Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir, Hannes Sigurbjörn Jónsson, Jóhanna Ösp Einarsdóttir og Magnús Eðvaldsson skrifa 29. nóvember 2024 14:00 Nú styttist í kosningarnar og frambjóðendur Samfylkingarinnar hafa verið á þönum um allt kjördæmi og við höfum átt samtal við mjög marga íbúa kjördæmisins, samtal sem mun hjálpa okkur á næstu fjórum árum, því kosningarnar eru bara einn liður, það er hvernig við förum með niðurstöðurnar og sinnum kjördæminu næstu fjögur árin sem skiptir öllu máli. Samgöngur: Allstaðar í kjördæminu upplifir fólk að samgöngur þurfi að bæta, bæði nýframkvæmdir á vegum en líka vetrarþjónustu og viðhald vega. Börn í dreifbýli hossast á torfærum malarvegum og vegum sem ekki er búið að moka þegar þau leggja af stað í skólann. Vegagerðin tekur undir þetta og segir peninga í viðhald og vetrarþjónustu vera af skornum skammti og starfsmenn vilja setja meiri pening í þjónustu en fá ekki fjármagn til þess. Fólk upplifir sig ekki tilheyra því samfélagi sem það býr í því það kemst ekki á milli staða yfir vetrartímann. Samfylkingin gerir sér grein fyrir þessari innviðaskuld og ætlar að tvöfalda fjármagn í samgöngur, við verðum að jafna stöðu allra landsmanna til að fólk upplifi sig öruggt á vegunum og geti sótt þjónustu, tekið þátt í samfélaginu og svo fyrirtækin geti flutt vörur sem skapa gríðarleg verðmæti fyrir þjóðarbúið eftir vegunum okkar. Fólk kallar eftir fyrirsjáanleika í samgönguáætlun og að hún sé full fjármögnuð. Bæði Veiðileysuháls og Uxahryggjavegur hafa marg oft komið inn í samgönguáætlun en alltaf verið frestað og í því er enginn fyrirsjáanleiki. Heilbrigðismál: Fólk hefur áhyggjur af stöðu heilbrigðiskerfisins. Þar sem er fastur heimilislæknir sem fólkið þekkir er fólk mjög ánægt með heilsugæsluna sína, en þeim gæðum er misskipt og ekki allir búa við þær aðstæður. Það er því mikilvægt að styrkja stöðu heimilislækna um land allt. Við viljum að fólk geti fengið þjónustu í nærumhverfi sínu og að það þurfi ekki að bíða vikum eða mánuðum saman eftir mikilvægri þjónustu. Fólk hefur áhyggjur af stöðu hjúkrunarheimila og rekstrargrundvelli þeirra. Hjúkrunarheimilin eru ekki bara atvinna fyrir fólk heldur mikilvæg þjónusta fyrir eldra fólk sem þarf að tryggja um land allt. Kvennastörf: Fólk hefur áhyggjur af stöðu leik- og grunnskóla í kjördæminu og þjónustu við eldra fólk. Laun séu of lág og að fólk flytji úr kjördæminu til að fá betur launuð störf við eitthvað annað. Leikskólakennarar vita hvað börnin þurfa og sjá oft hvar hægt sé að styrkja börn löngu áður en börn byrja í grunnskóla en eru oftar en ekki undirmönnuð, glíma við álag í vinnu og ef gengur að koma barni að í greiningarferli tekur oft við margra ára bið fyrir barnið. Snemmtæk íhlutun skiptir öllu máli og því verður að styrkja leikskólana okkar til að mannauðurinn geti gripið börnin. Landbúnaður: Landbúnaður hefur staðið höllum fæti í mjög langan tíma. Það er vegna seiglu bænda að sveitirnar okkar eru ennþá í byggð. Bændur eru ekki kröfuharðir og vilja bara lifa af laununum sínum, sú krafa er ekki stór. Bændur í kjördæminu hafa áhyggjur af lokun sláturhúsa með sameiningum og rekstrarhagræðingu. Fólk hefur áhyggjur af uppkaupum af jörðum, þar sem venjulegt fólk sem vill byrja í búskap getur ekki keppt við auðkýfinga sem vilja tryggja sér veiðiréttindi, vatnsréttindi eða land undir skógrækt til að kolefnisjafna. Við verðum að bretta upp ermar með öflugri byggða- og landnýtingarstefnu og við þurfum ekki að finna upp hjólið. Við getum horft til Noregs þar sem jarðeigendur verða að yrkja jarðirnar sínar og mörg sveitarfélög hafa nýtt sér réttinn til að setja á búplikt, þar sem þarf að vera heilsárs búseta. Norskt sauðfjárbú með 150 kindum skilar jafn miklu og sauðfjárbú á Íslandi með 500 kindum. Bændum finnst nýsköpun í landbúnaði vera sniðug, en ekki forgangsatriði, forgangsatriðið er að bændur geti lifað á greininni. Á þessu ferðalagi undanfarnar viku hef ég ekki hitt einn