Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar 4. desember 2024 09:33 Hræðsluáróður að Evrópusambandið ætli að hirða upp allar auðlindir Íslands ef til aðildar kæmi dúkkaði upp í kringum kosningarnar. Sérstaklega hefur verið haldið á lofti þeirri gömlu mýtu að ESB myndi neyða Íslendinga til að leggja sæstreng til Evrópu. Þar með myndi bæði orka fara út landi og raforkuverð hækka hér á landi. Ekki hafa verið færð nein rök fyrir því hvernig í ósköpunum ESB ætli að geta þvingað Íslendinga til að samþykkja slíkan gjörning! Halda menn virkilega að ESB myndi eyða hátt í 1000 millljörðum án samráðs við íslensk stjórnvöld og dúkka hér upp við land með rafstreng og heimta að fá að stinga í samband? Enginn stjórnmálaflokkur, hagsmunasamtök, stofnanir eða fyrirtæki hafa lýst yfir stuðningi við slík áform. Eina hreyfingin í þá átt var þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setti málið á dagskrá þegar David Cameron forsætisráðherra Breta kom í opinbera heimsókn hingað til lands árið 2015. Málið var fljótlega slegið út af borðinu því lagning slíks orkustreng er mjög dýr og tæknilega erfið þannig að erfitt væri að sjá skynsemi slíkrar framkvæmdar. Ef aðstæður myndu hins vegar breytast væri það alltaf á forræði íslenskra stjórnvalda að ákveða hvernig og á hvaða forsendum það yrði gert. Í því sambandi má benda á að langflestir íslenskir stjórmálamenn lýstu því yfir í undangenginni kosningabaráttu að við ætum að nýta nýja orkukosti hér innanlands á næstu áratugum til að efla íslensktatvinnulíf. Íslendingar stjórna því hér ferðinni og það mun ekkert breytast þótt við sæktum um aðild að ESB. Evrópusambandið er samband fullvalda ríkja og það gengur út á gagnkvæma virðingu fyrir eignarrétti. ESB hefur aldrei gengið gegn grundvallarhagsmunum neinna aðildaþjóða sinna. Svíar hafa til dæmis fulla stjórn á sínu járngrýti, Finnar yfir skógunum sínum, Bretar höfðu full yfirráð yfir olíulindum sínum og Ítalir ráða hvernig ólívuolíuframleiðslu sinni er háttað. ESB myndi því aldrei ganga gegn okkar hagsmunum í þessu tilfelli. Valdið er okkar. Það er ljótur leikur að hræða almenning með órökstuddum fullyrðingum. Hefjum umræðuna um kosti og galla ESB aðildar án þess að grípa til hræðsluáróðurs sem einungis er til að skemmta skrattanum. Andstæðingar ESB aðildar hljóta geta höfðað til hins upplýsta en ekki haldið á lofti órökstuddu lýðskrumi. Höfundur er með M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og er áhugamaður um Evrópumál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Utanríkismál Evrópusambandið Sæstrengir Andrés Pétursson Mest lesið Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Sjá meira
Hræðsluáróður að Evrópusambandið ætli að hirða upp allar auðlindir Íslands ef til aðildar kæmi dúkkaði upp í kringum kosningarnar. Sérstaklega hefur verið haldið á lofti þeirri gömlu mýtu að ESB myndi neyða Íslendinga til að leggja sæstreng til Evrópu. Þar með myndi bæði orka fara út landi og raforkuverð hækka hér á landi. Ekki hafa verið færð nein rök fyrir því hvernig í ósköpunum ESB ætli að geta þvingað Íslendinga til að samþykkja slíkan gjörning! Halda menn virkilega að ESB myndi eyða hátt í 1000 millljörðum án samráðs við íslensk stjórnvöld og dúkka hér upp við land með rafstreng og heimta að fá að stinga í samband? Enginn stjórnmálaflokkur, hagsmunasamtök, stofnanir eða fyrirtæki hafa lýst yfir stuðningi við slík áform. Eina hreyfingin í þá átt var þegar ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar setti málið á dagskrá þegar David Cameron forsætisráðherra Breta kom í opinbera heimsókn hingað til lands árið 2015. Málið var fljótlega slegið út af borðinu því lagning slíks orkustreng er mjög dýr og tæknilega erfið þannig að erfitt væri að sjá skynsemi slíkrar framkvæmdar. Ef aðstæður myndu hins vegar breytast væri það alltaf á forræði íslenskra stjórnvalda að ákveða hvernig og á hvaða forsendum það yrði gert. Í því sambandi má benda á að langflestir íslenskir stjórmálamenn lýstu því yfir í undangenginni kosningabaráttu að við ætum að nýta nýja orkukosti hér innanlands á næstu áratugum til að efla íslensktatvinnulíf. Íslendingar stjórna því hér ferðinni og það mun ekkert breytast þótt við sæktum um aðild að ESB. Evrópusambandið er samband fullvalda ríkja og það gengur út á gagnkvæma virðingu fyrir eignarrétti. ESB hefur aldrei gengið gegn grundvallarhagsmunum neinna aðildaþjóða sinna. Svíar hafa til dæmis fulla stjórn á sínu járngrýti, Finnar yfir skógunum sínum, Bretar höfðu full yfirráð yfir olíulindum sínum og Ítalir ráða hvernig ólívuolíuframleiðslu sinni er háttað. ESB myndi því aldrei ganga gegn okkar hagsmunum í þessu tilfelli. Valdið er okkar. Það er ljótur leikur að hræða almenning með órökstuddum fullyrðingum. Hefjum umræðuna um kosti og galla ESB aðildar án þess að grípa til hræðsluáróðurs sem einungis er til að skemmta skrattanum. Andstæðingar ESB aðildar hljóta geta höfðað til hins upplýsta en ekki haldið á lofti órökstuddu lýðskrumi. Höfundur er með M.Sc. gráðu í Evrópufræðum frá London School of Economics og er áhugamaður um Evrópumál.
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar