Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2024 13:54 Þessar flottu stelpur seldu segla á Grundarfirði í sumar. Vísir/vilhelm Barnabætur verða frá og með næsta ári einnig fyrirframgreiddar á fæðingarári barns í samræmi við nýja reglugerð fjármála- og efnahagsráðherra sem tekur gildi 1. janúar 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins. Í núverandi barnabótakerfi tekur greiðsla barnabóta mið af fjölda barna í lok síðastliðins árs og hafa foreldrar janúarbarna því þurft að bíða í þrettán mánuði eftir fyrstu greiðslu barnabóta í febrúar ári síðar. Nú mun þessi biðtími verða að hámarki fjórir mánuðir. Barnabætur eru greiddar út fjórum sinnum á ári í núverandi kerfi. Fyrstu tvær greiðslur ársins eru fyrirframgreiðslur í febrúar og maí og nema þær helmingi áætlaðra barnabóta ársins. Þær eru dregnar frá útreiknuðum barnabótum ákvörðuðum við álagningu miðað við tekjur á skattframtali og er eftirstöðvunum skipt í tvær greiðslur í júní og október. Fyrirframgreiðsla barnabóta á fæðingarári barns tekur mið af 50% af hámarksfjárhæð barnabóta fyrir hjón og sambúðarfólk og reiknast sem hlutfall af fjárhæð barnabóta sem gilda við álagningu á fæðingarárinu. Fyrirframgreiðsla á fæðingarári barns greiðist eftir atvikum og að hámarki með þremur jöfnum greiðslum á tekjuárinu. Fyrsta fyrirframgreiðsla barnabóta er greidd mánuði eftir lok hvers ársfjórðungs. Með þessu fyrirkomulagi verður fyrirframgreiðslu á fæðingarári barns, ásamt þeim tveimur fyrirframgreiðslum sem þegar eru ákvarðaðar á álagningarári, dreift í þrjú til fimm skipti allt eftir því hvenær barnið fæðist, og kemur fyrirframgreiðsla á fæðingarári barns til frádráttar fyrirframgreiðslum barnabóta næsta árs, þ.e. febrúar- og maígreiðslunum sem nema 50% af áætluðum barnabótum ársins. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Félagsmál Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Í núverandi barnabótakerfi tekur greiðsla barnabóta mið af fjölda barna í lok síðastliðins árs og hafa foreldrar janúarbarna því þurft að bíða í þrettán mánuði eftir fyrstu greiðslu barnabóta í febrúar ári síðar. Nú mun þessi biðtími verða að hámarki fjórir mánuðir. Barnabætur eru greiddar út fjórum sinnum á ári í núverandi kerfi. Fyrstu tvær greiðslur ársins eru fyrirframgreiðslur í febrúar og maí og nema þær helmingi áætlaðra barnabóta ársins. Þær eru dregnar frá útreiknuðum barnabótum ákvörðuðum við álagningu miðað við tekjur á skattframtali og er eftirstöðvunum skipt í tvær greiðslur í júní og október. Fyrirframgreiðsla barnabóta á fæðingarári barns tekur mið af 50% af hámarksfjárhæð barnabóta fyrir hjón og sambúðarfólk og reiknast sem hlutfall af fjárhæð barnabóta sem gilda við álagningu á fæðingarárinu. Fyrirframgreiðsla á fæðingarári barns greiðist eftir atvikum og að hámarki með þremur jöfnum greiðslum á tekjuárinu. Fyrsta fyrirframgreiðsla barnabóta er greidd mánuði eftir lok hvers ársfjórðungs. Með þessu fyrirkomulagi verður fyrirframgreiðslu á fæðingarári barns, ásamt þeim tveimur fyrirframgreiðslum sem þegar eru ákvarðaðar á álagningarári, dreift í þrjú til fimm skipti allt eftir því hvenær barnið fæðist, og kemur fyrirframgreiðsla á fæðingarári barns til frádráttar fyrirframgreiðslum barnabóta næsta árs, þ.e. febrúar- og maígreiðslunum sem nema 50% af áætluðum barnabótum ársins.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Félagsmál Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira