Jarðvarmi í þágu samfélagsins: Orkan sem heldur Íslandi heitu Hildur Æsa Oddsdóttir skrifar 5. desember 2024 12:02 Blandaðar jarðvarmavirkjanir eru einstakar í nýtingu jarðhita. Þær eru sérstakar því þær framleiða bæði heitt vatn og raforku, sem tryggir ekki aðeins lífsgæði almennings heldur nýta einnig jarðhitaauðlindina á ábyrgan og hagkvæman hátt. Orka náttúrunnar á og rekur tvær blandaðar jarðvarmavirkjanir, annars vegar Hellisheiðarvirkjun og hins vegar Nesjavallavirkjun. Þrátt fyrir einstaka eiginleika blandaðra jarðvarmavirkjana þá fylgja þeim áskoranir þegar kemur að því að mæta eftirspurn almennings sem er afar sveiflukennd, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Framleiðsla jarðvarmavirkjana er almennt nokkuð stöðug, þær framleiða svo til alltaf jafn mikið á hverjum einasta klukkutíma, dag frá degi og mánuði til mánaðar. Á sama tíma þá eru þarfir almennings á raforku mismiklar á hinum ýmsu tímum sólahringsins ásamt því að vera mismunandi um helgar og virka daga, þannig er notkun mismikil frá einum klukkutíma til annars. Það er þessi sveiflukennda notkun sem jarðvarmavirkjanir eiga erfitt með að mæta. Jöfn framleiðsla, líkt og er hjá flestum jarðvarmavirkjunum, er illa til þess fallin að mæta sveiflukenndri eftirspurn almennings. Þetta sést einmitt á myndinni en þar má sjá að framleiðslan er ýmist töluvert yfir eða töluvert undir notkun. Til að mæta þörfum almennings er nauðsynlegt að hafa getu til að sveifla framleiðslu. Á Íslandi kemur sveiflanlegt afl frá vatnsaflsvirkjunum og þá næstum eingöngu frá virkjunum Landsvirkjunar. Kosturinn við blandaðar jarðvarmavirkjanir er að hægt er að nýta sama jarðhitavökva, sem er blanda af gufu og heitu vatni, til að framleiða bæði heitt vatn til húshitunar og raforku. Þannig er hægt, þegar mjög kalt er í veðri, að auka við framleiðslu á heitu vatni til að tryggja afhendingu á heitu vatni. Sá galli er þó á því, að þessi aukning leiðir til minni raforkuframleiðslu. Með því að hafa þennan sveigjanleika þá getum við mætt breytilegum þörfum samfélagsins til húshitunar, sem Orka náttúrunnar lítur á sem sína samfélagslegu skyldu auk þess sem uppfylltar eru á sama tíma lagaskyldur um að framleiðsla heits vatns í slíkum virkjunum hafi forgang umfram raforkuframleiðslu. Raforkunotkun almennings og raforkuframleiðsla í blandaðri jarðvarmavirkjun eru þættir sem breytast oft á sama tíma, en í sitthvora áttina. Þessi tenging getur verið vegna eftirspurnar á heitu vatni og aukinnar framleiðslu á heitu vatni sem verður þá á kostnað raforkuframleiðslu. Raforkunotkun og heitavatnsnotkun aukast oft á sama tíma, til dæmis þegar mjög kalt er í veðri. Í miklum kulda þá eykst raforkunotkun , til dæmis vegna rafkyndingar og aukinnar raforkunotkunar á dælum á heitu vatni til að bregðast við aukinni heitavatnsnotkun. Auk þess er fólk oft meira heima við á köldum dögum og notar því meira raforku. Þannig eykst raforku- og heitavatnsnotkun, en framleiðsla raforku minnkar vegna þess að auðvitað er framleiðsla á heitu vatni í forgangi til að mæta aukinni eftirspurn. Þannig eykst heitavatnsframleiðsla á kostnað raforkuframleiðslu á köldum dögum á tímum þegar raforku- og heitavatnsnotkun eykst á sama tíma. Orka náttúrunnar hefur síðastliðin ár tryggt raforkunotkun almenns markaðar vel umfram sitt framleiðsluhlutfall á raforku. Þrátt fyrir að framleiða eingöngu um 17% af raforku á Íslandi þá hefur, undanfarin ár, á bilinu 25-30% af þeirri raforku sem almenningur notar komið frá virkjunum Orku náttúrunnar. Til samanburðar má nefna að Landsvirkjun, sem framleiðir 73% af raforku á Íslandi, stendur nú eingöngu undir um 50% af raforkuþörf almennings en ef skilja má orðræðu fyrirtækisins þá hefur það hlutfall verið mun lægra undanfarin ár. Lausnir til að tryggja orkuöryggi almennings verða að skoðast í heildarsamhengi. Söguleg sala inn á raforkumarkað er ekki endilega lýsandi fyrir framtíðarmöguleika á sölu. Þá er ekki hægt að horfa eingöngu á raforkuöryggi, en heita vatns öryggi, eða varmaöryggi, er jafn mikilvægur þáttur í orkuöryggi þjóðarinnar. Þær mögulegu skyldur sem settar yrðu á raforkuframleiðendur um að tryggja raforku fyrir almenning þarf því alltaf að meta í samhengi við aðrar skyldur sem gerðar eru til orkufyrirtækja, þá sérstaklega þeirra sem reka blandaðar jarðvarmavirkjanir. Ótækt væri að setja auknar skyldur á orkufyrirtæki sem stangast á við aðrar skyldur í raforkulögum. Blandaðar jarðvarmavirkjanir eru ómissandi hluti af íslenskri orkuframleiðslu. Með því að framleiða bæði raforku og heitt vatn stuðla þær að orkuöryggi sem nær yfir marga þætti samfélagsins. Til að mæta framtíðaráskorunum þarf stefna um orkuöryggi að taka mið af ólíkum orkugjöfum – sem er forsenda þess að við getum áfram nýtt auðlindir okkar á ábyrgan og hagkvæman hátt til hagsbóta fyrir okkur sem nú lifum og komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jarðhiti Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
Blandaðar jarðvarmavirkjanir eru einstakar í nýtingu jarðhita. Þær eru sérstakar því þær framleiða bæði heitt vatn og raforku, sem tryggir ekki aðeins lífsgæði almennings heldur nýta einnig jarðhitaauðlindina á ábyrgan og hagkvæman hátt. Orka náttúrunnar á og rekur tvær blandaðar jarðvarmavirkjanir, annars vegar Hellisheiðarvirkjun og hins vegar Nesjavallavirkjun. Þrátt fyrir einstaka eiginleika blandaðra jarðvarmavirkjana þá fylgja þeim áskoranir þegar kemur að því að mæta eftirspurn almennings sem er afar sveiflukennd, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Framleiðsla jarðvarmavirkjana er almennt nokkuð stöðug, þær framleiða svo til alltaf jafn mikið á hverjum einasta klukkutíma, dag frá degi og mánuði til mánaðar. Á sama tíma þá eru þarfir almennings á raforku mismiklar á hinum ýmsu tímum sólahringsins ásamt því að vera mismunandi um helgar og virka daga, þannig er notkun mismikil frá einum klukkutíma til annars. Það er þessi sveiflukennda notkun sem jarðvarmavirkjanir eiga erfitt með að mæta. Jöfn framleiðsla, líkt og er hjá flestum jarðvarmavirkjunum, er illa til þess fallin að mæta sveiflukenndri eftirspurn almennings. Þetta sést einmitt á myndinni en þar má sjá að framleiðslan er ýmist töluvert yfir eða töluvert undir notkun. Til að mæta þörfum almennings er nauðsynlegt að hafa getu til að sveifla framleiðslu. Á Íslandi kemur sveiflanlegt afl frá vatnsaflsvirkjunum og þá næstum eingöngu frá virkjunum Landsvirkjunar. Kosturinn við blandaðar jarðvarmavirkjanir er að hægt er að nýta sama jarðhitavökva, sem er blanda af gufu og heitu vatni, til að framleiða bæði heitt vatn til húshitunar og raforku. Þannig er hægt, þegar mjög kalt er í veðri, að auka við framleiðslu á heitu vatni til að tryggja afhendingu á heitu vatni. Sá galli er þó á því, að þessi aukning leiðir til minni raforkuframleiðslu. Með því að hafa þennan sveigjanleika þá getum við mætt breytilegum þörfum samfélagsins til húshitunar, sem Orka náttúrunnar lítur á sem sína samfélagslegu skyldu auk þess sem uppfylltar eru á sama tíma lagaskyldur um að framleiðsla heits vatns í slíkum virkjunum hafi forgang umfram raforkuframleiðslu. Raforkunotkun almennings og raforkuframleiðsla í blandaðri jarðvarmavirkjun eru þættir sem breytast oft á sama tíma, en í sitthvora áttina. Þessi tenging getur verið vegna eftirspurnar á heitu vatni og aukinnar framleiðslu á heitu vatni sem verður þá á kostnað raforkuframleiðslu. Raforkunotkun og heitavatnsnotkun aukast oft á sama tíma, til dæmis þegar mjög kalt er í veðri. Í miklum kulda þá eykst raforkunotkun , til dæmis vegna rafkyndingar og aukinnar raforkunotkunar á dælum á heitu vatni til að bregðast við aukinni heitavatnsnotkun. Auk þess er fólk oft meira heima við á köldum dögum og notar því meira raforku. Þannig eykst raforku- og heitavatnsnotkun, en framleiðsla raforku minnkar vegna þess að auðvitað er framleiðsla á heitu vatni í forgangi til að mæta aukinni eftirspurn. Þannig eykst heitavatnsframleiðsla á kostnað raforkuframleiðslu á köldum dögum á tímum þegar raforku- og heitavatnsnotkun eykst á sama tíma. Orka náttúrunnar hefur síðastliðin ár tryggt raforkunotkun almenns markaðar vel umfram sitt framleiðsluhlutfall á raforku. Þrátt fyrir að framleiða eingöngu um 17% af raforku á Íslandi þá hefur, undanfarin ár, á bilinu 25-30% af þeirri raforku sem almenningur notar komið frá virkjunum Orku náttúrunnar. Til samanburðar má nefna að Landsvirkjun, sem framleiðir 73% af raforku á Íslandi, stendur nú eingöngu undir um 50% af raforkuþörf almennings en ef skilja má orðræðu fyrirtækisins þá hefur það hlutfall verið mun lægra undanfarin ár. Lausnir til að tryggja orkuöryggi almennings verða að skoðast í heildarsamhengi. Söguleg sala inn á raforkumarkað er ekki endilega lýsandi fyrir framtíðarmöguleika á sölu. Þá er ekki hægt að horfa eingöngu á raforkuöryggi, en heita vatns öryggi, eða varmaöryggi, er jafn mikilvægur þáttur í orkuöryggi þjóðarinnar. Þær mögulegu skyldur sem settar yrðu á raforkuframleiðendur um að tryggja raforku fyrir almenning þarf því alltaf að meta í samhengi við aðrar skyldur sem gerðar eru til orkufyrirtækja, þá sérstaklega þeirra sem reka blandaðar jarðvarmavirkjanir. Ótækt væri að setja auknar skyldur á orkufyrirtæki sem stangast á við aðrar skyldur í raforkulögum. Blandaðar jarðvarmavirkjanir eru ómissandi hluti af íslenskri orkuframleiðslu. Með því að framleiða bæði raforku og heitt vatn stuðla þær að orkuöryggi sem nær yfir marga þætti samfélagsins. Til að mæta framtíðaráskorunum þarf stefna um orkuöryggi að taka mið af ólíkum orkugjöfum – sem er forsenda þess að við getum áfram nýtt auðlindir okkar á ábyrgan og hagkvæman hátt til hagsbóta fyrir okkur sem nú lifum og komandi kynslóðir. Höfundur er sérfræðingur í orkumiðlun hjá Orku náttúrunnar.
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar