Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. nóvember 2024 17:04 Justin Kluivert var öruggur á vítapunktinum í dag. James Gill - Danehouse/Getty Images Af fimm leikjum dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu er nú fjórum lokið. Kevin Schade skoraði þrennu fyrir Brentford og Justin Kluivert skoraði þrívegis af vítapunktinum fyrir Bournemouth. Leikmenn Brentford lentu heldur óvænt undir á 21. mínútu er liðið tók á móti Leicester á Gtech Community vellinum í Brentford í dag. Faucundo Buonanotte kom boltanum þá í netið eftir stoðsendingu frá Jamie Vardy. Yoane Wissa jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn fjórum mínútum síðar eftir undirbúning Kevin Schade, áður en Þjóðverjinn skoraði sjálfur eftir tæplega hálftíma leik. Schade bætti svo öðru marki sínu, og þriðja marki heimamanna, við þegar komið var átta mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og sá til þess að Brentford fór með 3-1 forystu inn í hálfleikshléið. Þýski framherjinn var þó ekki hættur og fullkomnaði hann þrennu sína á 59. mínútu. Reyndist það síðasta mark leiksins og niðurstaðan því öruggur 4-1 sigur Brentford sem nú situr í áttunda sæti deildarinnar með 20 stig, tíu stigum meira en Leicester sem situr í 16. sæti. How many is that today, @kevinschade_ 🔥🔥🔥 pic.twitter.com/u5XeaZq8ua— Brentford FC (@BrentfordFC) November 30, 2024 Þá var einnig skoruð þrenna í leik Wolves og Bournemouth þar sem gestirnir unnu 4-2 sigur. Justin Kluivert kom gestunum í Bournemouth yfir strax á þriðju mínútu með marki úr vítaspyrnu áður en Jorgen Strand Larssen jafnaði metin fyrir Úlfanna tveimur mínútum síðar. Milos Kerkez endurheimti forystu gestanna með marki á áttundu mínútu og á 18. mínútu skoraði Kluivert annað mark sitt úr vítaspyrnu eftir klaufalegt brot Jose Sá innan vítateigs. Jorgen Stran Larssen minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en fimm mínútum síðar fengu gestirnir sína þriðju vítaspyrnu. Justin Kluivert fór enn eina ferðina á punktinn og niðurstaðan varð sú sama og áður. Lokatölur 4-2, Bournamouth í vil. Önnur úrslit Crystal Palace 1-1 Newcastle Nottingham Forest 1-0 Ipswich Enski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira
Leikmenn Brentford lentu heldur óvænt undir á 21. mínútu er liðið tók á móti Leicester á Gtech Community vellinum í Brentford í dag. Faucundo Buonanotte kom boltanum þá í netið eftir stoðsendingu frá Jamie Vardy. Yoane Wissa jafnaði hins vegar metin fyrir heimamenn fjórum mínútum síðar eftir undirbúning Kevin Schade, áður en Þjóðverjinn skoraði sjálfur eftir tæplega hálftíma leik. Schade bætti svo öðru marki sínu, og þriðja marki heimamanna, við þegar komið var átta mínútur fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik og sá til þess að Brentford fór með 3-1 forystu inn í hálfleikshléið. Þýski framherjinn var þó ekki hættur og fullkomnaði hann þrennu sína á 59. mínútu. Reyndist það síðasta mark leiksins og niðurstaðan því öruggur 4-1 sigur Brentford sem nú situr í áttunda sæti deildarinnar með 20 stig, tíu stigum meira en Leicester sem situr í 16. sæti. How many is that today, @kevinschade_ 🔥🔥🔥 pic.twitter.com/u5XeaZq8ua— Brentford FC (@BrentfordFC) November 30, 2024 Þá var einnig skoruð þrenna í leik Wolves og Bournemouth þar sem gestirnir unnu 4-2 sigur. Justin Kluivert kom gestunum í Bournemouth yfir strax á þriðju mínútu með marki úr vítaspyrnu áður en Jorgen Strand Larssen jafnaði metin fyrir Úlfanna tveimur mínútum síðar. Milos Kerkez endurheimti forystu gestanna með marki á áttundu mínútu og á 18. mínútu skoraði Kluivert annað mark sitt úr vítaspyrnu eftir klaufalegt brot Jose Sá innan vítateigs. Jorgen Stran Larssen minnkaði muninn fyrir heimamenn þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka, en fimm mínútum síðar fengu gestirnir sína þriðju vítaspyrnu. Justin Kluivert fór enn eina ferðina á punktinn og niðurstaðan varð sú sama og áður. Lokatölur 4-2, Bournamouth í vil. Önnur úrslit Crystal Palace 1-1 Newcastle Nottingham Forest 1-0 Ipswich
Enski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sandra María með tvö mörk annan leikinn í röð Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Í beinni: Vestri - ÍBV | Vestramenn í vandræðum „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Slot varpaði sökinni á Frimpong Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Sjáðu mörkin úr Bestu-deild karla í kvöld Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Sunderland á fljúgandi siglingu upp töfluna Fyrsta stig Úlfanna í hús Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Atlético skoraði fimm í borgarslagnum Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Rúnar gerir nýjan samning við Fram Nuno að taka við West Ham „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ Potter rekinn frá West Ham Sjá meira