Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar 29. nóvember 2024 10:32 Sjálfstæðisflokkurinn er svo örvinglaður, rökþrota og laus við svo mikið sem snefil af lausnum við þeim risastóru áskorunum sem eru að knésetja almenning í landinu að helsta bitbein flokksins í kosningabaráttunni er að níða af þeim skóinn sem saman standa að meirihlutanum í Reykjavík. Áróður þessi er ekki grundvallaður á staðreyndum. Hann er samt sem áður ítrekaður og margfaldaður vegna þess að við vitum að þessi áróðursmaskína sefur aldrei og mun ekki þagna á meðan Sjálfstæðisflokknum er haldið frá völdum í borginni. Enda er það ekkert sem Sjálfstæðisflokknum finnst meira pirrandi en að vera haldið frá völdum í því stóra stjórnvaldi sem Reykjavík er. Ég get sagt það með sóma að ég er stolt af því að hafa haldið Sjálfstæðisflokknum frá völdum síðustu ár í samstarfi fjögurrra flokka sem kunna að vinna fallega saman. Sem berja ekki á hvorum öðrum og niðurlægja hvorn annan opinberlega eða svíkja loforð í fyrstu beygju. Við Píratar höfum á þessu ári setið í borgarstjórn í tíu ár og öll þessi tíu ár höfum við stjórnað borginni - í uppbyggilegu samstarfi fjögurra flokka sem kunna samstarf. Í vinsemd og virðingu. Í friðsæld. Það er það sem heitir að vera stjórntækur og það er ekki öllum gefið. Eitt mikilvægasta hagsmunamálið fyrir Ísland í dag er að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum á Alþingi Íslendinga og við Píratar höfum einir frjálslyndra flokka útilokað með öllu samstarf við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk. Með nægum stuðningi getum við komist í þá stöðu að tryggja að þeir flokkar fái ekki að taka þátt í ríkisstjórn. Eina fjármálaóreiðan sem vert er að tala um er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins í ríkissjóði. Á sama tíma og Reykjavík mun skila árinu í plús og næsta ári í enn stærri plús upp á tæpa 2 milljarða er búið að samþykkja fjárlög ríkissjóðs með halla upp á 70 milljarða beinharðra króna á næsta ári. Skuldahlutfall og skuldir á hvern íbúa hefur í Reykjavík verið með því lægsta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár, en hinum sveitarfélögunum hefur einmitt verið að megninu til stjórnað af engum öðrum en Sjálfstæðisflokknum. Umræðan um að Sjálfstæðisflokkurinn, sem farið hefur fyrir fjármálum ríkisins lengst af síðustu ár, sé svo langsamlega bestur til þess fallinn að halda utan um veskið sama hvar hann svo sem stígur fæti niður stenst enga skoðun. Húsnæðisstefnan sem hér hefur verið rekin af Sjálfstæðisflokknum er mannfjandsamleg stefna sem hagnast fjárfestum fyrst og fremst. Efnahagskerfið og verðbólgan sem hefur ýtt undir neyðina og takmarkað getu uppbyggingaraðila til að byggja á þeim lóðum sem eru tilbúnar í uppbyggingu er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað vill flokkurinn ekki tala um þetta. Hvað er þá til ráða? Reykjavík og sjálfbær uppbyggingarstefna í umhverfislegu, efnahagslegu og samfélagslegu tilliti - sem reyndar er líka leiðandi uppbyggingarstefna á heimsvísu - er gerð að blóraböggli. Já ég er að tala um þéttingu byggðar. Og hún þjónar almannahag, ekki sérhagsmunum. Enda skorar hún ekki hátt hjá Sjálfstæðisflokknum. Hvers vegna er borginni kennt um? Því það er einfalt og það firrar Sjálfstæðisflokkinn ábyrgð. Ríkið er risastór gerandi á húsnæðismarkaði og skapar rammann á landsvísu og þessi stefna er gjaldþrota húsnæðisstefna á forsendum sérhagsmuna. En sei sei nei, tölum ekki um það. Tölum ekki um ofurvextina. Tölum