Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. desember 2024 12:46 Selenskí virðist á síðustu vikum og mánuðum vera að gefa aðeins eftir hvað varðar ítrustu markmið Úkraínu í stríðinu við Rússa. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti virðist hafa gefið nokkuð eftir í þeirri afstöðu sinni að Úkraínumenn muni taka allt landsvæði aftur af Rússum með valdi en hann viðurkenndi í viðtali á dögunum að það væri sennilega ómöglegt. „Her okkar skortir styrk til þess. Það er rétt,“ sagði Selenskí í samtali við japönsku fréttastofuna Kyodo News. „Við þurfum að finna diplómatíska lausn“. Selenskí sagði viðræður hins vegar eingöngu geta átt sér stað þegar Úkraína stæði það styrkum fótum að Rússar veigruðu sér við því að ráðast aftur gegn landinu. Yfirráð Rússa ná nú yfir Krímskaga, sem þeir hernumdu árið 2014, og stórra svæði í Donetsk, Kherson, Luhansk og Zaporizhzhia. Forsetinn hefur kallað eftir því að Joe Biden Bandaríkjaforseti sannfæri aðra leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins um að veita Úkraínu inngöngu en hugmyndir hafa verið uppi um að verndarsvæði Nató myndi aðeins ná yfir „frjáls svæði“ landsins og ekki þau sem Rússar hafa náð á sitt vald. Samið yrði um þau. Donald Trump, sem sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna í janúar, hefur sagt að hann muni leysa deiluna á fyrsta degi en John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, gefur lítið fyrir það. „Hann segist ætla á ná Selenskí og Pútín saman í herbergi og að þeir muni leysa deiluna á 24 klukkustundum. Gangi honum vel með það,“ sagði Bolton í viðtali við Sky News. Þá sagði hann að menn ættu að taka hótanir Trump um að ganga úr Nató alvarlegar. Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
„Her okkar skortir styrk til þess. Það er rétt,“ sagði Selenskí í samtali við japönsku fréttastofuna Kyodo News. „Við þurfum að finna diplómatíska lausn“. Selenskí sagði viðræður hins vegar eingöngu geta átt sér stað þegar Úkraína stæði það styrkum fótum að Rússar veigruðu sér við því að ráðast aftur gegn landinu. Yfirráð Rússa ná nú yfir Krímskaga, sem þeir hernumdu árið 2014, og stórra svæði í Donetsk, Kherson, Luhansk og Zaporizhzhia. Forsetinn hefur kallað eftir því að Joe Biden Bandaríkjaforseti sannfæri aðra leiðtoga aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins um að veita Úkraínu inngöngu en hugmyndir hafa verið uppi um að verndarsvæði Nató myndi aðeins ná yfir „frjáls svæði“ landsins og ekki þau sem Rússar hafa náð á sitt vald. Samið yrði um þau. Donald Trump, sem sver embættiseið sem forseti Bandaríkjanna í janúar, hefur sagt að hann muni leysa deiluna á fyrsta degi en John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, gefur lítið fyrir það. „Hann segist ætla á ná Selenskí og Pútín saman í herbergi og að þeir muni leysa deiluna á 24 klukkustundum. Gangi honum vel með það,“ sagði Bolton í viðtali við Sky News. Þá sagði hann að menn ættu að taka hótanir Trump um að ganga úr Nató alvarlegar.
Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira