Þriggja ára dómur fyrir að hópnauðga 18 ára stúlku Lovísa Arnardóttir skrifar 5. desember 2024 19:22 Landsréttur sneri við dómi Héraðsdóms Reykjaness frá því í fyrra. Vísir/Vilhelm Landsréttur sneri í dag við ákvörðun héraðsdóms og dæmdi tvo karlmenn, Ásbjörn Þórarinn Sigurðsson og Bessa Karlsson, til þriggja ára fangelsis fyrir að nauðga 18 ára stúlku. Mennirnir eru báðir um tíu árum eldri en stúlkan. Nauðgunin átti sér stað á heimili Ásbjörns. Í dómi kemur fram að annar mannanna hafi haldið höndum stúlkunnar föstum, rifið endurtekið í hár hennar, tekið hana hálstaki og slegið hana nokkrum sinnum í andlitið. Þá hafi mennirnir báðir skipst á að setja fingur og getnaðarlimi sína inn í munn hennar og þvingað hana til að hafa við þá munnmök. Á meðan þessu stóð þukluðu þeir á brjóstum hennar innanklæða og brjóstum hennar utanklæða og þvinguðu hana til að taka kókaín með þeim afleiðingum að stúlkan hlaut þreifieymsli í hársverði og yfir vöðvum á hálsi beggja vegna og marbletti á vinstri upphandlegg. Sögðu stúlkuna hafa verið í uppnámi Stúlkan leitaði á Neyðarmóttöku Landspítalans um leið og hún fór af heimili mannsins og voru mennirnir handteknir sama daga. Eftir það var rætt við tvö vitni á vettvangi sem höfðu farið af heimili mannsins í um hálftíma. Þær sögðu við lögreglumann eftir að mennirnir voru handteknir að þegar þær komu aftur hafi stúlkunni augsýnilega liðið illa, hafi grátið og þær hafi hjálpað henni að fara heim með því að panta fyrir hana leigubíl. Framburður stöðugur og skýr Í dómi segir að framburður stúlkunnar hafi frá upphafi verið skýr, stöðugur og án mótsagna um þau atriði sem máli skiptu. Auk þess fengi framburður hennar stoð í gögnum málsins sem voru til dæmis lýsingar vitna á vettvangi og niðurstöður rannsókna og lífsýna á fatnaði annars mannsins. Framburður mannanna væri aftur á móti um margt ótrúverðugur og fengi takmarkaða stoð í trúverðugum framburði annarra vitna, sem og gögnum málsins. Var það talið nægileg sönnun þess að þeir hefðu nauðgað stúlkunni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot mannanna hefðu verið alvarleg og að þau beindust að ungri stúlku sem var ein og ölvuð á heimili annars þeirra. Þá var einnig litið til tafa sem urðu á meðferð málsins en nauðgunin átti sér stað í mars árið 2020, fyrir fjórum og hálfu ári. Mönnunum er báðum gert að sæta fangelsi í þrjú ár. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira
Í dómi kemur fram að annar mannanna hafi haldið höndum stúlkunnar föstum, rifið endurtekið í hár hennar, tekið hana hálstaki og slegið hana nokkrum sinnum í andlitið. Þá hafi mennirnir báðir skipst á að setja fingur og getnaðarlimi sína inn í munn hennar og þvingað hana til að hafa við þá munnmök. Á meðan þessu stóð þukluðu þeir á brjóstum hennar innanklæða og brjóstum hennar utanklæða og þvinguðu hana til að taka kókaín með þeim afleiðingum að stúlkan hlaut þreifieymsli í hársverði og yfir vöðvum á hálsi beggja vegna og marbletti á vinstri upphandlegg. Sögðu stúlkuna hafa verið í uppnámi Stúlkan leitaði á Neyðarmóttöku Landspítalans um leið og hún fór af heimili mannsins og voru mennirnir handteknir sama daga. Eftir það var rætt við tvö vitni á vettvangi sem höfðu farið af heimili mannsins í um hálftíma. Þær sögðu við lögreglumann eftir að mennirnir voru handteknir að þegar þær komu aftur hafi stúlkunni augsýnilega liðið illa, hafi grátið og þær hafi hjálpað henni að fara heim með því að panta fyrir hana leigubíl. Framburður stöðugur og skýr Í dómi segir að framburður stúlkunnar hafi frá upphafi verið skýr, stöðugur og án mótsagna um þau atriði sem máli skiptu. Auk þess fengi framburður hennar stoð í gögnum málsins sem voru til dæmis lýsingar vitna á vettvangi og niðurstöður rannsókna og lífsýna á fatnaði annars mannsins. Framburður mannanna væri aftur á móti um margt ótrúverðugur og fengi takmarkaða stoð í trúverðugum framburði annarra vitna, sem og gögnum málsins. Var það talið nægileg sönnun þess að þeir hefðu nauðgað stúlkunni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að brot mannanna hefðu verið alvarleg og að þau beindust að ungri stúlku sem var ein og ölvuð á heimili annars þeirra. Þá var einnig litið til tafa sem urðu á meðferð málsins en nauðgunin átti sér stað í mars árið 2020, fyrir fjórum og hálfu ári. Mönnunum er báðum gert að sæta fangelsi í þrjú ár.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Fleiri fréttir Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Sjá meira