Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. desember 2024 21:53 Elín Rósa Magnúsdóttir í leiknum við Hollendinga, í frumraun sinni á EM. Getty/Henk Seppen Elín Rósa Magnúsdóttir var að vonum svekkt eftir að íslenska landsliðið féll úr leik í kvöld gegn Þýskalandi. Lokatölur 19-30, en Elín Rósa lítur þó björtum augum á mótið í heild og á framtíð landsliðsins. Aðspurð hvernig sér liði beint eftir leik hafði Elín Rósa þetta að segja. „Ekkert sérstaklega vel sko, en það er margt gott sem hægt er að taka út úr þessu og þetta er bara hörku lið og voru bara betri í dag.“ Elín Rósa segir fátt hafa komið íslenska liðinu á óvart við spilamennsku þeirra þýsku í kvöld og segir heppnina ekki hafa verið með íslenska liðinu í liði í leiknum. „Nei svo sem ekki sko. Þær náttúrulega keyra grimmt og við missum boltann svolítið. Líka bara óheppnar með skot þegar að við erum að spila sjö á sex. Elín Klara átti frábær skot, allavegana tvö, sem að hefðu alveg getað verið inni. En í staðinn fáum við mark í bakið sem er náttúrulega bara mjög súrt.“ Vörn þýska liðsins var firna sterk allan leikinn og áttu íslensku stelpurnar í erfiðleikum með að brjóta hana á bak aftur. „Þær eru mjög stórar og sterkar og góðar einn á einn og eru góðar á stóru plássi. Við náðum samt alveg að komast í gegnum þær þegar boltinn fékk að rúlla en hann kannski stoppaði of oft. Það er erfitt að segja svona beint eftir leik.“ Elín Rósa gengur sátt frá borði eftir mótið þrátt fyrir vonbrigði kvöldsins. „Við náðum okkar svona helsta markmiði að vinna fyrsta leikinn okkar á EM, sem er náttúrulega bara risastórt fyrir okkur. Stórt markmið sem við loksins náðum og hvað þá að vera hérna á EM. Úr því sem komið var þá langaði okkur í meira og við vorum ekkert saddar. En við erum ótrúlega stoltar af okkur og hvernig við komum inn í mótið.“ Aðspurð hvort liðið ætli sér ekki á næsta stórmót, þá stóð ekki á svörum. „Bara hundrað prósent.“ Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43 Þórey Rósa leggur landsliðsskóna á hilluna Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
Aðspurð hvernig sér liði beint eftir leik hafði Elín Rósa þetta að segja. „Ekkert sérstaklega vel sko, en það er margt gott sem hægt er að taka út úr þessu og þetta er bara hörku lið og voru bara betri í dag.“ Elín Rósa segir fátt hafa komið íslenska liðinu á óvart við spilamennsku þeirra þýsku í kvöld og segir heppnina ekki hafa verið með íslenska liðinu í liði í leiknum. „Nei svo sem ekki sko. Þær náttúrulega keyra grimmt og við missum boltann svolítið. Líka bara óheppnar með skot þegar að við erum að spila sjö á sex. Elín Klara átti frábær skot, allavegana tvö, sem að hefðu alveg getað verið inni. En í staðinn fáum við mark í bakið sem er náttúrulega bara mjög súrt.“ Vörn þýska liðsins var firna sterk allan leikinn og áttu íslensku stelpurnar í erfiðleikum með að brjóta hana á bak aftur. „Þær eru mjög stórar og sterkar og góðar einn á einn og eru góðar á stóru plássi. Við náðum samt alveg að komast í gegnum þær þegar boltinn fékk að rúlla en hann kannski stoppaði of oft. Það er erfitt að segja svona beint eftir leik.“ Elín Rósa gengur sátt frá borði eftir mótið þrátt fyrir vonbrigði kvöldsins. „Við náðum okkar svona helsta markmiði að vinna fyrsta leikinn okkar á EM, sem er náttúrulega bara risastórt fyrir okkur. Stórt markmið sem við loksins náðum og hvað þá að vera hérna á EM. Úr því sem komið var þá langaði okkur í meira og við vorum ekkert saddar. En við erum ótrúlega stoltar af okkur og hvernig við komum inn í mótið.“ Aðspurð hvort liðið ætli sér ekki á næsta stórmót, þá stóð ekki á svörum. „Bara hundrað prósent.“
Landslið kvenna í handbolta EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43 Þórey Rósa leggur landsliðsskóna á hilluna Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33 Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Fleiri fréttir Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Sjá meira
„Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ Arnar Pétursson segist ekki ætla að láta tapið stóra gegn Þýskalandi, í lokaleiknum á EM kvenna í handbolta, sitja í sér. Liðið hafi tekið ný skref á mótinu og muni læra helling. 3. desember 2024 21:43
Þórey Rósa leggur landsliðsskóna á hilluna Þórey Rósa Stefánsdóttir hefur að öllum líkindum leikið sinn síðasta landsleik fyrir Íslands hönd. Þessu greindi hún frá í samtali við íþróttadeild. 3. desember 2024 21:33
Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Ísland er fallið úr leik á Evrópumótinu í handbolta. Varð það ljóst eftir ellefu marka tap gegn Þýskalandi í úrslitaleik um hvort liðið færi áfram í milliriðla. Lokatölur 19-30 þar sem íslensku stelpurnar áttu við ramman reip að draga. 3. desember 2024 21:20