Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 5. desember 2024 16:09 Karolina Kochaniak-Sala reynir að verjast Jenny Carlson í leik Póllands og Svíþjóðar í dag. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Þýskaland og Svíþjóð áttu ekki í neinum vandræðum með að sækja sinn fyrsta sigur í milliriðlum EM í handbolta í dag. Eftir að riðlakeppninni lauk á þriðjudaginn spila liðin á EM núna í tveimur sex liða milliriðlum, og taka þangað með sér einn leik úr riðlakeppninni. Í tilvikum Þýskalands og Svíþjóðar voru það tapleikir, gegn Hollandi og Ungverjalandi. Í dag unnu þau bæði hins vegar stórsigra. Þýskaland rúllaði yfir Sviss í milliriðli 1, sem leikinn er í Debrecen í Ungverjalandi, og vann níu marka sigur, 36-27, eftir að hafa verið 18-14 yfir í hálfleik. Þjóðverjar endurtóku þar með leikinn frá því á þriðjudaginn þegar liðið vann einnig stórsigur gegn Íslandi með því að stinga af í seinni hálfleik. Munurinn varð mestur ellefu mörk. Annika Lott sækir að marki Sviss í sigri Þýskalands í dag.Getty/Andrea Kareth Sviss, sem vann Ísland naumlega í tvígang í vináttulandsleikjum á heimavelli helgina fyrir EM, er því enn án stiga en Þýskaland nú með tvö stig. Alexia Hauf var markahæst Þýskalands með sex mörk og þær Alina Grijseels og Xenia Smits skoruðu fimm mörk hvor. Hjá Sviss var Tabea Schmid markahæst með átta mörk. Svíar keyrðu yfir Pólverja í seinni hálfleik Svíar unnu svo aðra fyrrverandi mótherja Íslands, úr vináttulandsleikjum á Íslandi í lok október sem Ísland vann, eða lið Póllands, 33-25. Svíar höfðu yfirhöndina allan tímann en munurinn var aðeins tvö mörk í hálfleik, 17-15. Svíþjóð komst svo í 21-16 og Pólverjum tókst aldrei að hleypa spennu í leikinn eftir það. A solid 𝐒𝐰𝐞𝐝𝐞𝐧 perfect in defending, stealing and running 👏#ehfeuro2024 #catchthespirit pic.twitter.com/vHL17wtDlf— EHF EURO (@EHFEURO) December 5, 2024 Jamina Roberts var valin maður leiksins en hún skoraði sex mörk fyrir Svía og Nathalie Hagman níu mörk. Hjá Póllandi var Aleksandra Olek markahæst með sex mörk. Stórleikur í kvöld Stórleikur er á dagskrá í milliriðli tvö í kvöld þegar Þórir Hergeirsson stýrir Noregi gegn Danmörku, en áður mætast Holland og Slóvenía. Í milliriðli eitt mætast Frakkland og Rúmenía, og Ungverjaland og Svartfjallaland. Þar heldur keppni svo áfram strax á morgun þegar Svíar mæta Rúmeníu, Frakkar mæta Svartfellingum og Ungverjar mæta Pólverjum. EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Eftir að riðlakeppninni lauk á þriðjudaginn spila liðin á EM núna í tveimur sex liða milliriðlum, og taka þangað með sér einn leik úr riðlakeppninni. Í tilvikum Þýskalands og Svíþjóðar voru það tapleikir, gegn Hollandi og Ungverjalandi. Í dag unnu þau bæði hins vegar stórsigra. Þýskaland rúllaði yfir Sviss í milliriðli 1, sem leikinn er í Debrecen í Ungverjalandi, og vann níu marka sigur, 36-27, eftir að hafa verið 18-14 yfir í hálfleik. Þjóðverjar endurtóku þar með leikinn frá því á þriðjudaginn þegar liðið vann einnig stórsigur gegn Íslandi með því að stinga af í seinni hálfleik. Munurinn varð mestur ellefu mörk. Annika Lott sækir að marki Sviss í sigri Þýskalands í dag.Getty/Andrea Kareth Sviss, sem vann Ísland naumlega í tvígang í vináttulandsleikjum á heimavelli helgina fyrir EM, er því enn án stiga en Þýskaland nú með tvö stig. Alexia Hauf var markahæst Þýskalands með sex mörk og þær Alina Grijseels og Xenia Smits skoruðu fimm mörk hvor. Hjá Sviss var Tabea Schmid markahæst með átta mörk. Svíar keyrðu yfir Pólverja í seinni hálfleik Svíar unnu svo aðra fyrrverandi mótherja Íslands, úr vináttulandsleikjum á Íslandi í lok október sem Ísland vann, eða lið Póllands, 33-25. Svíar höfðu yfirhöndina allan tímann en munurinn var aðeins tvö mörk í hálfleik, 17-15. Svíþjóð komst svo í 21-16 og Pólverjum tókst aldrei að hleypa spennu í leikinn eftir það. A solid 𝐒𝐰𝐞𝐝𝐞𝐧 perfect in defending, stealing and running 👏#ehfeuro2024 #catchthespirit pic.twitter.com/vHL17wtDlf— EHF EURO (@EHFEURO) December 5, 2024 Jamina Roberts var valin maður leiksins en hún skoraði sex mörk fyrir Svía og Nathalie Hagman níu mörk. Hjá Póllandi var Aleksandra Olek markahæst með sex mörk. Stórleikur í kvöld Stórleikur er á dagskrá í milliriðli tvö í kvöld þegar Þórir Hergeirsson stýrir Noregi gegn Danmörku, en áður mætast Holland og Slóvenía. Í milliriðli eitt mætast Frakkland og Rúmenía, og Ungverjaland og Svartfjallaland. Þar heldur keppni svo áfram strax á morgun þegar Svíar mæta Rúmeníu, Frakkar mæta Svartfellingum og Ungverjar mæta Pólverjum.
EM kvenna í handbolta 2024 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða