Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar 29. nóvember 2024 10:02 Ríkisstjórn sundurlyndis og stöðnunar síðustu 7 ára er loksins farin frá. Óvinsælasta ríkisstjórn frá upphafi mælinga. Flestum er ljóst hvernig hún skildi við. Vextir í hæstum hæðum og í innviðaskuldir hvert sem litið er. Samgöngumál, orkumál, heilbrigðismál, menntamál og málefni barna- og ungmenna eru öll á talsvert verri stað nú en þegar ríkisstjórnin tók við. Kostulegt er að hlusta á kosningaloforð þessara flokka fyrir þessar kosningar nú í ljósi þess að þau höfðu sjö löng ár til að koma þeim hlutum í verk sem þeir lofa nú. Á morgun göngum við til kosninga sem geta skipt sköpum hvort stöðnun ríkir áfram eða hvort okkur Íslendingum tekst að snúa vörn í sókn og koma hreyfingu á hlutina. Já, það er kominn tími til breytinga. Við verðum ekki alltaf sammála í öllu og það er í lagi, það er eðli stjórnmála. En sameinumst um stóru málin. Okkar góða samfélag þarf á því að halda að hér sé mynduð sterk ríkisstjórn með sterkt umboð fremur en samsuðu margra flokka með útþynntum sáttmála byggður á endalausum málamiðlunum. Viðreisn hefur notið ánægjulegs meðbyrs í þeim fylgiskönnunum sem hafa verið birtar á síðastliðnum vikum. Viðreisn er líka sá stjórnmálaflokkur sem nýtur mests trausts þjóðarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Ég vona þegar að talið verði upp úr kjörkössunum hafi þjóðin sent skýr skilaboð um að hún treysti Viðreisn best til að mynda ríkisstjórn út frá miðjunni. Viðreisn er skýr valkostur til þess að verða að leiðandi afli í nýrri ríkisstjórn og tilbúin til að verða hreyfiafl góðra verka. Verka þar sem almannahagsmunir eru ofar sérhagsmunum, sem færa 115 milljarða árlega úr vaxtagreiðslum í uppbyggingu og taka á innviðaskuldum í samgöngumálum, orkumálum, heilbrigðismálum. Stefna Viðreisnar er skýr í þessum efnum og Viðreisn býr yfir mannauð og þekkingu til að koma hreyfingu á hlutina. Ef þú vilt trúverðugt og traust afl við stjórnvölinn til að ná árangri í ríkisfjármálum til hagsbóta fyrir almenning hvet ég þig, lesandi góður, til að kynna þér stefnu Viðreisnar og veita Viðreisn afgerandi stuðning í komandi kosningum. Breytum þessu! Höfundur er áhugamaður um bætt samfélag og situr í 7. sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Mest lesið Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Skoðun Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður Davíð Bergmann skrifar Skoðun Heimsmet í sjálfhverfu Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu Steinar Harðarson skrifar Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Örn Pálmason skrifar Skoðun Tölum aðeins um einhverfu Trausti Dagsson skrifar Skoðun Það sem sést, og það sem ekki sést Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Sjá meira
Ríkisstjórn sundurlyndis og stöðnunar síðustu 7 ára er loksins farin frá. Óvinsælasta ríkisstjórn frá upphafi mælinga. Flestum er ljóst hvernig hún skildi við. Vextir í hæstum hæðum og í innviðaskuldir hvert sem litið er. Samgöngumál, orkumál, heilbrigðismál, menntamál og málefni barna- og ungmenna eru öll á talsvert verri stað nú en þegar ríkisstjórnin tók við. Kostulegt er að hlusta á kosningaloforð þessara flokka fyrir þessar kosningar nú í ljósi þess að þau höfðu sjö löng ár til að koma þeim hlutum í verk sem þeir lofa nú. Á morgun göngum við til kosninga sem geta skipt sköpum hvort stöðnun ríkir áfram eða hvort okkur Íslendingum tekst að snúa vörn í sókn og koma hreyfingu á hlutina. Já, það er kominn tími til breytinga. Við verðum ekki alltaf sammála í öllu og það er í lagi, það er eðli stjórnmála. En sameinumst um stóru málin. Okkar góða samfélag þarf á því að halda að hér sé mynduð sterk ríkisstjórn með sterkt umboð fremur en samsuðu margra flokka með útþynntum sáttmála byggður á endalausum málamiðlunum. Viðreisn hefur notið ánægjulegs meðbyrs í þeim fylgiskönnunum sem hafa verið birtar á síðastliðnum vikum. Viðreisn er líka sá stjórnmálaflokkur sem nýtur mests trausts þjóðarinnar samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Ég vona þegar að talið verði upp úr kjörkössunum hafi þjóðin sent skýr skilaboð um að hún treysti Viðreisn best til að mynda ríkisstjórn út frá miðjunni. Viðreisn er skýr valkostur til þess að verða að leiðandi afli í nýrri ríkisstjórn og tilbúin til að verða hreyfiafl góðra verka. Verka þar sem almannahagsmunir eru ofar sérhagsmunum, sem færa 115 milljarða árlega úr vaxtagreiðslum í uppbyggingu og taka á innviðaskuldum í samgöngumálum, orkumálum, heilbrigðismálum. Stefna Viðreisnar er skýr í þessum efnum og Viðreisn býr yfir mannauð og þekkingu til að koma hreyfingu á hlutina. Ef þú vilt trúverðugt og traust afl við stjórnvölinn til að ná árangri í ríkisfjármálum til hagsbóta fyrir almenning hvet ég þig, lesandi góður, til að kynna þér stefnu Viðreisnar og veita Viðreisn afgerandi stuðning í komandi kosningum. Breytum þessu! Höfundur er áhugamaður um bætt samfélag og situr í 7. sæti Viðreisnar í Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði Steinar Björgvinsson skrifar