einasta bónda sem er ánægður með stöðuna í landbúnaði. Strandveiðar: Umræðan um strandveiðar hefur líka komið upp ansi víða. Fólk hefur áhyggjur af öryggi þegar fólk rær í allskonar veðrum til að ná að fylla aflann. Þetta verður að skoða til að fólk setji sig ekki í hættu vegna galla í kerfinu. Fólk er almennt ánægt með strandveiðar og talar um að lífið á hafnarbakkanum á strandveiðatímabilinu skapi jákvæðni, stemningu og góðan bæjarbrag. Húsnæðismál: Víða í kjördæminu er uppbygging íbúðarhúsnæðis í gangi og eiga sveitarfélögin hrós skilið fyrir að stuðla að uppbyggingu. En þar sem við höfum komið er oftar en ekki bara verið að mæta núverandi þörf en mikilvægt er að halda áfram til að sveitarfélögin geti vaxið og gripið þau tækifæri sem bjóðast. Menning og félagsmál: Víða hefur komið fram mikilvægi þess að rækta menningarmál og félagsmál. Snæfellsbær er til fyrirmyndar í félagsstarfi eldri borgara þar sem þau hafa afnot af 500 m2 húsnæði með allskonar afþreyingarmöguleikum. Húsnæðið sem heitir Höllin er vel sótt og eldri borgararnir í Snæfellsbæ ánægðir með þessa þjónustu. Menningarmál eru kjarninn í því að skapa jákvæðan bæjarbrag og hverfa oft í skuggann á lélegum innviðum sem fá að eiga umræðuna. Félags- og íþróttastarf barna og ungmenna er líka mikilvæg þjónusta til að landsbyggðirnar séu eftirsóknarverður búsetukostur fyrir fjölskyldufólk. Auðvitað eru vextir og verðbólga líka ofarlega á dagskrá hjá íbúum kjördæmisins. En fyrst og fremst vill fólk aðgengi að þjónustu, geta sótt hana eftir vegum landsins og að jafna kjör fólks þannig að við getum öll lifað lífi án þess að hafa áhyggjur af því að ná endum saman. Við heyrum og skiljum ykkar áhyggjur og okkar kosningaloforð er að passa að þessi málefni fái pláss. Takk fyrir að taka svona vel á móti okkur allstaðar þar sem við höfum komið. Það hefur verið virkilega ánægjulegt að hitta ykkur öll. Við munum svo halda samtalinu gangandi eftir kosningar. Höfundar eru efstu frambjóðendur á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir Mest lesið Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í kosningarnar og frambjóðendur Samfylkingarinnar hafa verið á þönum um allt kjördæmi og við höfum átt samtal við mjög marga íbúa kjördæmisins, samtal sem mun hjálpa okkur á næstu fjórum árum, því kosningarnar eru bara einn liður, það er hvernig við förum með niðurstöðurnar og sinnum kjördæminu næstu fjögur árin sem skiptir öllu máli. Samgöngur: Allstaðar í kjördæminu upplifir fólk að samgöngur þurfi að bæta, bæði nýframkvæmdir á vegum en líka vetrarþjónustu og viðhald vega. Börn í dreifbýli hossast á torfærum malarvegum og vegum sem ekki er búið að moka þegar þau leggja af stað í skólann. Vegagerðin tekur undir þetta og segir peninga í viðhald og vetrarþjónustu vera af skornum skammti og starfsmenn vilja setja meiri pening í þjónustu en fá ekki fjármagn til þess. Fólk upplifir sig ekki tilheyra því samfélagi sem það býr í því það kemst ekki á milli staða yfir vetrartímann. Samfylkingin gerir sér grein fyrir þessari innviðaskuld og ætlar að tvöfalda fjármagn í samgöngur, við verðum að jafna stöðu allra landsmanna til að fólk upplifi sig öruggt á vegunum og geti sótt þjónustu, tekið þátt í samfélaginu og svo fyrirtækin geti flutt vörur sem skapa gríðarleg verðmæti fyrir þjóðarbúið eftir vegunum okkar. Fólk kallar eftir fyrirsjáanleika í samgönguáætlun og að hún sé full fjármögnuð. Bæði Veiðileysuháls og Uxahryggjavegur hafa marg oft komið inn í samgönguáætlun en alltaf verið frestað og í því er enginn fyrirsjáanleiki. Heilbrigðismál: Fólk hefur áhyggjur af stöðu heilbrigðiskerfisins. Þar sem er fastur heimilislæknir sem fólkið þekkir er fólk mjög ánægt með heilsugæsluna sína, en þeim gæðum er misskipt og ekki allir búa við þær aðstæður. Það er því mikilvægt að styrkja stöðu heimilislækna um land allt. Við viljum að fólk geti fengið þjónustu í nærumhverfi sínu og að það þurfi ekki að bíða vikum eða mánuðum saman eftir mikilvægri þjónustu. Fólk hefur áhyggjur af stöðu hjúkrunarheimila og rekstrargrundvelli þeirra. Hjúkrunarheimilin eru ekki bara atvinna fyrir fólk heldur mikilvæg þjónusta fyrir eldra fólk sem þarf að tryggja um land allt. Kvennastörf: Fólk hefur áhyggjur af stöðu leik- og grunnskóla í kjördæminu og þjónustu við eldra fólk. Laun séu of lág og að fólk flytji úr kjördæminu til að fá betur launuð störf við eitthvað annað. Leikskólakennarar vita hvað börnin þurfa og sjá oft hvar hægt sé að styrkja börn löngu áður en börn byrja í grunnskóla en eru oftar en ekki undirmönnuð, glíma við álag í vinnu og ef gengur að koma barni að í greiningarferli tekur oft við margra ára bið fyrir barnið. Snemmtæk íhlutun skiptir öllu máli og því verður að styrkja leikskólana okkar til að mannauðurinn geti gripið börnin. Landbúnaður: Landbúnaður hefur staðið höllum fæti í mjög langan tíma. Það er vegna seiglu bænda að sveitirnar okkar eru ennþá í byggð. Bændur eru ekki kröfuharðir og vilja bara lifa af laununum sínum, sú krafa er ekki stór. Bændur í kjördæminu hafa áhyggjur af lokun sláturhúsa með sameiningum og rekstrarhagræðingu. Fólk hefur áhyggjur af uppkaupum af jörðum, þar sem venjulegt fólk sem vill byrja í búskap getur ekki keppt við auðkýfinga sem vilja tryggja sér veiðiréttindi, vatnsréttindi eða land undir skógrækt til að kolefnisjafna. Við verðum að bretta upp ermar með öflugri byggða- og landnýtingarstefnu og við þurfum ekki að finna upp hjólið. Við getum horft til Noregs þar sem jarðeigendur verða að yrkja jarðirnar sínar og mörg sveitarfélög hafa nýtt sér réttinn til að setja á búplikt, þar sem þarf að vera heilsárs búseta. Norskt sauðfjárbú með 150 kindum skilar jafn miklu og sauðfjárbú á Íslandi með 500 kindum. Bændum finnst nýsköpun í landbúnaði vera sniðug, en ekki forgangsatriði, forgangsatriðið er að bændur geti lifað á greininni. Á þessu ferðalagi undanfarnar viku hef ég ekki hitt einn einasta bónda sem er ánægður með stöðuna í landbúnaði. Strandveiðar: Umræðan um strandveiðar hefur líka komið upp ansi víða. Fólk hefur áhyggjur af öryggi þegar fólk rær í allskonar veðrum til að ná að fylla aflann. Þetta verður að skoða til að fólk setji sig ekki í hættu vegna galla í kerfinu. Fólk er almennt ánægt með strandveiðar og talar um að lífið á hafnarbakkanum á strandveiðatímabilinu skapi jákvæðni, stemningu og góðan bæjarbrag. Húsnæðismál: Víða í kjördæminu er uppbygging íbúðarhúsnæðis í gangi og eiga sveitarfélögin hrós skilið fyrir að stuðla að uppbyggingu. En þar sem við höfum komið er oftar en ekki bara verið að mæta núverandi þörf en mikilvægt er að halda áfram til að sveitarfélögin geti vaxið og gripið þau tækifæri sem bjóðast. Menning og félagsmál: Víða hefur komið fram mikilvægi þess að rækta menningarmál og félagsmál. Snæfellsbær er til fyrirmyndar í félagsstarfi eldri borgara þar sem þau hafa afnot af 500 m2 húsnæði með allskonar afþreyingarmöguleikum. Húsnæðið sem heitir Höllin er vel sótt og eldri borgararnir í Snæfellsbæ ánægðir með þessa þjónustu. Menningarmál eru kjarninn í því að skapa jákvæðan bæjarbrag og hverfa oft í skuggann á lélegum innviðum sem fá að eiga umræðuna. Félags- og íþróttastarf barna og ungmenna er líka mikilvæg þjónusta til að landsbyggðirnar séu eftirsóknarverður búsetukostur fyrir fjölskyldufólk. Auðvitað eru vextir og verðbólga líka ofarlega á dagskrá hjá íbúum kjördæmisins. En fyrst og fremst vill fólk aðgengi að þjónustu, geta sótt hana eftir vegum landsins og að jafna kjör fólks þannig að við getum öll lifað lífi án þess að hafa áhyggjur af því að ná endum saman. Við heyrum og skiljum ykkar áhyggjur og okkar kosningaloforð er að passa að þessi málefni fái pláss. Takk fyrir að taka svona vel á móti okkur allstaðar þar sem við höfum komið. Það hefur verið virkilega ánægjulegt að hitta ykkur öll. Við munum svo halda samtalinu gangandi eftir kosningar. Höfundar eru efstu frambjóðendur á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun