Í yfirlýsingu frá borginni segir að í fjárhagsáætlun fyrir 2025 og fimm ára áætlun borgaryfirvalda hafi verið samþykkt um klukkan 23:02, eftir rúmlega ellefu tíma umræður.
Samkvæmt áætluninni er gert ráð fyrir tæplega 1,3 milljarða króna jákvæðri rekstrarniðurstöðu A-hluta og að sá hluti muni fara batnandi út áætlunartímabilið.
Fjárhagsáætlunin var lögð fram til fyrri umræðu í borgarstjórn í nóvember.
„Þetta er metnaðarfull áætlun sem felur það í sér að það er verið að fjárfesta í fólkinu í borginni, fjölskyldunum, velferð þeirra og öryggi – og horft til framtíðar,“ er haft eftir Einar Þorsteinssyni, borgarstjóra, frá upphafi umræðunnar í borgarstjórn.
Hann mun einnig hafa sagt að þær aðgerðir sem farið var í í upphafi kjörtímabilsins til að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu hafi skilað árangri.
„Við höldum áfram að vaxa út úr vandanum sem við höfum verið að takast á við frá upphafi kjörtímabilsins. Fáir trúðu því að okkur tækist að snúa um 16 milljarða halla í afgang á svo skömmum tíma en það hefur tekist með agaðri fjármálastjórn og samvinnu innan meirihlutans.“
Áhugasamir geta horft á allan fund borgarstjórnar í spilaranum hér að neðan.