„Aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2024 07:02 Kevin De Bruyne og Pep Guardiola þvertaka fyrir að brestir séu komnir í samstarf þeirra. getty/Michael Regan Kevin De Bruyne gaf lítið fyrir umræðuna um meint ósætti þeirra Peps Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, eftir sigurinn á Nottingham Forest Eftir að hafa leikið sjö leiki í röð án þess að vinna sigraði City Forest í ensku úrvalsdeildinni í gær, 3-0. De Bruyne lagði fyrsta mark City upp og skoraði annað markið sjálfur. Talsvert hefur verið rætt og ritað um meint ósætti De Bruynes og Guardiolas en þeir Gary Neville og Jamie Carragher telja að eitthvað hafi komið upp á í sambandi City-mannanna og vísuðu til þess hversu lítið Belginn spilaði í tapinu fyrir Liverpool, 2-0. Guardiola blés á allar slíkar vangaveltur á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Forest. „Fólk segir að það sé eitthvað vandamál á milli mín og Kevin. Haldið þið að mér finnist gaman að spila án Kevins? Að ég vilji ekki nota Kevin? Manninn sem hefur mesta hæfileika allra á fremsta þriðjungnum. Að ég vilji það ekki? Að ég eigi í persónulegu vandamáli gagnvart honum eftir níu ár saman?“ spurði Guardiola. „Hann hefur fært mér mesta árangur í sögu þessa félags. Ég vil ólmur fá hann aftur upp á sitt besta. En hann var frá keppni vegna meiðsla í fimm mánuði og svo í tvo mánuði. Hann er 33 ára gamall. Hann þarf tíma til að ná fram sínu besta.“ De Bruyne segir af og frá að þeir Guardiola séu ósáttir við hvorn annan. „Ég veit að margt hefur verið sagt. Það hafa aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep. Hann veit að ég hef átt í vandræðum,“ sagði De Bruyne sem var í byrjunarliði City í gær, í fyrsta sinn síðan 18. september, en hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla. „Þetta er sársaukafullt og óþægilegt. Ég vil komast aftur á völlinn. Mér leið vel í byrjun tímabilsins og legg hart að mér að koma aftur. Kannski verður þetta upp og niður úr þessu en vonandi get ég komið aftur án mikils sársauka og þá verður þetta í lagi.“ City er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Crystal Palace á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sjá meira
Eftir að hafa leikið sjö leiki í röð án þess að vinna sigraði City Forest í ensku úrvalsdeildinni í gær, 3-0. De Bruyne lagði fyrsta mark City upp og skoraði annað markið sjálfur. Talsvert hefur verið rætt og ritað um meint ósætti De Bruynes og Guardiolas en þeir Gary Neville og Jamie Carragher telja að eitthvað hafi komið upp á í sambandi City-mannanna og vísuðu til þess hversu lítið Belginn spilaði í tapinu fyrir Liverpool, 2-0. Guardiola blés á allar slíkar vangaveltur á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Forest. „Fólk segir að það sé eitthvað vandamál á milli mín og Kevin. Haldið þið að mér finnist gaman að spila án Kevins? Að ég vilji ekki nota Kevin? Manninn sem hefur mesta hæfileika allra á fremsta þriðjungnum. Að ég vilji það ekki? Að ég eigi í persónulegu vandamáli gagnvart honum eftir níu ár saman?“ spurði Guardiola. „Hann hefur fært mér mesta árangur í sögu þessa félags. Ég vil ólmur fá hann aftur upp á sitt besta. En hann var frá keppni vegna meiðsla í fimm mánuði og svo í tvo mánuði. Hann er 33 ára gamall. Hann þarf tíma til að ná fram sínu besta.“ De Bruyne segir af og frá að þeir Guardiola séu ósáttir við hvorn annan. „Ég veit að margt hefur verið sagt. Það hafa aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep. Hann veit að ég hef átt í vandræðum,“ sagði De Bruyne sem var í byrjunarliði City í gær, í fyrsta sinn síðan 18. september, en hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla. „Þetta er sársaukafullt og óþægilegt. Ég vil komast aftur á völlinn. Mér leið vel í byrjun tímabilsins og legg hart að mér að koma aftur. Kannski verður þetta upp og niður úr þessu en vonandi get ég komið aftur án mikils sársauka og þá verður þetta í lagi.“ City er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Crystal Palace á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Golf Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Golf „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Enski boltinn Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad Íslenski boltinn Slot varpaði sökinni á Frimpong Enski boltinn Sveinn Aron skoraði beint úr aukaspyrnu Fótbolti Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Golf Aðeins sá sjötti til að skora tvö sjálfmörk í einum leik Fótbolti Dagskráin í dag: Þéttur pakki úr ýmsum áttum Sport Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Enski boltinn Fleiri fréttir „Hvernig stendur á því að hann er enn í starfi?“ Slot varpaði sökinni á Frimpong Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í gær Fyrsta stig Úlfanna í hús Tvö sjálfsmörk og tvö frá Haaland í sigri City Amorim svekktur: „Þetta er mjög sárt“ Nuno tekinn við West Ham Palace eina ósigraða liðið eftir dísætan sigur á Liverpool Skoruðu þrjú manni fleiri gegn Chelsea Fernandes klikkaði á víti og United tapaði fyrir Brentford Nuno að taka við West Ham Potter rekinn frá West Ham Ekitike var ekki sektaður: „Það má gera mistök hjá þessu félagi“ Palmer frá næstu þrjár vikurnar Flottustu mörkin hjá Newcastle og Arsenal: Snilld Bergkamps og þrumufleygur Tiotés Man. Utd tryggir sér aftur táning frá S-Ameríku en fær hann ekki strax Látinn eftir höfuðhögg í leik Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Eze með fyrsta markið fyrir Arsenal Hjólhestur hjá Palhinha og markaveisla hjá Skjórunum Segir að Wirtz væri betur borgið hjá Bayern en Liverpool Ragnar er fyrir ofan bankastjórann í Fantasy-deild Kaupþings Ömurlegar fréttir fyrir unga Liverpool-nýliðann Sjáðu fyrsta mark Isak og ruglað rautt spjald Ekitike Utan vallar: Fjórða sætið, í alvöru? Sjá meira