„Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Sindri Sverrisson skrifar 3. desember 2024 21:43 Arnar Pétursson gengur stoltur frá EM enda íslenska liðið tekið greinilegum framförum þrátt fyrir skellinn í kvöld. Getty/Marco Wolf Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. Eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leik gegn Hollandi, og sigur gegn Úkraínu á sunnudag, varð Ísland að sætta sig við ellefu marka tap gegn Þýskalandi í kvöld og er því á heimleið af mótinu. „Þetta var bara erfiður leikur og við vorum í töluverðu brasi lengi vel. En ég held að ég jafni mig nú ansi fljótt. Ef maður horfir á mótið í heild sinni og hvað við höfum gert þá… ég er alla vega ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér,“ segir Arnar í samtali við Vísi í Innsbruck en viðtalið við hann má sjá hér neðar í greininni. „Þetta var bara erfiður leikur og við vorum í töluverðu brasi lengi vel. En ég held að ég jafni mig nú ansi fljótt. Ef maður horfir á mótið í heild sinni og hvað við höfum gert þá… ég er alla vega ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér,“ segir Arnar í samtali við Vísi í Innsbruck. „Þurfum að læra helling af þessu“ Ísland hékk í þýska liðinu í fyrri hálfleik og munurinn var aðeins þrjú mörk snemma í seinni hálfleik, en svo stungu Þjóðverjar af. „Þær eru eitt af bestu liðum heims, í þessum elítuklúbbi, og bara betri en við. Það er bara þannig. Við erum ekki endilega að horfa í þann pakka þegar við horfum til næstu 3-4 ára. Okkur langaði að þoka okkur upp listann en við lentum í vegg á móti þeim. Þær eru sterkar maður á mann og við lentum í brasi með að finna leiðir framhjá þeim. Það er kannski bara staðan núna. Við þurfum að læra helling af þessum leik og nýta hann í næstu skref. Auðvitað þurfum við aðeins að skoða hvað við gerðum og það eru hlutir þarna sem við hefðum getað gert öðruvísi. Við lærum af þessu og ég er sannfærður um það,“ segir Arnar. Vill tala Þóreyju Rósu til: Heldur betur sjónarsviptir Beðinn um að gera upp mótið í heild sagði hann: „Ég er í heildina mjög stoltur af því sem við gerðum hérna. Stoltur af stelpunum. Þær eru að koma á sitt fyrsta EM, okkar fyrsta EM í tólf ár, og við unnum fyrsta sigurinn. Við skrifuðum þá sögu og fórum inn í úrslitaleik við eitt af bestu liðum heims. Hann var erfiður eins og búast mátti við, en í heildina er ég sáttur við það sem við gerðum og stoltur af stelpunum.“ Þórey Rósa Stefánsdóttir sagði í viðtali við Vísi að hennar ferli með landsliðinu væri nú lokið. Arnari líst ekkert á það: „Ég vona að ég nái að tala hana eitthvað til því Þórey Rósa er frábær. Það er svo margt sem hún gerir sem kannski ekki allir átta sig á. Hún hleypur mest í hverjum einasta leik, skilar sér vel til baka sem á móti svona liðum er ómetanlegt. Frábær í hóp. Það verður heldur betur sjónarsviptir af henni ef þetta reynist hennar síðasti leikur.“ Klippa: Arnar eftir síðasta leik á EM Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira
Eftir frábæra frammistöðu í fyrsta leik gegn Hollandi, og sigur gegn Úkraínu á sunnudag, varð Ísland að sætta sig við ellefu marka tap gegn Þýskalandi í kvöld og er því á heimleið af mótinu. „Þetta var bara erfiður leikur og við vorum í töluverðu brasi lengi vel. En ég held að ég jafni mig nú ansi fljótt. Ef maður horfir á mótið í heild sinni og hvað við höfum gert þá… ég er alla vega ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér,“ segir Arnar í samtali við Vísi í Innsbruck en viðtalið við hann má sjá hér neðar í greininni. „Þetta var bara erfiður leikur og við vorum í töluverðu brasi lengi vel. En ég held að ég jafni mig nú ansi fljótt. Ef maður horfir á mótið í heild sinni og hvað við höfum gert þá… ég er alla vega ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér,“ segir Arnar í samtali við Vísi í Innsbruck. „Þurfum að læra helling af þessu“ Ísland hékk í þýska liðinu í fyrri hálfleik og munurinn var aðeins þrjú mörk snemma í seinni hálfleik, en svo stungu Þjóðverjar af. „Þær eru eitt af bestu liðum heims, í þessum elítuklúbbi, og bara betri en við. Það er bara þannig. Við erum ekki endilega að horfa í þann pakka þegar við horfum til næstu 3-4 ára. Okkur langaði að þoka okkur upp listann en við lentum í vegg á móti þeim. Þær eru sterkar maður á mann og við lentum í brasi með að finna leiðir framhjá þeim. Það er kannski bara staðan núna. Við þurfum að læra helling af þessum leik og nýta hann í næstu skref. Auðvitað þurfum við aðeins að skoða hvað við gerðum og það eru hlutir þarna sem við hefðum getað gert öðruvísi. Við lærum af þessu og ég er sannfærður um það,“ segir Arnar. Vill tala Þóreyju Rósu til: Heldur betur sjónarsviptir Beðinn um að gera upp mótið í heild sagði hann: „Ég er í heildina mjög stoltur af því sem við gerðum hérna. Stoltur af stelpunum. Þær eru að koma á sitt fyrsta EM, okkar fyrsta EM í tólf ár, og við unnum fyrsta sigurinn. Við skrifuðum þá sögu og fórum inn í úrslitaleik við eitt af bestu liðum heims. Hann var erfiður eins og búast mátti við, en í heildina er ég sáttur við það sem við gerðum og stoltur af stelpunum.“ Þórey Rósa Stefánsdóttir sagði í viðtali við Vísi að hennar ferli með landsliðinu væri nú lokið. Arnari líst ekkert á það: „Ég vona að ég nái að tala hana eitthvað til því Þórey Rósa er frábær. Það er svo margt sem hún gerir sem kannski ekki allir átta sig á. Hún hleypur mest í hverjum einasta leik, skilar sér vel til baka sem á móti svona liðum er ómetanlegt. Frábær í hóp. Það verður heldur betur sjónarsviptir af henni ef þetta reynist hennar síðasti leikur.“ Klippa: Arnar eftir síðasta leik á EM
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Fleiri fréttir Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Sjá meira