„Aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2024 07:02 Kevin De Bruyne og Pep Guardiola þvertaka fyrir að brestir séu komnir í samstarf þeirra. getty/Michael Regan Kevin De Bruyne gaf lítið fyrir umræðuna um meint ósætti þeirra Peps Guardiola, knattspyrnustjóra Manchester City, eftir sigurinn á Nottingham Forest Eftir að hafa leikið sjö leiki í röð án þess að vinna sigraði City Forest í ensku úrvalsdeildinni í gær, 3-0. De Bruyne lagði fyrsta mark City upp og skoraði annað markið sjálfur. Talsvert hefur verið rætt og ritað um meint ósætti De Bruynes og Guardiolas en þeir Gary Neville og Jamie Carragher telja að eitthvað hafi komið upp á í sambandi City-mannanna og vísuðu til þess hversu lítið Belginn spilaði í tapinu fyrir Liverpool, 2-0. Guardiola blés á allar slíkar vangaveltur á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Forest. „Fólk segir að það sé eitthvað vandamál á milli mín og Kevin. Haldið þið að mér finnist gaman að spila án Kevins? Að ég vilji ekki nota Kevin? Manninn sem hefur mesta hæfileika allra á fremsta þriðjungnum. Að ég vilji það ekki? Að ég eigi í persónulegu vandamáli gagnvart honum eftir níu ár saman?“ spurði Guardiola. „Hann hefur fært mér mesta árangur í sögu þessa félags. Ég vil ólmur fá hann aftur upp á sitt besta. En hann var frá keppni vegna meiðsla í fimm mánuði og svo í tvo mánuði. Hann er 33 ára gamall. Hann þarf tíma til að ná fram sínu besta.“ De Bruyne segir af og frá að þeir Guardiola séu ósáttir við hvorn annan. „Ég veit að margt hefur verið sagt. Það hafa aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep. Hann veit að ég hef átt í vandræðum,“ sagði De Bruyne sem var í byrjunarliði City í gær, í fyrsta sinn síðan 18. september, en hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla. „Þetta er sársaukafullt og óþægilegt. Ég vil komast aftur á völlinn. Mér leið vel í byrjun tímabilsins og legg hart að mér að koma aftur. Kannski verður þetta upp og niður úr þessu en vonandi get ég komið aftur án mikils sársauka og þá verður þetta í lagi.“ City er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Crystal Palace á laugardaginn. Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Sjá meira
Eftir að hafa leikið sjö leiki í röð án þess að vinna sigraði City Forest í ensku úrvalsdeildinni í gær, 3-0. De Bruyne lagði fyrsta mark City upp og skoraði annað markið sjálfur. Talsvert hefur verið rætt og ritað um meint ósætti De Bruynes og Guardiolas en þeir Gary Neville og Jamie Carragher telja að eitthvað hafi komið upp á í sambandi City-mannanna og vísuðu til þess hversu lítið Belginn spilaði í tapinu fyrir Liverpool, 2-0. Guardiola blés á allar slíkar vangaveltur á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Forest. „Fólk segir að það sé eitthvað vandamál á milli mín og Kevin. Haldið þið að mér finnist gaman að spila án Kevins? Að ég vilji ekki nota Kevin? Manninn sem hefur mesta hæfileika allra á fremsta þriðjungnum. Að ég vilji það ekki? Að ég eigi í persónulegu vandamáli gagnvart honum eftir níu ár saman?“ spurði Guardiola. „Hann hefur fært mér mesta árangur í sögu þessa félags. Ég vil ólmur fá hann aftur upp á sitt besta. En hann var frá keppni vegna meiðsla í fimm mánuði og svo í tvo mánuði. Hann er 33 ára gamall. Hann þarf tíma til að ná fram sínu besta.“ De Bruyne segir af og frá að þeir Guardiola séu ósáttir við hvorn annan. „Ég veit að margt hefur verið sagt. Það hafa aldrei verið nein vandamál hjá okkur Pep. Hann veit að ég hef átt í vandræðum,“ sagði De Bruyne sem var í byrjunarliði City í gær, í fyrsta sinn síðan 18. september, en hann hefur verið mikið frá vegna meiðsla. „Þetta er sársaukafullt og óþægilegt. Ég vil komast aftur á völlinn. Mér leið vel í byrjun tímabilsins og legg hart að mér að koma aftur. Kannski verður þetta upp og niður úr þessu en vonandi get ég komið aftur án mikils sársauka og þá verður þetta í lagi.“ City er í 4. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 26 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Crystal Palace á laugardaginn.
Enski boltinn Mest lesið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Íslenski boltinn Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Enski boltinn Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Enski boltinn Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Enski boltinn Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Fleiri fréttir Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Sjá meira