Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Valur Páll Eiríksson skrifar 3. desember 2024 17:56 Hrafnhildur Ósk Skúladóttir hefur notið sín vel með góðum hópum kvenna hér ytra. Vísir/VPE Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, leikjahæsta og markahæsta landsliðskona Íslands frá upphafi, hefur notið sín vel á EM kvenna í handbolta í Innsbruck. Hún hefur mikla trú á íslenska liðinu fyrir úrslitaleik kvöldsins við Þýskaland. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt. Ég er bara svo stolt af þeim. Þetta byrjaði ótrúlega vel gegn Hollandi. Satt að segja töluðum við um það í bílnum á leiðinni, að það að tapa um með minna en tíu væri bara fínt,“ segir Hrafnhildur um væntingarnar fyrir fyrsta leik. Klippa: Fór í bestu handboltaferðina sem gæti orðið enn betri „Svo vorum við í hörkuleik, við það að vinna þær, og ég bjóst ekki við þeirri frammistöðu strax í fyrsta leik. Maður sér það líka á liðinu, maður er farinn að hafa svo mikla trú núna. Svo var frábær síðasti leikur og núna er maður ótrúlega bjartsýnn fyrir leikinn á eftir,“ segir Hrafnhildur. Leik Íslands og Þýskalands verður lýst beint hér. Hún er hér í för ásamt systrum sínum í góðum hópi kvenna. Þær hafa skíðað á daginn og skutlast yfir til Innsbruck fyrir leiki Íslands á kvöldin. Óhætt er að segja að ferðin hafi verið vel heppnuð. „Við fundum bara besta skíðasvæðið og erum bara búnar að vera á skíðum. Heiðskírt og sól, og í sturluðu færi. Þetta er örugglega tíu sinnum betra heldur flestar handboltaferðir sem aðrir hafa farið í,“ segir Hrafnhildur. Hún var hluti af íslenska liðinu sem vann Þjóðverja á HM 2011, en sá leikur var rifjaður upp á Vísi fyrr í dag. Magnaður viðsnúningur var í þeim leik þar sem þýska liðið hrundi gjörsamlega þegar leið á. Hún útilokar ekki svipaðan leik í kvöld. „Við Rakel [Dögg Bragadóttir, fyrrum landsliðskona, sem er með í för hér ytra] vorum einmitt að ræða þetta í fyrradag. Það er leikur sem við lendum undir, 12-4, og allir aðrir voru búnir að kasta inn handklæðinu. Við unnum með sex mörkum,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Erum við ekki bara að fara taka sama í dag? Þær byrjuðu svakalega vel gegn Hollendingunum. Ég held að þær byrji með svakalegu trukki, við lendum undir, en svo held ég að við endurtökum leikinn. Það gerist það sama og gerðist á HM 2011.“ Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld en bein textalýsing hefst klukkan 18:30 á Vísi. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Innsbruck „Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt. Ég er bara svo stolt af þeim. Þetta byrjaði ótrúlega vel gegn Hollandi. Satt að segja töluðum við um það í bílnum á leiðinni, að það að tapa um með minna en tíu væri bara fínt,“ segir Hrafnhildur um væntingarnar fyrir fyrsta leik. Klippa: Fór í bestu handboltaferðina sem gæti orðið enn betri „Svo vorum við í hörkuleik, við það að vinna þær, og ég bjóst ekki við þeirri frammistöðu strax í fyrsta leik. Maður sér það líka á liðinu, maður er farinn að hafa svo mikla trú núna. Svo var frábær síðasti leikur og núna er maður ótrúlega bjartsýnn fyrir leikinn á eftir,“ segir Hrafnhildur. Leik Íslands og Þýskalands verður lýst beint hér. Hún er hér í för ásamt systrum sínum í góðum hópi kvenna. Þær hafa skíðað á daginn og skutlast yfir til Innsbruck fyrir leiki Íslands á kvöldin. Óhætt er að segja að ferðin hafi verið vel heppnuð. „Við fundum bara besta skíðasvæðið og erum bara búnar að vera á skíðum. Heiðskírt og sól, og í sturluðu færi. Þetta er örugglega tíu sinnum betra heldur flestar handboltaferðir sem aðrir hafa farið í,“ segir Hrafnhildur. Hún var hluti af íslenska liðinu sem vann Þjóðverja á HM 2011, en sá leikur var rifjaður upp á Vísi fyrr í dag. Magnaður viðsnúningur var í þeim leik þar sem þýska liðið hrundi gjörsamlega þegar leið á. Hún útilokar ekki svipaðan leik í kvöld. „Við Rakel [Dögg Bragadóttir, fyrrum landsliðskona, sem er með í för hér ytra] vorum einmitt að ræða þetta í fyrradag. Það er leikur sem við lendum undir, 12-4, og allir aðrir voru búnir að kasta inn handklæðinu. Við unnum með sex mörkum,“ segir Hrafnhildur og bætir við: „Erum við ekki bara að fara taka sama í dag? Þær byrjuðu svakalega vel gegn Hollendingunum. Ég held að þær byrji með svakalegu trukki, við lendum undir, en svo held ég að við endurtökum leikinn. Það gerist það sama og gerðist á HM 2011.“ Fram undan hjá íslenska liðinu er hreinn úrslitaleikur við Þýskaland um það hvort liðanna fer áfram í milliriðil í Vínarborg. Leikurinn er klukkan 19:30 í kvöld en bein textalýsing hefst klukkan 18:30 á Vísi.
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti „Þetta var allsherjar klúður þarna“ Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Lofar því að fá sér kengúru húðflúr Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Fleiri fréttir „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ HM í dag: Bitur Króati og blaðamenn í brasi Gaf tvær stoðsendingar í fyrri hálfleik þrátt fyrir að koma ekkert inn á „Óheppni ef þú gerir þetta einu sinni en síendurtekið er þetta bara lélegt“ Segir áhorfendatölur á HM ýktar: „Leið eins og það væru svona fimm hundruð“ Lætur ekki glepjast þrátt fyrir þrettán marka sigur: „Hafa ekki efni á þessu“ Myndasyrpa úr stórsigri strákanna í fyrsta leik á HM Skýrsla Vals: Píptest og svefnlyf „Mjög skemmtilegt og sérstaklega á móti Íslandi“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Grænhöfðaeyjum: Hlaðborð fyrir hornamennina Töfræðin á móti Grænhöfðaeyjum: Orri nýtti allt sitt í fyrsta HM-leiknum „Þetta tók eina eða tvær sóknir en svo var ég rólegur“ „Þeir eru ekki með lélega handboltamenn“ Engin óvænt tíðindi en stórsigrar á HM í kvöld Umfjöllun: Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 | Strákarnir okkar stungu strax af Stórsigur hjá Slóvenum í fyrsta leik okkar riðils Myndaveisla: Fámenn en góðmenn upphitun í Zagreb Ásgeir Örn um landsliðið: „Þeir hafa ekkert getað ennþá“ Ánægja með Dag og hetjan hyllt Svona var HM-Pallborðið „Þeir eru mjög óagaðir“ Sjá meira