Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Samúel Karl Ólason skrifar 9. desember 2024 11:13 Abu Mohammed al-Jolani, segist hófsamari en hann var og hefur heitið því að verja minnihlutahópa í Sýrlandi. Hvort það raunerist eða ekki á eftir að koma í ljós. AP/Omar Albam Abu Mohammed al-Jolani er fyrirferðarmikill þessa dagana enda leiddi skyndisókn hans og bandamanna hans í gegnum varnir Aleppo, Hama og Homs í Sýrlandi til falls einræðisstjórnar sem hafði verið við völd í Sýrlandi í meira en hálfa öld. Þykir hann líklegur til að reyna að mynda nýja ríkisstjórn í Sýrlandi en hvort honum takist það og hvernig sú ríkisstjórn mun líta út er erfitt að segja til um. Hið raunverulega nafn Jolani er Ahmed al-Sharaa en það var fyrst opinberað á dögunum, eftir að uppreisnarmenn hans tóku borgina Hama. Hann fæddist í Riyadh í Sádi-Arabíu fyrir 42 árum en foreldrar hans voru sýrlenskir og frá Gólanhæðum. Hann var alinn upp í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Gekk til liðs við al-Qaeda í Írak Í viðtölum hefur Jolani (nafn hans hefur verið ritað á margvíslegan hátt á undanförnum dögum) sagt að hann hafi fengið innblástur af seinni uppreisn Palestínumanna og hafi ákveðið að gerast vígamaður eftir innrás Bandaríkjanna í Írak árið 2003 og gekk til liðs við al-Qaeda. Samkvæmt samantekt CNN jukust áhrif hans mjög í Írak í gegnum árin og tóku yfirmenn hans sérstaklega eftir honum vegna þekkingar hans á Sýrlandi. Jolani er sagður hafa setið í bandarísku fangelsi í Írak í nokkur ár, samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Árið 2011 sneri Jolani aftur til Sýrlands með sex menn og töluvert magn peninga, þá hafði Abu Bakr al-Baghdadi, þáverandi leiðtogi al-Qaeda í Írak og verðandi leiðtogi Íslamska ríkisins, gefið Jolani það verkefni að stofna deild hryðjuverkasamtakanna í Sýrlandi, sem bar nafnið Jabhat Al Nusra, eða Nusra front. Jolani steig fram í sviðsljósið árið 2016, og lýsti því yfir að hann ætlaði að slíta tengslin við al-Qaeda og að í staðinn yrðu samtök hans kölluð Jabhat Fateh al-Sham og breyttist nafnið svo seinna í Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS. Markmið Jolani var að auka lögmæti samtaka sinna í augum umheimsins og koma í veg fyrir að ráðamenn stórvelda gerðu árásir á samtökin í nafni þess að berjast gegn hryðjuverkahópum eins og al-Qaeda og Íslamska ríkinu. HTS-samtökin hafa barist gegn vígamönnum þessara hópa og eru einnig sögð hafa útvegað Bandaríkjamönnum upplýsingar um háttsetta meðlimi Íslamska ríkisins á svæðinu. Í einu tilfelli í fyrra felldu meðlimir HTS Abu Hussein Al-Husseini, þáverandi leiðtoga ISIS, í bardaga al-Qurashi. Samhliða þessu lagði hann hefðbundinn vígamannaklæðnað sinn, ef svo má kalla, til hliðar og hóf að klæðast skyrtu og jakka. Abu Mohammed al-Jolani í Umayyad moskunni í Damaskus í gær, sunnudag.AP/Omar Albam) Byggði upp eigið ríki í Idlib Frá 2016 hefur Jolani lagt mikla áherslu á að byggja upp einskonar smáríki á yfirráðasvæði sínu í Idlib-héraði, þar sem um fjórar milljónir manna hafa búið. Samhliða því hefur hann unnið markvisst að því að byggja upp sveitir sínar og aðrar á svæðinu, bæta þjálfun þeirra og útbúnað og undirbúa sig markvisst fyrir frekari átök. Jolani hefur einnig varið tíma sínum í að handtaka og ráða af dögum menn sem gætu ógnað stöðu hans sem leiðtogi Idlib. Mannréttindasamtök hafa þar að auki vakið athygli á illri meðferð á mótmælendum og öðrum sem hafa staðið gegn HTS og munu einhverjir þerra hafa verið pyntaðir. Í viðtali við CNN sagði Jolani að það hefði ekki verið gert með blessun hans eða vitund og að HTS hafi refsað þeim sem framið hafa slíka glæpi. Sjá einnig: Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Bandaríkin og önnur ríki skilgreina HTS enn sem hryðjuverkasamtök og hafa gert árásir á meðlimi samtakanna sem börðust á árum áður undir nafni al-Qaeda. Bandaríkjamenn hafa heitið tíu milljónum dala til höfuðs Jolani en þrátt fyrir það hefur hann að miklu leyti starfað undir berum himni, á sama tíma og bandarískum drónum er iðulega flogið yfir Sýrlandi. Áhugasamir geta séð nýlegt viðtal CNN við Jolani hér að neðan. Spilaborg Assad Eins og áður segir var það skyndisókn HTS og bandamanna þeirra í norðvesturhluta Sýrlands sem leiddi til falls ríkisstjórnar Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, sem er nú flúinn til Rússlands. Sú sókn kom stjórnarhers Assads og bandamönnum hans alfarið á óvart og féll borgin á einungis nokkrum dögum. Uppreisnarmennirnir héldu hratt áfram og tóku borgina Hama og beindu spjótum sínum svo strax í kjölfarið á borginni Homs. Hvernig varnir Assad-liða féllu svo hratt saman er enn að miklu leyti óljóst en það gerðist hraðar en flestir áttu von á. Helstu bandamenn Assads; Rússar, Íranar og Hezbollah, hafa allir haft öðrum hnöppum að hneppa. Rússar eru eðli málsins samkvæmt uppteknir í Úkraínu og eru bestu flugmenn þeirra og flugvélar þar. Ísraelar hafa valdið miklu tjóni á Hezbollah og hafa sömuleiðis gert ítrekaðar árásir á sveitir Írana í Sýrlandi á undanförnum mánuðum. Í mjög einföldu máli, eru vísbendingar um að ráðamenn í Damaskus hafi kallað sveitir sínar frá öðrum hlutum Sýrlands og við það veiktu þeir varnir sínar annarsstaðar. Sýrlenskir Kúrdar fóru yfir Efrat og tóku Deir Ezzor í austurhluta Sýrlands og aðrir uppreisnarhópar í norðurhluta landsins sóttu einnig fram gegn stjórnarhernum. Þessir hópar í norðurhluta landsins njóta mikils stuðnings frá Tyrkjum. Þar að auki tóku uppreisnarmenn upp vopn í suðurhluta landsins og þá sérstaklega í borginni Daraa, sem kölluð er fæðingarstaður uppreisnarinnar sem hófst árið 2011. Þar tóku uppreisnarmenn völd á borginni og nærliggjandi sveitum. Það voru þeir hópar sem héldu svo norður og tóku Damaskus, höfuðborgina, en ekki meðlimir HTS. Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir grófa mynd af því hvernig varnir Assad-liða féllu saman og má sjá hve hratt það gerðist síðustu dagana. Ætlaði að hefja árásina í október Fregnir hafa borist af því að Jolani hafi upprunalega ætlað að hefja árás sína á Aleppo í október en ráðamenn í Tyrklandi hafi komið í veg fyrir það. Yfirvöld í Tyrklandi eru meðal þeirra sem skilgreina HTS sem hryðjuverkasamtök en styðja marga af smærri víga- og uppreisnarhópum í Idlib-héraði og þar á meðal hópa sem komu að árásinni á Aleppo, eins og fram kemur í frétt Reuters. Tyrkir höfðu þar að auki áhyggjur af því að frekari átök í Sýrlandi hefðu þau áhrif að enn fleiri sýrlenskir flóttamenn hrökkluðust til Tyrklands. HTS njóta ekki stuðings Tyrkja. Þó Tyrkir séu sagðir hafa komið í veg fyrir árásina í október munu þeir ekki hafa komið að árásinni með beinum hætti og hefur aðstoðarutanríkisráðherra Tyrklands staðhæft að Tyrkir hafi ekki veitt árásinni samþykki sitt eða einhvers konar blessun. Sýrlendingar eru sagðir streyma frá Tyrklandi til Sýrlands í dag. With #Assad gone & his brutal regime dissolved, #Syria refugees are already surging back home.There was only ever one solution to the “refugee crisis” & all those who said reinforcing #Assad would resolve it were at best delusional, at worst, complicit in #Assad’s agenda. pic.twitter.com/GfN67CXfW9— Charles Lister (@Charles_Lister) December 9, 2024 Þjóð á krossgötum Sýrlendingar standa nú á miklum krossgötum og er erfitt að segja til um framtíðina. Hin svokallaða uppreisn er mynduð úr aragrúa hópa og fylkinga sem myndaðir eru af vígamönnum, uppreisnarmönnum og málaliðum af fjölbreyttum þjóðarbrotum sem hafa mismunandi hagsmuni og áherslur. Eins og fram kemur í grein Wall Street Journal eru hundruð, ef ekki þúsundir, erlendra vígamanna frá Téténíu, Tyrklandi, Írak og Mið-Asíu í HTS. Þar á meðal eru fjölmargir Úígúrar frá Xinjiang í Kína. Hvernig ríkisstjórn mun Jolani mynda, fái hann tækifæri til þess, er erfitt að segja til um. Það sama á við um það hvort að sú umbreyting sem hann og HTS hafa gengið í gegnum, sé yfir höfuð raunveruleg. Hann hefur heitið því að verja minnihlutahópa og sagt að fjölbreytileiki sýrlensku þjóðarinnar sé einn af styrkleikum hennar. Hans eigin samtök og aðrir bandamenn hans eiga sér þó sögu ódæða. Margir ráðamenn í Mið-Austurlöndum eru sagðir óttast að Sýrland hljóti svipuð örlög og Líbía eða Írak, þar sem gífurleg óreiða hefur ríkt í kjölfar inngripa og fall einræðisherra. Þá er einnig spurning hvað gerist milli uppreisnarmanna í norðurhluta Sýrlands, sem studdir eru af Tyrkjum, og sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í regnhlífarsamtökunum Syrian Democratic Forces eða SDF í austurhluta Sýrlands. Margir uppreisnarmenn líta SDF hornauga. Hópar sem studdir eru af Tyrkjum hafa ítrekað ráðist á sýrlenska Kúrda og SDF og hefur tyrkneski herinn gert það einnig. Þegar Tyrkir gerðu innrás á yfirráðasvæði SDF, sem tengist Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi nánum böndum, leituðu Kúrdar til Assads. Þeir hleyptu stjórnarhernum inn á yfirráðasvæði þeirra og tóku hermenn sér stöðu milli Kúrdanna og Tyrkja. Þessa samvinnu með Assad eru margir uppreisnarmenn óánægðir með. Mikið í húfi fyrir Rússa, Írana og aðra Áhrifin verða mögulega mikil fyrir Rússa og Írana einnig. Rússar eru með her- og flotastöðvar í Latakia-héraði og hafa þeir varið undanförnum árum í að varpa gífurlegum fjölda sprengja á uppreisnarmenn og almenna borgara í Sýrlandi. Uppreisnarmenn eru vægast sagt ekki sáttir við Rússa og má það sama segja um Írana og Hezbollah, sem framið hafa fjölmörg ódæði í landinu í gegnum árin. Sjá einnig: Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum Spurningin um það hvort næsta ríkisstjórn Sýrlands, takist yfir höfuð að halda ríkinu saman, muni vísa Rússum og Írönum úr landi, gæti haft mikil áhrif á framtíð Mið-Austurlanda og valdajafnvægið þar. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Sergei Naryshkin, yfirmanni leyniþjónustunnar SVR, að viðræður eigi sér stað við uppreisnarmenn um hvernig tryggja megi öryggi rússneskra hermanna og erindreka í Sýrlandi. Sjá einnig: Lítil pilla gefur Assad mikil völd Flotastöðin í Latakia er eina flotastöðin sem Rússar hafa aðgang að í Miðjarðarhafinu. Þeir hafa sömuleiðis notað aðstöðu sína í Sýrlandi sem stökkpall inn í Afríku, þar sem umsvif Rússa hafa aukist til muna að undanförnu. Sjá einnig: Stór hluti Sahelsvæðisins í hættu Bandaríkjamenn eru sömuleiðis einnig með viðveru í Sýrlandi. Nánar tiltekið í eyðimörkinni milli Írak og Sýrlands þar sem þeir hafa lengi verið með litlar herstöðvar. Þá hafa ísraelskir hermenn einnig farið inn í Sýrland á dögunum og tekið sér stöðu þar. Sýrland Hernaður Íran Rússland Tyrkland Bandaríkin Írak Hryðjuverkastarfsemi Fréttaskýringar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira
Hið raunverulega nafn Jolani er Ahmed al-Sharaa en það var fyrst opinberað á dögunum, eftir að uppreisnarmenn hans tóku borgina Hama. Hann fæddist í Riyadh í Sádi-Arabíu fyrir 42 árum en foreldrar hans voru sýrlenskir og frá Gólanhæðum. Hann var alinn upp í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. Gekk til liðs við al-Qaeda í Írak Í viðtölum hefur Jolani (nafn hans hefur verið ritað á margvíslegan hátt á undanförnum dögum) sagt að hann hafi fengið innblástur af seinni uppreisn Palestínumanna og hafi ákveðið að gerast vígamaður eftir innrás Bandaríkjanna í Írak árið 2003 og gekk til liðs við al-Qaeda. Samkvæmt samantekt CNN jukust áhrif hans mjög í Írak í gegnum árin og tóku yfirmenn hans sérstaklega eftir honum vegna þekkingar hans á Sýrlandi. Jolani er sagður hafa setið í bandarísku fangelsi í Írak í nokkur ár, samkvæmt heimildarmönnum New York Times. Árið 2011 sneri Jolani aftur til Sýrlands með sex menn og töluvert magn peninga, þá hafði Abu Bakr al-Baghdadi, þáverandi leiðtogi al-Qaeda í Írak og verðandi leiðtogi Íslamska ríkisins, gefið Jolani það verkefni að stofna deild hryðjuverkasamtakanna í Sýrlandi, sem bar nafnið Jabhat Al Nusra, eða Nusra front. Jolani steig fram í sviðsljósið árið 2016, og lýsti því yfir að hann ætlaði að slíta tengslin við al-Qaeda og að í staðinn yrðu samtök hans kölluð Jabhat Fateh al-Sham og breyttist nafnið svo seinna í Hayat Tahrir al-Sham, eða HTS. Markmið Jolani var að auka lögmæti samtaka sinna í augum umheimsins og koma í veg fyrir að ráðamenn stórvelda gerðu árásir á samtökin í nafni þess að berjast gegn hryðjuverkahópum eins og al-Qaeda og Íslamska ríkinu. HTS-samtökin hafa barist gegn vígamönnum þessara hópa og eru einnig sögð hafa útvegað Bandaríkjamönnum upplýsingar um háttsetta meðlimi Íslamska ríkisins á svæðinu. Í einu tilfelli í fyrra felldu meðlimir HTS Abu Hussein Al-Husseini, þáverandi leiðtoga ISIS, í bardaga al-Qurashi. Samhliða þessu lagði hann hefðbundinn vígamannaklæðnað sinn, ef svo má kalla, til hliðar og hóf að klæðast skyrtu og jakka. Abu Mohammed al-Jolani í Umayyad moskunni í Damaskus í gær, sunnudag.AP/Omar Albam) Byggði upp eigið ríki í Idlib Frá 2016 hefur Jolani lagt mikla áherslu á að byggja upp einskonar smáríki á yfirráðasvæði sínu í Idlib-héraði, þar sem um fjórar milljónir manna hafa búið. Samhliða því hefur hann unnið markvisst að því að byggja upp sveitir sínar og aðrar á svæðinu, bæta þjálfun þeirra og útbúnað og undirbúa sig markvisst fyrir frekari átök. Jolani hefur einnig varið tíma sínum í að handtaka og ráða af dögum menn sem gætu ógnað stöðu hans sem leiðtogi Idlib. Mannréttindasamtök hafa þar að auki vakið athygli á illri meðferð á mótmælendum og öðrum sem hafa staðið gegn HTS og munu einhverjir þerra hafa verið pyntaðir. Í viðtali við CNN sagði Jolani að það hefði ekki verið gert með blessun hans eða vitund og að HTS hafi refsað þeim sem framið hafa slíka glæpi. Sjá einnig: Bandaríkin gerðu 75 loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Bandaríkin og önnur ríki skilgreina HTS enn sem hryðjuverkasamtök og hafa gert árásir á meðlimi samtakanna sem börðust á árum áður undir nafni al-Qaeda. Bandaríkjamenn hafa heitið tíu milljónum dala til höfuðs Jolani en þrátt fyrir það hefur hann að miklu leyti starfað undir berum himni, á sama tíma og bandarískum drónum er iðulega flogið yfir Sýrlandi. Áhugasamir geta séð nýlegt viðtal CNN við Jolani hér að neðan. Spilaborg Assad Eins og áður segir var það skyndisókn HTS og bandamanna þeirra í norðvesturhluta Sýrlands sem leiddi til falls ríkisstjórnar Bashar al-Assad, fyrrverandi forseta Sýrlands, sem er nú flúinn til Rússlands. Sú sókn kom stjórnarhers Assads og bandamönnum hans alfarið á óvart og féll borgin á einungis nokkrum dögum. Uppreisnarmennirnir héldu hratt áfram og tóku borgina Hama og beindu spjótum sínum svo strax í kjölfarið á borginni Homs. Hvernig varnir Assad-liða féllu svo hratt saman er enn að miklu leyti óljóst en það gerðist hraðar en flestir áttu von á. Helstu bandamenn Assads; Rússar, Íranar og Hezbollah, hafa allir haft öðrum hnöppum að hneppa. Rússar eru eðli málsins samkvæmt uppteknir í Úkraínu og eru bestu flugmenn þeirra og flugvélar þar. Ísraelar hafa valdið miklu tjóni á Hezbollah og hafa sömuleiðis gert ítrekaðar árásir á sveitir Írana í Sýrlandi á undanförnum mánuðum. Í mjög einföldu máli, eru vísbendingar um að ráðamenn í Damaskus hafi kallað sveitir sínar frá öðrum hlutum Sýrlands og við það veiktu þeir varnir sínar annarsstaðar. Sýrlenskir Kúrdar fóru yfir Efrat og tóku Deir Ezzor í austurhluta Sýrlands og aðrir uppreisnarhópar í norðurhluta landsins sóttu einnig fram gegn stjórnarhernum. Þessir hópar í norðurhluta landsins njóta mikils stuðnings frá Tyrkjum. Þar að auki tóku uppreisnarmenn upp vopn í suðurhluta landsins og þá sérstaklega í borginni Daraa, sem kölluð er fæðingarstaður uppreisnarinnar sem hófst árið 2011. Þar tóku uppreisnarmenn völd á borginni og nærliggjandi sveitum. Það voru þeir hópar sem héldu svo norður og tóku Damaskus, höfuðborgina, en ekki meðlimir HTS. Hér að neðan má sjá myndband sem sýnir grófa mynd af því hvernig varnir Assad-liða féllu saman og má sjá hve hratt það gerðist síðustu dagana. Ætlaði að hefja árásina í október Fregnir hafa borist af því að Jolani hafi upprunalega ætlað að hefja árás sína á Aleppo í október en ráðamenn í Tyrklandi hafi komið í veg fyrir það. Yfirvöld í Tyrklandi eru meðal þeirra sem skilgreina HTS sem hryðjuverkasamtök en styðja marga af smærri víga- og uppreisnarhópum í Idlib-héraði og þar á meðal hópa sem komu að árásinni á Aleppo, eins og fram kemur í frétt Reuters. Tyrkir höfðu þar að auki áhyggjur af því að frekari átök í Sýrlandi hefðu þau áhrif að enn fleiri sýrlenskir flóttamenn hrökkluðust til Tyrklands. HTS njóta ekki stuðings Tyrkja. Þó Tyrkir séu sagðir hafa komið í veg fyrir árásina í október munu þeir ekki hafa komið að árásinni með beinum hætti og hefur aðstoðarutanríkisráðherra Tyrklands staðhæft að Tyrkir hafi ekki veitt árásinni samþykki sitt eða einhvers konar blessun. Sýrlendingar eru sagðir streyma frá Tyrklandi til Sýrlands í dag. With #Assad gone & his brutal regime dissolved, #Syria refugees are already surging back home.There was only ever one solution to the “refugee crisis” & all those who said reinforcing #Assad would resolve it were at best delusional, at worst, complicit in #Assad’s agenda. pic.twitter.com/GfN67CXfW9— Charles Lister (@Charles_Lister) December 9, 2024 Þjóð á krossgötum Sýrlendingar standa nú á miklum krossgötum og er erfitt að segja til um framtíðina. Hin svokallaða uppreisn er mynduð úr aragrúa hópa og fylkinga sem myndaðir eru af vígamönnum, uppreisnarmönnum og málaliðum af fjölbreyttum þjóðarbrotum sem hafa mismunandi hagsmuni og áherslur. Eins og fram