„Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 30. nóvember 2024 20:31 Sigurður Bjarnason í Lýðræðisflokki trúir því að þjóðin sé að opna augun fyrir því sem sé að gerast í íslenskri pólitík. Þorgerður er brött og Ásmundur vongóður en þreyttur. Vísir/Einar Þorgerður Katrín segir þjóðina vilja sjá myndun samhentrar ríkisstjórnar. Ásmundi Einari er létt að kosningabaráttunni sé lokið en segist þó bjartsýnn. Frambjóðendur Lýðræðisflokksins trúa því að þjóðin sé búin að opna augun. Þetta kom fram í viðtölum fréttastofu við hina ýmsu frambjóðendur á kosningaskrifstofum fyrr í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var býsna brött á kosningakaffi flokksins á Grensásvegi 16 í dag. Hvernig tilfinning var að kjósa í morgun? „Hún var góð. Það var ótrúlega gott að fara heim í Lækjarskóla og finna strauminn með manni því það var fólk að banka í mann og þakka fyrir góða og uppbyggilega kosningabaráttu,“ sagði Þorgerður. „Það var líka það sem ég fór svo sátt með á koddann í gærkvöldi, að hafa ekki farið af þeim kúrs að vera með framtíðarsýn og tala á uppbyggilegan hátt, ekki detta í hræðsluáróður.“ Er eitthvað sem hefur staðið upp úr? „Ég myndi segja viðmót fólksins, jákvæðni og forvitni. Síðan þessi skýru skilaboð á öllum þessum fundum sem við höfum verið með, meðal annars í verslunarmiðstöðvum,“ sagði hún. „Fyrst og síðast eru skilaboðin beint í æð: ,Myndiði samhenta ríkisstjórn sem er ekki að rífast endilega heldur fer að vinna fyrir fólkið í landinu.' Það er það sem stendur líka upp úr.“ Ertu vongóð um hvað kemur upp úr kössunum? „Ég er mjög glöð og sátt við kosningabaráttuna og svo sjáum við hvað setur. Ég er vongóð að við gerum allavega betur en í síðustu kosningum sem voru 8,3 prósent og allt meira en það er frábært,“ sagði Þorgerður að lokum. „Þetta er búið að vera sprettur“ Einn 89 ára bakaði sandkökur fyrir kosningakaffi Framsóknarflokks á Suðurlandsbraut og sagði Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi umhverfis og auðlindaráðherra flokksins, allar veigar streyma út. Fréttastofa náði þar tali af Ásmundi Einari Daðasyni, barnamálráðherra. Hvernig tilfinning var það að kjósa? „Það var skemmtilegt. Þetta er alltaf hátíðisdagur, kosningadagur. Búið að vera ofboðslega skemmtilegt en ég neita því ekkert líka að það er svona léttir, þetta er búið að vera sprettur,“ sagði Ásmundur. Eitthvað sem hefur staðið upp úr? „Nei, ekki þannig. Við höfum bara verið að leggja áherslu á að fara yfir okkar störf á jákvæðan hátt. Það hefur verið mikil gleði hérna í hópnum hjá okkur og við finnum hana.“ Ertu vongóður um hvað kemur upp úr kössunum? „Þú ferð aldrei í kosningabaráttu nema til þess að ná þeim árangri sem þú lagðir upp með þannig ég er mjög bjartsýnn á það. En svo sjáum við hvað gerist og ég hvet alla til þess að nýta kosningaréttinn,“ sagði hann. Sigrún Magnúsdóttir og vinkonur hennar voru sáttar. Lýðræðisflokkurinn býst við árangri Fréttastofa kíkti líka við hjá Lýðræðisflokknum í Faxafeni 10. Þar var mikil stemming og þétt setið. „Það er stemming á skrifstofunni og við erum mjög bjartsýn á þetta,“ sagði Baldur Borgþórsson, oddviti Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Baldur og Ágústa telja Lýðræðisflokkinn munu koma á óvart. Er búið að vera mikið rennerí á fólki? „Alveg í allan dag, bara ótrúlega flott fólk búið að koma hingað að styðja okkur,“ sagði Ágústa Árnadóttir sem er í 2. sæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Eruð þið vongóð um hvað kemur upp úr kössunum? „Já, ég held að við munum ná góðum árangri í dag. Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun fyrir því hvað er að gerast í íslenskri pólitík,“ sagði Sigurður Bjarnason sem er í 3. sæti í Norðvesturkjördæmi. Er eitthvað sem hefur staðið upp úr í baráttunni? „Hvað Arnar Þór Jónsson hefur staðið sig vel. Það hefur staðið upp úr. En baráttan hefur verið snörp og málefnaleg og gengið vel fyrir sig,“ sagði Helgi Magnús Hermannsson í 4. sæti í Kraganum. Lýðræðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira
