Phelan og Rooney þekkjast frá tíma þeirra saman hjá Manchester United. Phelan var aðstoðarmaður Sir Alex Ferguson frá 2008 og þar til sá síðarnefndi hætti störfum árið 2013.
Phelan sneri svo aftur til félagsins árið 2018, þá sem aðstoðarmaður Ole Gunnar Solskjær. Þegar hann lét af störfum í desember 2021 og Ralf Rangnick tók við var Phelan lækkaður um tign. Hann hætti svo störfum hjá Manchester United skömmu síðar og hefur ekki komið að þjálfun síðan þá.
I’m pleased to announce that I’ll be #ReUnited with @WayneRooney at @Argyle
— Mike Phelan (@Mike_Phelan_1) December 8, 2024
👊 Looking forward to to this new challenge. pic.twitter.com/Ckp28ArP0r
„Þetta er þjálfari sem ég þekki vel frá mínum tíma sem leikmaður og við áttum í góðu samstarfi. Hann býr yfir dýrmætri reynslu og hefur starfað á hæsta stigi fótboltans. Ég er mjög ánægður að fá hann til starfa hjá Argyle og hlakka til að hefja störf með honum,“ sagði Rooney um ráðninguna.
Plymouth Argyle hefur aðeins unnið fjóra af fyrstu átján deildarleikjum tímabilsins og er í fallbaráttu. Leik þeirra gegn Oxford, sem átti að fara fram í gær, var frestað vegna veðurs.
Guðlaugur Victor Pálsson hefur komið við sögu í átta leikjum, þar af sex sem byrjunarliðsmaður.