Taka sér hlé hvort frá öðru Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. desember 2024 10:52 Barry Keoghan og Sabrina Carpenter saman á rauða dreglinum á Met Gala í maí. Kevin Mazur/MG24/Getty Images Bandaríska söngkonan Sabrina Carpenter og írski leikarinn Barry Keoghan hafa ákveðið að taka sér hlé hvort frá öðru. Þau hafa verið að stinga saman nefjum í tæpt ár. Þetta kemur fram í umfjöllun People. Þar er haft eftir ónefndum vini þeirra að þau hafi ákveðið að kalla þetta gott en þau sáust fyrst saman á stefnumóti í desember í fyrra. „Þau eru bæði ung og að einbeita sér að sínum ferli, þannig þau hafa ákveðið að taka sér hlé frá sambandinu,“ segir vinurinn. Ofurparið kynntist fyrst í september í fyrra í tískuviku í París þar sem þau mættu bæði á sýningu Givenchy tískuhússins. Þau hafa síðan reglulega sést saman og verið dugleg að tjá sig um hvort annað á samfélagsmiðlum og í kjötheimum. Þannig mætti Írinn á Coachella þar sem hans kona var að spila og gegndi síðar aðalhlutverki í tónlistarmyndbandi hennar við lagið Please Please Please sem kom út í júní. Valdi Keoghan því hann sat við hliðina á henni Carpenter hefur áður tjáð sig um veru leikarans þar og sagt að hún hafi verið að velta fyrir sér hvaða stórleikara hún gæti fengið í myndbandið. Það hafi verið einfaldast að velja Keoghan þar sem hann hafi setið við hliðina á henni þegar hún var að velta þessu fyrir sér. Hún hafi lagt þetta til og hann slegið til. Keoghan hefur síðar hrósað henni í hástert á opinberum vettvangi. Þannig ræddi hann í hlaðvarpsþætti í nóvember að hann væri stoltur af Carpenter eftir að hún var tilnefnd til sex verðlauna. Þá sagðist hann þurfa að drífa sig í símann til að ná á hana. „Ég veit ekki um neinn sem leggur harðar að sér. Maður er kjaftstopp þegar maður fylgist með henni vinna og þeim viðmiðum sem hún setur sér. Sérstaklega í þessu tónlistarmyndbandi, hún bara er með þessa sýn. Hún veit hvað hún vill.“ Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun People. Þar er haft eftir ónefndum vini þeirra að þau hafi ákveðið að kalla þetta gott en þau sáust fyrst saman á stefnumóti í desember í fyrra. „Þau eru bæði ung og að einbeita sér að sínum ferli, þannig þau hafa ákveðið að taka sér hlé frá sambandinu,“ segir vinurinn. Ofurparið kynntist fyrst í september í fyrra í tískuviku í París þar sem þau mættu bæði á sýningu Givenchy tískuhússins. Þau hafa síðan reglulega sést saman og verið dugleg að tjá sig um hvort annað á samfélagsmiðlum og í kjötheimum. Þannig mætti Írinn á Coachella þar sem hans kona var að spila og gegndi síðar aðalhlutverki í tónlistarmyndbandi hennar við lagið Please Please Please sem kom út í júní. Valdi Keoghan því hann sat við hliðina á henni Carpenter hefur áður tjáð sig um veru leikarans þar og sagt að hún hafi verið að velta fyrir sér hvaða stórleikara hún gæti fengið í myndbandið. Það hafi verið einfaldast að velja Keoghan þar sem hann hafi setið við hliðina á henni þegar hún var að velta þessu fyrir sér. Hún hafi lagt þetta til og hann slegið til. Keoghan hefur síðar hrósað henni í hástert á opinberum vettvangi. Þannig ræddi hann í hlaðvarpsþætti í nóvember að hann væri stoltur af Carpenter eftir að hún var tilnefnd til sex verðlauna. Þá sagðist hann þurfa að drífa sig í símann til að ná á hana. „Ég veit ekki um neinn sem leggur harðar að sér. Maður er kjaftstopp þegar maður fylgist með henni vinna og þeim viðmiðum sem hún setur sér. Sérstaklega í þessu tónlistarmyndbandi, hún bara er með þessa sýn. Hún veit hvað hún vill.“
Hollywood Ástin og lífið Mest lesið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fleiri fréttir Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Sjá meira