaldtöku eða fjöldatakmarkanir. Álagsstýring getur verið mjög fjölbreytt Álagsstýring getur meðal annars verið uppbygging innviða, flæðisstýring á áfangastöðum, aukin upplýsingagjöf, styrking landvörslu, fjölgun landvarða, aukinn fjöldi skilta á áfangastöðum, bókunarkerfi þar sem fjöldi ferðamanna er til dæmis takmarkaður yfir ákveðna tíma dags, markviss markaðssetning á áfangastöðum fyrir komu ferðamanna til landsins sem og eftir með því að auglýsa áfangastaði utan háannar og á köldum svæðum sérstaklega. Ljóst er að taka verður tillit til sérstöðu hvers áfangastaðar eigi tilsett markmið álagsstýringar um sjálfbærni að nást enda eru þeir almennt ólíkir, eftirspurn eftir þeim misjöfn og áskoranir fjölbreyttar. Þá verður að árétta að hinar ýmsu opinberu stofnanir, líkt og Umhverfisstofnun, þjóðgarðurinn á Þingvöllum og Vatnajökulsþjóðgarður hafa nú þegar lagalega heimild til að ákveða sérstök gjöld fyrir aðgang að viðkomandi stöðum í þeirra umsjá. Og sumar þessara stofnana eru nú þegar byrjaðar að rukka svokölluð gestagjöld, til viðbótar við svæðisgjöld og önnur þjónustu- og samningsgjöld, sem ætlað að standa straum af kostnaði við innviðauppbyggingu á þeim áfangastöðum sem eiga í hlut, svo sem við viðhald og aðra þjónustu. Slíkt gjald skilar því tekjum raunverulega til áfangastaðarins sjálfs og nær sömuleiðis því markmiði um að það séu þeir gestir sem njóta sem borga. Skattheimta er ekki álagsstýring Hugmynd um að bæta við almennri gjaldtöku á ferðamenn fyrir aðgang að tíu fjölsóttustu áfangastöðum landsins með einhvers konar aðgangskorti, líkt og lögð hefur verið fram af Samfylkingunni, ofan á þau gjöld sem nú þegar eru til staðar er ekki álagsstýring fyrir tiltekna áfangastaði heldur aðeins hrein og bein tekjuöflun fyrir ríkissjóð. Rétt skal vera rétt. Slíkri gjaldtöku hefur ferðaþjónustan aldrei kallað eftir og mun aldrei kalla eftir. Vert er sömuleiðis að koma því á framfæri að tíu fjölsóttustu áfangastaðir landsins eru ekki allir í eigu ríkisins. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun