Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2024 13:54 Þessar flottu stelpur seldu segla á Grundarfirði í sumar. Vísir/vilhelm Barnabætur verða frá og með næsta ári einnig fyrirframgreiddar á fæðingarári barns í samræmi við nýja reglugerð fjármála- og efnahagsráðherra sem tekur gildi 1. janúar 2025. Þetta kemur fram í tilkynningu ráðuneytisins. Í núverandi barnabótakerfi tekur greiðsla barnabóta mið af fjölda barna í lok síðastliðins árs og hafa foreldrar janúarbarna því þurft að bíða í þrettán mánuði eftir fyrstu greiðslu barnabóta í febrúar ári síðar. Nú mun þessi biðtími verða að hámarki fjórir mánuðir. Barnabætur eru greiddar út fjórum sinnum á ári í núverandi kerfi. Fyrstu tvær greiðslur ársins eru fyrirframgreiðslur í febrúar og maí og nema þær helmingi áætlaðra barnabóta ársins. Þær eru dregnar frá útreiknuðum barnabótum ákvörðuðum við álagningu miðað við tekjur á skattframtali og er eftirstöðvunum skipt í tvær greiðslur í júní og október. Fyrirframgreiðsla barnabóta á fæðingarári barns tekur mið af 50% af hámarksfjárhæð barnabóta fyrir hjón og sambúðarfólk og reiknast sem hlutfall af fjárhæð barnabóta sem gilda við álagningu á fæðingarárinu. Fyrirframgreiðsla á fæðingarári barns greiðist eftir atvikum og að hámarki með þremur jöfnum greiðslum á tekjuárinu. Fyrsta fyrirframgreiðsla barnabóta er greidd mánuði eftir lok hvers ársfjórðungs. Með þessu fyrirkomulagi verður fyrirframgreiðslu á fæðingarári barns, ásamt þeim tveimur fyrirframgreiðslum sem þegar eru ákvarðaðar á álagningarári, dreift í þrjú til fimm skipti allt eftir því hvenær barnið fæðist, og kemur fyrirframgreiðsla á fæðingarári barns til frádráttar fyrirframgreiðslum barnabóta næsta árs, þ.e. febrúar- og maígreiðslunum sem nema 50% af áætluðum barnabótum ársins. Börn og uppeldi Fjölskyldumál Félagsmál Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Í núverandi barnabótakerfi tekur greiðsla barnabóta mið af fjölda barna í lok síðastliðins árs og hafa foreldrar janúarbarna því þurft að bíða í þrettán mánuði eftir fyrstu greiðslu barnabóta í febrúar ári síðar. Nú mun þessi biðtími verða að hámarki fjórir mánuðir. Barnabætur eru greiddar út fjórum sinnum á ári í núverandi kerfi. Fyrstu tvær greiðslur ársins eru fyrirframgreiðslur í febrúar og maí og nema þær helmingi áætlaðra barnabóta ársins. Þær eru dregnar frá útreiknuðum barnabótum ákvörðuðum við álagningu miðað við tekjur á skattframtali og er eftirstöðvunum skipt í tvær greiðslur í júní og október. Fyrirframgreiðsla barnabóta á fæðingarári barns tekur mið af 50% af hámarksfjárhæð barnabóta fyrir hjón og sambúðarfólk og reiknast sem hlutfall af fjárhæð barnabóta sem gilda við álagningu á fæðingarárinu. Fyrirframgreiðsla á fæðingarári barns greiðist eftir atvikum og að hámarki með þremur jöfnum greiðslum á tekjuárinu. Fyrsta fyrirframgreiðsla barnabóta er greidd mánuði eftir lok hvers ársfjórðungs. Með þessu fyrirkomulagi verður fyrirframgreiðslu á fæðingarári barns, ásamt þeim tveimur fyrirframgreiðslum sem þegar eru ákvarðaðar á álagningarári, dreift í þrjú til fimm skipti allt eftir því hvenær barnið fæðist, og kemur fyrirframgreiðsla á fæðingarári barns til frádráttar fyrirframgreiðslum barnabóta næsta árs, þ.e. febrúar- og maígreiðslunum sem nema 50% af áætluðum barnabótum ársins.
Börn og uppeldi Fjölskyldumál Félagsmál Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira