Austurfrétt vekur athygli á sviptingum í veðri og vísar til mælinga á þremur veðurstöðvum á Austurlandi. Stærsta stökkið á einni klukkustund mældist á Brú á Jökuldal í gærkvöldi þegar hitinn fór úr -15,8 gráðum upp í -4,8 gráður frá klukkan 21 til 22.
Frostið var undir tíu gráðum víðast hvar á Austfjörðum í gær. Vindátt snerist í gær til suðausturs og er hiti á svæðinu víðast hvar yfir frostmarki í dag.