Þetta kom fram í viðtölum fréttastofu við hina ýmsu frambjóðendur á kosningaskrifstofum fyrr í dag. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, var býsna brött á kosningakaffi flokksins á Grensásvegi 16 í dag. Hvernig tilfinning var að kjósa í morgun? „Hún var góð. Það var ótrúlega gott að fara heim í Lækjarskóla og finna strauminn með manni því það var fólk að banka í mann og þakka fyrir góða og uppbyggilega kosningabaráttu,“ sagði Þorgerður. „Það var líka það sem ég fór svo sátt með á koddann í gærkvöldi, að hafa ekki farið af þeim kúrs að vera með framtíðarsýn og tala á uppbyggilegan hátt, ekki detta í hræðsluáróður.“ Er eitthvað sem hefur staðið upp úr? „Ég myndi segja viðmót fólksins, jákvæðni og forvitni. Síðan þessi skýru skilaboð á öllum þessum fundum sem við höfum verið með, meðal annars í verslunarmiðstöðvum,“ sagði hún. „Fyrst og síðast eru skilaboðin beint í æð: ,Myndiði samhenta ríkisstjórn sem er ekki að rífast endilega heldur fer að vinna fyrir fólkið í landinu.' Það er það sem stendur líka upp úr.“ Ertu vongóð um hvað kemur upp úr kössunum? „Ég er mjög glöð og sátt við kosningabaráttuna og svo sjáum við hvað setur. Ég er vongóð að við gerum allavega betur en í síðustu kosningum sem voru 8,3 prósent og allt meira en það er frábært,“ sagði Þorgerður að lokum. „Þetta er búið að vera sprettur“ Einn 89 ára bakaði sandkökur fyrir kosningakaffi Framsóknarflokks á Suðurlandsbraut og sagði Sigrún Magnúsdóttir, fyrrverandi umhverfis og auðlindaráðherra flokksins, allar veigar streyma út. Fréttastofa náði þar tali af Ásmundi Einari Daðasyni, barnamálráðherra. Hvernig tilfinning var það að kjósa? „Það var skemmtilegt. Þetta er alltaf hátíðisdagur, kosningadagur. Búið að vera ofboðslega skemmtilegt en ég neita því ekkert líka að það er svona léttir, þetta er búið að vera sprettur,“ sagði Ásmundur. Eitthvað sem hefur staðið upp úr? „Nei, ekki þannig. Við höfum bara verið að leggja áherslu á að fara yfir okkar störf á jákvæðan hátt. Það hefur verið mikil gleði hérna í hópnum hjá okkur og við finnum hana.“ Ertu vongóður um hvað kemur upp úr kössunum? „Þú ferð aldrei í kosningabaráttu nema til þess að ná þeim árangri sem þú lagðir upp með þannig ég er mjög bjartsýnn á það. En svo sjáum við hvað gerist og ég hvet alla til þess að nýta kosningaréttinn,“ sagði hann. Sigrún Magnúsdóttir og vinkonur hennar voru sáttar. Lýðræðisflokkurinn býst við árangri Fréttastofa kíkti líka við hjá Lýðræðisflokknum í Faxafeni 10. Þar var mikil stemming og þétt setið. „Það er stemming á skrifstofunni og við erum mjög bjartsýn á þetta,“ sagði Baldur Borgþórsson, oddviti Lýðræðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Baldur og Ágústa telja Lýðræðisflokkinn munu koma á óvart. Er búið að vera mikið rennerí á fólki? „Alveg í allan dag, bara ótrúlega flott fólk búið að koma hingað að styðja okkur,“ sagði Ágústa Árnadóttir sem er í 2. sæti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Eruð þið vongóð um hvað kemur upp úr kössunum? „Já, ég held að við munum ná góðum árangri í dag. Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun fyrir því hvað er að gerast í íslenskri pólitík,“ sagði Sigurður Bjarnason sem er í 3. sæti í Norðvesturkjördæmi. Er eitthvað sem hefur staðið upp úr í baráttunni? „Hvað Arnar Þór Jónsson hefur staðið sig vel. Það hefur staðið upp úr. En baráttan hefur verið snörp og málefnaleg og gengið vel fyrir sig,“ sagði Helgi Magnús Hermannsson í 4. sæti í Kraganum.
Lýðræðisflokkurinn Viðreisn Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Innlent „Ísrael mun missa allan stuðning“ Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Erlent Fleiri fréttir Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Stungið höfðinu í sandinn í tuttugu ár Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Sjá meira