kemur í grein Wall Street Journal eru hundruð, ef ekki þúsundir, erlendra vígamanna frá Téténíu, Tyrklandi, Írak og Mið-Asíu í HTS. Þar á meðal eru fjölmargir Úígúrar frá Xinjiang í Kína. Hvernig ríkisstjórn mun Jolani mynda, fái hann tækifæri til þess, er erfitt að segja til um. Það sama á við um það hvort að sú umbreyting sem hann og HTS hafa gengið í gegnum, sé yfir höfuð raunveruleg. Hann hefur heitið því að verja minnihlutahópa og sagt að fjölbreytileiki sýrlensku þjóðarinnar sé einn af styrkleikum hennar. Hans eigin samtök og aðrir bandamenn hans eiga sér þó sögu ódæða. Margir ráðamenn í Mið-Austurlöndum eru sagðir óttast að Sýrland hljóti svipuð örlög og Líbía eða Írak, þar sem gífurleg óreiða hefur ríkt í kjölfar inngripa og fall einræðisherra. Þá er einnig spurning hvað gerist milli uppreisnarmanna í norðurhluta Sýrlands, sem studdir eru af Tyrkjum, og sýrlenskra Kúrda og bandamanna þeirra í regnhlífarsamtökunum Syrian Democratic Forces eða SDF í austurhluta Sýrlands. Margir uppreisnarmenn líta SDF hornauga. Hópar sem studdir eru af Tyrkjum hafa ítrekað ráðist á sýrlenska Kúrda og SDF og hefur tyrkneski herinn gert það einnig. Þegar Tyrkir gerðu innrás á yfirráðasvæði SDF, sem tengist Verkamannaflokki Kúrda (PKK) í Tyrklandi nánum böndum, leituðu Kúrdar til Assads. Þeir hleyptu stjórnarhernum inn á yfirráðasvæði þeirra og tóku hermenn sér stöðu milli Kúrdanna og Tyrkja. Þessa samvinnu með Assad eru margir uppreisnarmenn óánægðir með. Mikið í húfi fyrir Rússa, Írana og aðra Áhrifin verða mögulega mikil fyrir Rússa og Írana einnig. Rússar eru með her- og flotastöðvar í Latakia-héraði og hafa þeir varið undanförnum árum í að varpa gífurlegum fjölda sprengja á uppreisnarmenn og almenna borgara í Sýrlandi. Uppreisnarmenn eru vægast sagt ekki sáttir við Rússa og má það sama segja um Írana og Hezbollah, sem framið hafa fjölmörg ódæði í landinu í gegnum árin. Sjá einnig: Assad hlaut hæli í Rússlandi af mannúðarástæðum Spurningin um það hvort næsta ríkisstjórn Sýrlands, takist yfir höfuð að halda ríkinu saman, muni vísa Rússum og Írönum úr landi, gæti haft mikil áhrif á framtíð Mið-Austurlanda og valdajafnvægið þar. TASS fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur eftir Sergei Naryshkin, yfirmanni leyniþjónustunnar SVR, að viðræður eigi sér stað við uppreisnarmenn um hvernig tryggja megi öryggi rússneskra hermanna og erindreka í Sýrlandi. Sjá einnig: Lítil pilla gefur Assad mikil völd Flotastöðin í Latakia er eina flotastöðin sem Rússar hafa aðgang að í Miðjarðarhafinu. Þeir hafa sömuleiðis notað aðstöðu sína í Sýrlandi sem stökkpall inn í Afríku, þar sem umsvif Rússa hafa aukist til muna að undanförnu. Sjá einnig: Stór hluti Sahelsvæðisins í hættu Bandaríkjamenn eru sömuleiðis einnig með viðveru í Sýrlandi. Nánar tiltekið í eyðimörkinni milli Írak og Sýrlands þar sem þeir hafa lengi verið með litlar herstöðvar. Þá hafa ísraelskir hermenn einnig farið inn í Sýrland á dögunum og tekið sér stöðu þar.
Sýrland Hernaður Íran Rússland Tyrkland Bandaríkin Írak Hryðjuverkastarfsemi Fréttaskýringar Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Fleiri fréttir Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Forsætisráðherrann fyrirskipar rannsókn á umdeildri auglýsingu Biden varar við fáveldi í Bandaríkjunum Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Sakar Rússa um skipulagningu hryðjuverka Óttast áhrif orðræðu Trumps á fjárfesta Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Sjá meira