„Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 29. nóvember 2024 19:28 Elín Klara var að spila sinn fyrsta leik á stórmóti með A-landsliðinu. Vísir/Anton Brink „Mjög svekkjandi, að hafa ekki náð að klára leikinn,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir, leikmaður íslenska landsliðsins í handbolta, eftir 27-25 tap gegn Hollandi í fyrsta leik Evrópumótsins. Það hrellti íslenska liðið á heimsmeistaramótinu í fyrra hvað liðið byrjaði leiki illa. Elín var vissulega ekki í leikmannahópnum þá en gat tekið undir að um framfaraskref væri að ræða. „Klárlega. Við mættum bara á fullu í þetta og ætluðum að keyra vel á þær. Vörnin bara flott og mér fannst sóknin mjög fín. Náðum að sundurspila þær og sömuleiðis hlupum alltaf til baka. Svo í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar. Þær keyrðu á okkur og við vorum að elta aðeins of lengi.“ Sem er erfitt fyrir öll lið og krefst mikillar orku, að lenda undir og þurfa að elta andstæðinginn. „Það getur verið erfitt, við lendum fjórum mörkum undir en náum að jafna, sem var mjög flott. Geggjað hugarfar hjá leikmönnum og liðsheildin mjög góð, en það þurfti aðeins meira til.“ Fyrsti leikurinn á stórmóti Elín var utan leikmannahópsins á HM í fyrra og þetta var því fyrsti leikur hennar á stórmóti með landsliðinu. „Þetta var geggjuð tilfinning. Stúkan æðisleg og þetta er ótrúlega gaman.“ Flautumarkið magnaða Leiknum lauk með flautumarki Elínar. Skot langt utan af velli sem flestir héldu að færi í hávörnina, en þrumuskotið flaug í gegn og small af slánni á leið sinni í markið. „Æ, já,“ sagði Elín og hló vandræðalega, hún vildi eðlilega ekki gera mikið úr þessu marki og sagði svekkjandi tap vera sér efst í huga. Respect to 🇮🇸 for their great performance against the Dutch powerhouse 👏👏 pic.twitter.com/6cXJElmOJi— EHF EURO (@EHFEURO) November 29, 2024 Frammistaða sem hægt er að byggja á Frammistaðan er þó eitthvað sem liðið getur byggt á fyrir næstu leiki gegn Úkraínu og Þýskalandi. „Klárlega. Við notum þetta bara sem kraft inn í næstu leiki. Tökum góða endurhæfingu á morgun og mætum svo á fullu í næsta leik.“ Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira
Það hrellti íslenska liðið á heimsmeistaramótinu í fyrra hvað liðið byrjaði leiki illa. Elín var vissulega ekki í leikmannahópnum þá en gat tekið undir að um framfaraskref væri að ræða. „Klárlega. Við mættum bara á fullu í þetta og ætluðum að keyra vel á þær. Vörnin bara flott og mér fannst sóknin mjög fín. Náðum að sundurspila þær og sömuleiðis hlupum alltaf til baka. Svo í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar. Þær keyrðu á okkur og við vorum að elta aðeins of lengi.“ Sem er erfitt fyrir öll lið og krefst mikillar orku, að lenda undir og þurfa að elta andstæðinginn. „Það getur verið erfitt, við lendum fjórum mörkum undir en náum að jafna, sem var mjög flott. Geggjað hugarfar hjá leikmönnum og liðsheildin mjög góð, en það þurfti aðeins meira til.“ Fyrsti leikurinn á stórmóti Elín var utan leikmannahópsins á HM í fyrra og þetta var því fyrsti leikur hennar á stórmóti með landsliðinu. „Þetta var geggjuð tilfinning. Stúkan æðisleg og þetta er ótrúlega gaman.“ Flautumarkið magnaða Leiknum lauk með flautumarki Elínar. Skot langt utan af velli sem flestir héldu að færi í hávörnina, en þrumuskotið flaug í gegn og small af slánni á leið sinni í markið. „Æ, já,“ sagði Elín og hló vandræðalega, hún vildi eðlilega ekki gera mikið úr þessu marki og sagði svekkjandi tap vera sér efst í huga. Respect to 🇮🇸 for their great performance against the Dutch powerhouse 👏👏 pic.twitter.com/6cXJElmOJi— EHF EURO (@EHFEURO) November 29, 2024 Frammistaða sem hægt er að byggja á Frammistaðan er þó eitthvað sem liðið getur byggt á fyrir næstu leiki gegn Úkraínu og Þýskalandi. „Klárlega. Við notum þetta bara sem kraft inn í næstu leiki. Tökum góða endurhæfingu á morgun og mætum svo á fullu í næsta leik.“
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Sjá meira