ekki um fjármögnunina, um gjaldmiðlamálin, um fullkomlega óregluvæddan leigumarkað hins Villta Vesturs þar sem fátækasta fólkinu er fórnað á altari braskara. Einum er um að kenna meirihlutanum í Reykjavík - um vanda á landsvísu nota bene. Jafnvel þó Reykjavík hafi staðið fyrir metuppbyggingu árum saman þar til fjármagsnstraumurinn stoppaði. Jafnvel þó Reykjavík hafi axlað langsamlega mestu félagslegu ábyrgðina með tífalt fleiri félagslegum íbúðum en Garðabær á höfðatölu sem stjórnað hefur verið af Sjálfstæðisflokknum árum saman. Vangeta meirihlutans í Reykjavík við að fjölga lóðum skal vera málið, vina mín. Samt eru til fullt af lóðum sem er tilbúnar í uppbyggingu en fara ekki af stað. Út af fjármögnuninni! Þessi áróður stenst sumsé enga skoðun. Efnahagskerfið hefur verið skipulagt út frá hagsmunum þeirra sem eiga mest. Hver græðir mest á verðbólgunni? Þau sem eiga pening á banka sem fá himinháa innlánsvexti. Hver tapar? Almenningur í landinu, venjulegt fólk. Þau sem skulda mest og þau sem eiga lítið. Húsnæðiskerfið hefur verið skipulagt út frá hagsmunum þeirra sem eiga mest. Hver græðir á hástökki á húsnæðismarkaði? Þau sem eiga flestar eignirnar. Hver tapar? Þau sem komast ekki inn á markaðinn, geta ekki stækkað við sig með stækkandi fjölskyldu eða brotna saman undir svívirðilegri leigunni. Það er kominn tími til að skipuleggja samfélagið og kerfin okkar út frá almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum. Sem er auðvitað stærsti ótti sérhagsmunasinna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið við völd í Reykjavík síðustu ár og þolir það gjörsamlega ekki. Nú er kominn tími til að gefa spillingunni frí frá stjórnun landsins. Höfundur er borgarfulltrúi og 2. sæti á lista Pírata í Reykjavík suður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn er svo örvinglaður, rökþrota og laus við svo mikið sem snefil af lausnum við þeim risastóru áskorunum sem eru að knésetja almenning í landinu að helsta bitbein flokksins í kosningabaráttunni er að níða af þeim skóinn sem saman standa að meirihlutanum í Reykjavík. Áróður þessi er ekki grundvallaður á staðreyndum. Hann er samt sem áður ítrekaður og margfaldaður vegna þess að við vitum að þessi áróðursmaskína sefur aldrei og mun ekki þagna á meðan Sjálfstæðisflokknum er haldið frá völdum í borginni. Enda er það ekkert sem Sjálfstæðisflokknum finnst meira pirrandi en að vera haldið frá völdum í því stóra stjórnvaldi sem Reykjavík er. Ég get sagt það með sóma að ég er stolt af því að hafa haldið Sjálfstæðisflokknum frá völdum síðustu ár í samstarfi fjögurrra flokka sem kunna að vinna fallega saman. Sem berja ekki á hvorum öðrum og niðurlægja hvorn annan opinberlega eða svíkja loforð í fyrstu beygju. Við Píratar höfum á þessu ári setið í borgarstjórn í tíu ár og öll þessi tíu ár höfum við stjórnað borginni - í uppbyggilegu samstarfi fjögurra flokka sem kunna samstarf. Í vinsemd og virðingu. Í friðsæld. Það er það sem heitir að vera stjórntækur og það er ekki öllum gefið. Eitt mikilvægasta hagsmunamálið fyrir Ísland í dag er að koma Sjálfstæðisflokknum frá völdum á Alþingi Íslendinga og við Píratar höfum einir frjálslyndra flokka útilokað með öllu samstarf við Sjálfstæðisflokk og Miðflokk. Með nægum stuðningi getum við komist í þá stöðu að tryggja að þeir flokkar fái ekki að taka þátt í ríkisstjórn. Eina fjármálaóreiðan sem vert er að tala um er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins í ríkissjóði. Á sama tíma og Reykjavík mun skila árinu í plús og næsta ári í enn stærri plús upp á tæpa 2 milljarða er búið að samþykkja fjárlög ríkissjóðs með halla upp á 70 milljarða beinharðra króna á næsta ári. Skuldahlutfall og skuldir á hvern íbúa hefur í Reykjavík verið með því lægsta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu síðustu ár, en hinum sveitarfélögunum hefur einmitt verið að megninu til stjórnað af engum öðrum en Sjálfstæðisflokknum. Umræðan um að Sjálfstæðisflokkurinn, sem farið hefur fyrir fjármálum ríkisins lengst af síðustu ár, sé svo langsamlega bestur til þess fallinn að halda utan um veskið sama hvar hann svo sem stígur fæti niður stenst enga skoðun. Húsnæðisstefnan sem hér hefur verið rekin af Sjálfstæðisflokknum er mannfjandsamleg stefna sem hagnast fjárfestum fyrst og fremst. Efnahagskerfið og verðbólgan sem hefur ýtt undir neyðina og takmarkað getu uppbyggingaraðila til að byggja á þeim lóðum sem eru tilbúnar í uppbyggingu er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Auðvitað vill flokkurinn ekki tala um þetta. Hvað er þá til ráða? Reykjavík og sjálfbær uppbyggingarstefna í umhverfislegu, efnahagslegu og samfélagslegu tilliti - sem reyndar er líka leiðandi uppbyggingarstefna á heimsvísu - er gerð að blóraböggli. Já ég er að tala um þéttingu byggðar. Og hún þjónar almannahag, ekki sérhagsmunum. Enda skorar hún ekki hátt hjá Sjálfstæðisflokknum. Hvers vegna er borginni kennt um? Því það er einfalt og það firrar Sjálfstæðisflokkinn ábyrgð. Ríkið er risastór gerandi á húsnæðismarkaði og skapar rammann á landsvísu og þessi stefna er gjaldþrota húsnæðisstefna á forsendum sérhagsmuna. En sei sei nei, tölum ekki um það. Tölum ekki um ofurvextina. Tölum ekki um fjármögnunina, um gjaldmiðlamálin, um fullkomlega óregluvæddan leigumarkað hins Villta Vesturs þar sem fátækasta fólkinu er fórnað á altari braskara. Einum er um að kenna meirihlutanum í Reykjavík - um vanda á landsvísu nota bene. Jafnvel þó Reykjavík hafi staðið fyrir metuppbyggingu árum saman þar til fjármagsnstraumurinn stoppaði. Jafnvel þó Reykjavík hafi axlað langsamlega mestu félagslegu ábyrgðina með tífalt fleiri félagslegum íbúðum en Garðabær á höfðatölu sem stjórnað hefur verið af Sjálfstæðisflokknum árum saman. Vangeta meirihlutans í Reykjavík við að fjölga lóðum skal vera málið, vina mín. Samt eru til fullt af lóðum sem er tilbúnar í uppbyggingu en fara ekki af stað. Út af fjármögnuninni! Þessi áróður stenst sumsé enga skoðun. Efnahagskerfið hefur verið skipulagt út frá hagsmunum þeirra sem eiga mest. Hver græðir mest á verðbólgunni? Þau sem eiga pening á banka sem fá himinháa innlánsvexti. Hver tapar? Almenningur í landinu, venjulegt fólk. Þau sem skulda mest og þau sem eiga lítið. Húsnæðiskerfið hefur verið skipulagt út frá hagsmunum þeirra sem eiga mest. Hver græðir á hástökki á húsnæðismarkaði? Þau sem eiga flestar eignirnar. Hver tapar? Þau sem komast ekki inn á markaðinn, geta ekki stækkað við sig með stækkandi fjölskyldu eða brotna saman undir svívirðilegri leigunni. Það er kominn tími til að skipuleggja samfélagið og kerfin okkar út frá almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum. Sem er auðvitað stærsti ótti sérhagsmunasinna. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið við völd í Reykjavík síðustu ár og þolir það gjörsamlega ekki. Nú er kominn tími til að gefa spillingunni frí frá stjórnun landsins. Höfundur er borgarfulltrúi og 2. sæti á lista Pírata í Reykjavík suður.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun