Fullt af möguleikum í þessu Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2024 14:03 Andrea Jacobsen hleður í skot VÍSIR / PAWEL Andrea Jacobsen er spennt fyrir komandi leikjum hjá íslenska kvennalandsliðinu í handbolta á EM í Innsbruck. Liðið mætir Úkraínu í kvöld. „Ég verð að vera hreinskilin, ég var bara ógeðslega súr. Ég trúi eiginlega ekki að við höfum tapað þessu. Ég hélt þetta myndi koma þarna, sem er mjög skrýtin tilfinning líka af því að þetta er svo sterk þjóð. Hollendingar, að tapa bara með tveimur, það er rosalega jákvætt fyrir okkar vegferð,“ segir Andrea um tapið fyrir Hollandi í fyrrakvöld. Strax í hádeginu í gær, þegar blaðamenn bar að garði, var hugurinn þó kominn við næsta leik við Úkraínu sem fram fer í kvöld. „Ég gef mér bara tvo til þrjá tíma til að vera í fýlu. Þetta er bara næsti dagur og næsti leikur.“ Úkraína tapaði fyrir Þýskaland, 30-17, í fyrrakvöld en Andrea kveðst ekki hafa séð leikinn. „Ég fann engan aðgang að því. Ég sá bara niðurstöðurnar,“ segir Andrea, farið hafi verið yfir úkraínska liðið í gær. „Við eigum tvo fundi núna í dag (í gær) og ég býst við að annar þeirra sé um Úkraínu að vissu leyti.“ Stórt tap þeirra úkraínsku segi ekki endilega mikið fyrir leik kvöldsins. Þýskaland sé með gríðarsterkt lið. „Þýskaland er líka með mjög sterkt lið. Ég veit ekkert hvar við stöndum í samanburði við þær heldur. Þessi úrslit gefa mér í rauninni ekki neitt,“ segir Andrea. Má þá búast við bandbrjáluðum úkraínskum leikmönnum sem mæta til leiks í dag? „100 prósent. Án efa.“ Andrea er þá spennt fyrir framhaldinu eftir flottan fyrsta leik hjá íslenska liðinu. „Ég er ótrúlega spennt. Ef það gengur vel núna á móti Úkraínu, þá förum við í úrslitaleik á móti Þýskalandi. En, það er auðvitað bara einn leikur í einu. Ég er mjög spennt fyrir þessu,“ „Það eru bara smáatriði sem gera að verkum að við töpum. Ég segi að ef við spilum svona á móti Úkraínu og Þýskalandi eru fullt af möguleikum í þessu,“ segir Andrea. Klippa: Möguleikarnir til staðar Fleira kemur fram í viðtalinu við Andreu sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Ísland mætir Úkraínu klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi og íslenska liðinu fylgt vel eftir fram að leik. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
„Ég verð að vera hreinskilin, ég var bara ógeðslega súr. Ég trúi eiginlega ekki að við höfum tapað þessu. Ég hélt þetta myndi koma þarna, sem er mjög skrýtin tilfinning líka af því að þetta er svo sterk þjóð. Hollendingar, að tapa bara með tveimur, það er rosalega jákvætt fyrir okkar vegferð,“ segir Andrea um tapið fyrir Hollandi í fyrrakvöld. Strax í hádeginu í gær, þegar blaðamenn bar að garði, var hugurinn þó kominn við næsta leik við Úkraínu sem fram fer í kvöld. „Ég gef mér bara tvo til þrjá tíma til að vera í fýlu. Þetta er bara næsti dagur og næsti leikur.“ Úkraína tapaði fyrir Þýskaland, 30-17, í fyrrakvöld en Andrea kveðst ekki hafa séð leikinn. „Ég fann engan aðgang að því. Ég sá bara niðurstöðurnar,“ segir Andrea, farið hafi verið yfir úkraínska liðið í gær. „Við eigum tvo fundi núna í dag (í gær) og ég býst við að annar þeirra sé um Úkraínu að vissu leyti.“ Stórt tap þeirra úkraínsku segi ekki endilega mikið fyrir leik kvöldsins. Þýskaland sé með gríðarsterkt lið. „Þýskaland er líka með mjög sterkt lið. Ég veit ekkert hvar við stöndum í samanburði við þær heldur. Þessi úrslit gefa mér í rauninni ekki neitt,“ segir Andrea. Má þá búast við bandbrjáluðum úkraínskum leikmönnum sem mæta til leiks í dag? „100 prósent. Án efa.“ Andrea er þá spennt fyrir framhaldinu eftir flottan fyrsta leik hjá íslenska liðinu. „Ég er ótrúlega spennt. Ef það gengur vel núna á móti Úkraínu, þá förum við í úrslitaleik á móti Þýskalandi. En, það er auðvitað bara einn leikur í einu. Ég er mjög spennt fyrir þessu,“ „Það eru bara smáatriði sem gera að verkum að við töpum. Ég segi að ef við spilum svona á móti Úkraínu og Þýskalandi eru fullt af möguleikum í þessu,“ segir Andrea. Klippa: Möguleikarnir til staðar Fleira kemur fram í viðtalinu við Andreu sem má sjá í heild sinni í spilaranum. Ísland mætir Úkraínu klukkan 19:30 í kvöld. Leiknum verður lýst beint á Vísi og íslenska liðinu fylgt vel eftir fram að leik.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti