Konfektið í hæstu hæðum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. desember 2024 20:02 Benjamín Julian verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir konfektið verða dýrt um jólin. Vísir/Einar Iceland verslunarkeðjan hækkar verðlag mest allra matvöruverslanna hér á landi milli ára eða um tíu prósent. Hástökkvari meðal birgja er súkkulaðiframleiðandinn Nói Síríus. Verkefnastjóri hjá ASÍ segir að þó vöruverð hafi hækkað ofsalega síðustu ár sé með skynsemi hægt að gera þolanleg innkaup. Frá nóvember í fyrra til nóvember í ár hefur verðlag í Iceland hækkað um 10%, mun meira en í öðrum verslunum. Á sama tímabili hefur verðlag lækkað í Nettó, ólíkt öðrum matvöruverslunum. Verðlagseftirlit ASÍ er að venju á vaktinni sem Benjamín Julian stýrir. „Búðirnar sem mest er verslað í eru allar að hækka verð í takt við verðbólgu síðasta árið. Nettó sker sig úr og hefur lækkað verð á milli ára. Þá hækkar Iceland langmest,“ segir Benjamín. Verðbreytingar verslanna milli ára.Vísir Prís enn þá lægst Verðlagseftirlitið gerir líka samanburð á verði milli verslana. Prís er ódýrasta verslunin, svo Bónus, Krónan og fjórða keðjan er Nettó sem er að lækka sig almennt á þeim vörum sem fást líka í öðrum verslunum,“ segir hann Súkkulaði í hæstu hæðum Sé horft á verðþróun síðustu tólf mánaða mælist mikill munur á verðþróun eftir vöruflokkum og framleiðendum. Vörur frá Nóa Síríus hækkuðu um 24% í Bónus og um 22% í Krónunni milli ára. Vörur frá Xtra hækkuðu um 19% í Nettó og 22% í Kjörbúðinni. Nói Síríus hækkar mest.Vísir „Súkkulaði er bara orðið alveg óheyrilega dýrt. Innlent og erlent og allir framleiðendur. Nói Síríus hefur hækkað langmest milli ára það sést á konfektinu sem er bara selt nú um hátíðirnar og það gildir það sama um Lindukonfekti,“ segir hann. Vörur frá Sölufélagi garðyrkjumanna hækka líka mikið. „Sölufélag garðyrkjumanna þarf að útskýra hvers vegna fyrirtækið hækkar næst mest eða um þurfa að útskýra hvers vegna það er að gerast hjá þeim. Þeir hafa hækkað næst mest eða um ríflega tíu prósent milli ára,“ segir hann. Aðspurður hvernig best sé að haga innkaupum fyrir jólin svarar Benjamín: „Ef maður verslar skynsamlega þá er hægt að gera þolanleg innkaup þó allt hafi hækkað alveg ofsalega síðustu 3-4 ár. Ég mæli með að gera verðsamanburð í appinu okkar Napp.is.“ Verðlag Verslun Fjármál heimilisins ASÍ Matvöruverslun Neytendur Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Frá nóvember í fyrra til nóvember í ár hefur verðlag í Iceland hækkað um 10%, mun meira en í öðrum verslunum. Á sama tímabili hefur verðlag lækkað í Nettó, ólíkt öðrum matvöruverslunum. Verðlagseftirlit ASÍ er að venju á vaktinni sem Benjamín Julian stýrir. „Búðirnar sem mest er verslað í eru allar að hækka verð í takt við verðbólgu síðasta árið. Nettó sker sig úr og hefur lækkað verð á milli ára. Þá hækkar Iceland langmest,“ segir Benjamín. Verðbreytingar verslanna milli ára.Vísir Prís enn þá lægst Verðlagseftirlitið gerir líka samanburð á verði milli verslana. Prís er ódýrasta verslunin, svo Bónus, Krónan og fjórða keðjan er Nettó sem er að lækka sig almennt á þeim vörum sem fást líka í öðrum verslunum,“ segir hann Súkkulaði í hæstu hæðum Sé horft á verðþróun síðustu tólf mánaða mælist mikill munur á verðþróun eftir vöruflokkum og framleiðendum. Vörur frá Nóa Síríus hækkuðu um 24% í Bónus og um 22% í Krónunni milli ára. Vörur frá Xtra hækkuðu um 19% í Nettó og 22% í Kjörbúðinni. Nói Síríus hækkar mest.Vísir „Súkkulaði er bara orðið alveg óheyrilega dýrt. Innlent og erlent og allir framleiðendur. Nói Síríus hefur hækkað langmest milli ára það sést á konfektinu sem er bara selt nú um hátíðirnar og það gildir það sama um Lindukonfekti,“ segir hann. Vörur frá Sölufélagi garðyrkjumanna hækka líka mikið. „Sölufélag garðyrkjumanna þarf að útskýra hvers vegna fyrirtækið hækkar næst mest eða um þurfa að útskýra hvers vegna það er að gerast hjá þeim. Þeir hafa hækkað næst mest eða um ríflega tíu prósent milli ára,“ segir hann. Aðspurður hvernig best sé að haga innkaupum fyrir jólin svarar Benjamín: „Ef maður verslar skynsamlega þá er hægt að gera þolanleg innkaup þó allt hafi hækkað alveg ofsalega síðustu 3-4 ár. Ég mæli með að gera verðsamanburð í appinu okkar Napp.is.“
Verðlag Verslun Fjármál heimilisins ASÍ Matvöruverslun Neytendur Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira