„Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Jón Þór Stefánsson skrifar 2. desember 2024 17:23 Gunnar Bergmann Jónsson ræðir við huldumann sem sagðist vera svissneskur fjárfestir. Íslensk og erlend náttúruverndarsamtök báðu, að sögn ísraelsks fjölmiðils, ísraelska njósnafyrirtækið Black Cube um að rannsaka mál sem varð tilefni til tálbeituaðgerðar fyrirtækisins sem beindist að Gunnari Bergmann Jónssyni, syni Jóns Gunnarssonar. Blaðamaður ísraelska fjölmiðilsins Ynetnews ræddi við Giora Eiland, fyrrverandi formann öryggisráðs Ísraelsríkis sem í dag starfar sem ráðgjafi fyrir Black Cube. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, hafnar því alfarið að samtökin hafi haft nokkuð að gera með aðgerð Blackcube. Greint hefur verið frá því að huldumaður, sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, á vegum Black Cube hafi átt í samskiptum við Gunnar Bergmann. Undirbúningur ísraelska fyrirtækisins hafi varað um mánaðaskeið, en huldumaðurinn hafi sagst hafa áhuga á að fjárfesta í fasteignum hér á landi. Hann hafi síðan átt fund með Gunnari á Edition-hótelinu í Reykjavík og tekið samskipti þeirra upp. Í upptöku af samskiptunum heyrist Gunnar tala um hvernig Jón faðir hans, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, ætli að veita leyfi til hvalveiða. Töldu Gunnar líklegan til að tala af sér Íslensku og erlendu náttúruverndarsamtökin hafi sett sig í samband við Black Cube til að rannsaka meinta spillingu sem tengdist íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi. „Og það sem við gerðum sem fyrirtæki er það sama og í öllum verkefnum,“ er haft eftir Eiland sem segir Black Cube hafa ráðist í umfangsmikla rannsóknarvinnu í leit að mögulegri glufu. „Þegar við gerum það vekjum við eitt af skuggafyrirtækjum okkar (e. cover companies) og sendum fulltrúa á vettvang sem kann tungumál viðfangsins og kann að framkalla upplýsingarnar sem viðfangið býr yfir. Í þessu tilfelli vissum við að það væri Gunnar, sem er sjálfsöruggur og á það til að slá um sig,“ segir Eiland. Rétt er að taka fram að miðað við upptökurnar á Edition-hótelinu fóru samskipti Gunnars og huldumannsins fram á ensku. Engin muni ræða hvalveiðileyfi í kjölfar aðgerðarinnar Í umfjöllun Ynetnews er fullyrt að aðgerð Black Cube hafi verið gríðarlega árangursrík. Upplýsingarnar sem fram komu hafi valdið miklu fjaðrafoki í íslenskum fjölmiðlum og frestað umræðu um hvalveiðileyfi. Giora Eiland var formaður öryggisráðs Ísraels frá 2004 til 2006. Hér sést hann ásamt Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa árið 2006.EPA „Það er góð tilfinning,“ segir Eiland. „Þessi aðgerð lukkaðist vel og enginn á Íslandi mun ræða um hvalveiðileyfi um hríð.“ Þess má geta að í kjölfar þess að málið kom upp hefur nokkur umræða um útgáfu hvalveiðileyfis farið fram. Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en ákvörðun ráðuneytisins liggur enn ekki fyrir. Íslenska málið forvitnilegt Black Cube er hvað þekktast fyrir að hafa unnið fyrir bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein eftir að fjöldi kvenna sakaði hann um kynferðisofbeldi. Hann nýtti þjónustu fyrirtækisins til að reyna að koma í veg fyrir að New York Times myndi fjalla um mál hans. Það bar þó ekki árangur. Giora segir að eftir mál Weinsteins kom upp hafi Black Cube endurskipulagt það hvernig ákveðið sé hvaða mál fyrirtækið ákveði að taka fyrir. Málin séu litakóðuð. Grænn þýðir að það sé í lagi að taka að sér verkefnið. Rauður þýðir að það sé ekki í lagi. Gulur þýðir að málið sé viðkvæmt en fjárhagslega hagkvæmt. Umræddur Giora situr í sex manna nefnd sem ákvarðar hvaða mál falla undir hvaða lit. Þá segir hann að á hverju ári taki fyrirtækið að sér eitt mál í „góðgerðarskyni“. Málið á Íslandi hafi ekki verið það mál, en fyrirtækinu hafi þótt málið sérstaklega forvitnilegt. Fréttin hefur verið uppfærð. Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Ísrael Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Blaðamaður ísraelska fjölmiðilsins Ynetnews ræddi við Giora Eiland, fyrrverandi formann öryggisráðs Ísraelsríkis sem í dag starfar sem ráðgjafi fyrir Black Cube. Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, hafnar því alfarið að samtökin hafi haft nokkuð að gera með aðgerð Blackcube. Greint hefur verið frá því að huldumaður, sem sagðist vera svissneskur fjárfestir, á vegum Black Cube hafi átt í samskiptum við Gunnar Bergmann. Undirbúningur ísraelska fyrirtækisins hafi varað um mánaðaskeið, en huldumaðurinn hafi sagst hafa áhuga á að fjárfesta í fasteignum hér á landi. Hann hafi síðan átt fund með Gunnari á Edition-hótelinu í Reykjavík og tekið samskipti þeirra upp. Í upptöku af samskiptunum heyrist Gunnar tala um hvernig Jón faðir hans, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, ætli að veita leyfi til hvalveiða. Töldu Gunnar líklegan til að tala af sér Íslensku og erlendu náttúruverndarsamtökin hafi sett sig í samband við Black Cube til að rannsaka meinta spillingu sem tengdist íslenskum stjórnmálum og viðskiptalífi. „Og það sem við gerðum sem fyrirtæki er það sama og í öllum verkefnum,“ er haft eftir Eiland sem segir Black Cube hafa ráðist í umfangsmikla rannsóknarvinnu í leit að mögulegri glufu. „Þegar við gerum það vekjum við eitt af skuggafyrirtækjum okkar (e. cover companies) og sendum fulltrúa á vettvang sem kann tungumál viðfangsins og kann að framkalla upplýsingarnar sem viðfangið býr yfir. Í þessu tilfelli vissum við að það væri Gunnar, sem er sjálfsöruggur og á það til að slá um sig,“ segir Eiland. Rétt er að taka fram að miðað við upptökurnar á Edition-hótelinu fóru samskipti Gunnars og huldumannsins fram á ensku. Engin muni ræða hvalveiðileyfi í kjölfar aðgerðarinnar Í umfjöllun Ynetnews er fullyrt að aðgerð Black Cube hafi verið gríðarlega árangursrík. Upplýsingarnar sem fram komu hafi valdið miklu fjaðrafoki í íslenskum fjölmiðlum og frestað umræðu um hvalveiðileyfi. Giora Eiland var formaður öryggisráðs Ísraels frá 2004 til 2006. Hér sést hann ásamt Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússa árið 2006.EPA „Það er góð tilfinning,“ segir Eiland. „Þessi aðgerð lukkaðist vel og enginn á Íslandi mun ræða um hvalveiðileyfi um hríð.“ Þess má geta að í kjölfar þess að málið kom upp hefur nokkur umræða um útgáfu hvalveiðileyfis farið fram. Fjögur fyrirtæki hafa sótt um leyfi til að stunda hvalveiðar en ákvörðun ráðuneytisins liggur enn ekki fyrir. Íslenska málið forvitnilegt Black Cube er hvað þekktast fyrir að hafa unnið fyrir bandaríska kvikmyndaframleiðandann Harvey Weinstein eftir að fjöldi kvenna sakaði hann um kynferðisofbeldi. Hann nýtti þjónustu fyrirtækisins til að reyna að koma í veg fyrir að New York Times myndi fjalla um mál hans. Það bar þó ekki árangur. Giora segir að eftir mál Weinsteins kom upp hafi Black Cube endurskipulagt það hvernig ákveðið sé hvaða mál fyrirtækið ákveði að taka fyrir. Málin séu litakóðuð. Grænn þýðir að það sé í lagi að taka að sér verkefnið. Rauður þýðir að það sé ekki í lagi. Gulur þýðir að málið sé viðkvæmt en fjárhagslega hagkvæmt. Umræddur Giora situr í sex manna nefnd sem ákvarðar hvaða mál falla undir hvaða lit. Þá segir hann að á hverju ári taki fyrirtækið að sér eitt mál í „góðgerðarskyni“. Málið á Íslandi hafi ekki verið það mál, en fyrirtækinu hafi þótt málið sérstaklega forvitnilegt. Fréttin hefur verið uppfærð.
Valgerður Árnadóttir, talskona Hvalavina, hafnar því alfarið að samtökin hafi haft nokkuð að gera með aðgerð Blackcube.
Upptökur á Reykjavík Edition Hvalveiðar Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Sjálfstæðisflokkurinn Ísrael Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira