„Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 1. desember 2024 22:16 Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði þrjú mörk í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þórey Rósa Stefánsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir íslenska kvennalandsliðið í handbolta er liðið tryggði sér sinn fyrsta sigur í sögunni á lokamóti EM gegn Úkraínu í kvöld. „Það verður allavega aldrei tekið af okkur. Hann er kominn, þessi sigur. Ég er rosalega þakklát fyrir það að við höfum náð þessu og bara hrikalega glöð akkúrat núna,“ sagði Þórey í viðtali í leikslok. „Tilfinningin var mjög góð. Ég er stolt af liðinu og stolt af okkur fyrir að hafa klárað þennan leik. Við lentum í smá brasi í seinni hálfleik, en við kláruðum þetta og svo er ég bara svo þakklát Hollendingunum fyrir að hafa unnið Þjóðverja hérna í dag sem gefur okkur hreinan úrslitaleik á þriðjudaginn. Sama hvernig sá leikur fer, eða hvernig hann verður, við förum algjörlega pressulausar inn í þann leik og Þjóðverjar með bakið upp við vegg. Þetta verður bara gaman.“ Þá segir Þórey það hafa verið einstakt augnablik að fagna með íslensku áhorfendunum sem hafa gert sér ferð til Austurríkis til að fylgja liðinu. „Þetta er náttúrulega bara gæsahúð. Og aftur, ég er bara þakklát fyrir að fá að vera hérna og að vera með alla þessa frábæru áhorfendur hérna að styðja við bakið á okkur. Þetta er það sem við viljum standa fyrir. Fólk segir að við geislum inni á vellinum og mér finnst áhorfendurnir okkar geisla inn á völlinn til okkar. Þetta er bara ofboðslega skemmtilegt allt saman.“ Þórey segir einnig að sterk byrjun íslenska liðsins í leik kvöldsins hafi lagt grunninn að sigrinum. „Já, algjörlega. Auðvitað hefði maður vilja halda því út allan leikinn, en við lendum í smá hökti þarna í seinni hálfleik. En frábært veganesti að vera í góðri stöðu í hálfleik og að ná að klára þetta. Ég er bara hrikalega glöð með þetta.“ Hún segir þó mikla orku fara í að spila á móti jafn stóru og stæðilegu liði eins og Úkraínu. „Þetta er mikill barningur í vörninni, en ég hefði viljað keyra meira á þær í seinni, ég get alveg viðurkennt það. En sigur er sigur. Við kláruðum þennan leik. Það var markmiðið og okkur tókst að ná því markmiði og því ætlum við að fagna.“ Að lokum vildi Þórey ekki viðurkenna að hún hafi verið orðin stressuð í lok leiks. „Nei, ég sá að Díana var komin með sjálfstraustið sitt og kominn í gírinn. Ég sagði það á bekknum að hún myndi klára þetta fyrir okkur, sem hún gerði.“ Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Sjá meira
„Það verður allavega aldrei tekið af okkur. Hann er kominn, þessi sigur. Ég er rosalega þakklát fyrir það að við höfum náð þessu og bara hrikalega glöð akkúrat núna,“ sagði Þórey í viðtali í leikslok. „Tilfinningin var mjög góð. Ég er stolt af liðinu og stolt af okkur fyrir að hafa klárað þennan leik. Við lentum í smá brasi í seinni hálfleik, en við kláruðum þetta og svo er ég bara svo þakklát Hollendingunum fyrir að hafa unnið Þjóðverja hérna í dag sem gefur okkur hreinan úrslitaleik á þriðjudaginn. Sama hvernig sá leikur fer, eða hvernig hann verður, við förum algjörlega pressulausar inn í þann leik og Þjóðverjar með bakið upp við vegg. Þetta verður bara gaman.“ Þá segir Þórey það hafa verið einstakt augnablik að fagna með íslensku áhorfendunum sem hafa gert sér ferð til Austurríkis til að fylgja liðinu. „Þetta er náttúrulega bara gæsahúð. Og aftur, ég er bara þakklát fyrir að fá að vera hérna og að vera með alla þessa frábæru áhorfendur hérna að styðja við bakið á okkur. Þetta er það sem við viljum standa fyrir. Fólk segir að við geislum inni á vellinum og mér finnst áhorfendurnir okkar geisla inn á völlinn til okkar. Þetta er bara ofboðslega skemmtilegt allt saman.“ Þórey segir einnig að sterk byrjun íslenska liðsins í leik kvöldsins hafi lagt grunninn að sigrinum. „Já, algjörlega. Auðvitað hefði maður vilja halda því út allan leikinn, en við lendum í smá hökti þarna í seinni hálfleik. En frábært veganesti að vera í góðri stöðu í hálfleik og að ná að klára þetta. Ég er bara hrikalega glöð með þetta.“ Hún segir þó mikla orku fara í að spila á móti jafn stóru og stæðilegu liði eins og Úkraínu. „Þetta er mikill barningur í vörninni, en ég hefði viljað keyra meira á þær í seinni, ég get alveg viðurkennt það. En sigur er sigur. Við kláruðum þennan leik. Það var markmiðið og okkur tókst að ná því markmiði og því ætlum við að fagna.“ Að lokum vildi Þórey ekki viðurkenna að hún hafi verið orðin stressuð í lok leiks. „Nei, ég sá að Díana var komin með sjálfstraustið sitt og kominn í gírinn. Ég sagði það á bekknum að hún myndi klára þetta fyrir okkur, sem hún gerði.“
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Fótbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu Fótbolti HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Fleiri fréttir „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Sjá meira