Félagi Alberts fær bjargráð en má þá ekki spila á Ítalíu Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 08:31 Albert Guðmundsson og Edoardo Bove komu báðir til Fiorentina í sumar og fagna hér saman sigri gegn AC Milan. Getty/Gabriele Maltinti Fótboltamaðurinn Edoardo Bove, liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina á Ítalíu, er á réttri braut eftir að hafa hnigið niður í leik gegn Inter 1. desember. Leikurinn var blásin af eftir að Bove hné niður, enda um hjartastopp að ræða og óttast um líf hans. Þessi 22 ára miðjumaður var fluttur í skyndi á sjúkrahús og á gjörgæslu en losnaði af gjörgæsludeild í síðustu viku. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að í dag verði græddur bjargráður í Bove, og að fyrr verði hann ekki útskrifaður af sjúkrahúsi. Bjargráður er lækningatæki sem notað er til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir, og getur þannig bjargað fólki ef það fer í hjartastopp. Svona tæki eru bönnuð í ítölsku A-deildinni og Bove þyrfti því að láta fjarlægja bjargráðinn áður en hann gæti spilað að nýju í deildinni. 🚨🚨| Like Christian Eriksen, Edoardo Bove will have to leave Serie A to continue playing football... After suffering a cardiac arrest during a match last Sunday, the midfielder has agreed to have a cardiac defibrillator implanted. However, players are not allowed to play… pic.twitter.com/VvEKm3qDVW— CentreGoals. (@centregoals) December 7, 2024 Daninn Christian Eriksen gat þannig ekki spilað að nýju fyrir Inter eftir að hafa fengið bjargráð, eftir að hann fór í hjartastopp í leik með Dönum á Evrópumótinu 2021. Hann gekk þess í stað í raðir Brentford og er nú leikmaður Manchester United. Bove hefur fengið mikinn stuðning á Ítalíu síðustu daga, sérstaklega frá liðsfélögum og stuðningsmönnum Fiorentina en einnig víðar. Lilðsfélagar Bove hjá Fiorentina hafa verið duglegir að sýna honum stuðning.Getty Ítalska kvennalandsliðið sýndi Bove stuðning fyrir vináttulandsleik gegn Þýskalandi á dögunum.Getty/Marco Steinbrenner Stuðningsmenn Fiorentina heiðruðu Bove á bikarleik gegn Empoli.Getty/Gabrielle Maltinti Paulo Dybala, leikmaður Roma, í treyju með hvatningu til Edoardo Bove fyrir leik með Roma gegn Atalanta.Getty/Silvia Lore Fiorentina er í 4. sæti ítölsku A-deildarinnar með 31 stig, en með leikinn við Inter til góða á topplið Atalanta sem er með 34 stig. Næsti leikur Fiorentina er hins vegar gegn LASK frá Austurríki í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn. Ítalski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Leikurinn var blásin af eftir að Bove hné niður, enda um hjartastopp að ræða og óttast um líf hans. Þessi 22 ára miðjumaður var fluttur í skyndi á sjúkrahús og á gjörgæslu en losnaði af gjörgæsludeild í síðustu viku. Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að í dag verði græddur bjargráður í Bove, og að fyrr verði hann ekki útskrifaður af sjúkrahúsi. Bjargráður er lækningatæki sem notað er til að meðhöndla lífshættulegar hjartsláttartruflanir, og getur þannig bjargað fólki ef það fer í hjartastopp. Svona tæki eru bönnuð í ítölsku A-deildinni og Bove þyrfti því að láta fjarlægja bjargráðinn áður en hann gæti spilað að nýju í deildinni. 🚨🚨| Like Christian Eriksen, Edoardo Bove will have to leave Serie A to continue playing football... After suffering a cardiac arrest during a match last Sunday, the midfielder has agreed to have a cardiac defibrillator implanted. However, players are not allowed to play… pic.twitter.com/VvEKm3qDVW— CentreGoals. (@centregoals) December 7, 2024 Daninn Christian Eriksen gat þannig ekki spilað að nýju fyrir Inter eftir að hafa fengið bjargráð, eftir að hann fór í hjartastopp í leik með Dönum á Evrópumótinu 2021. Hann gekk þess í stað í raðir Brentford og er nú leikmaður Manchester United. Bove hefur fengið mikinn stuðning á Ítalíu síðustu daga, sérstaklega frá liðsfélögum og stuðningsmönnum Fiorentina en einnig víðar. Lilðsfélagar Bove hjá Fiorentina hafa verið duglegir að sýna honum stuðning.Getty Ítalska kvennalandsliðið sýndi Bove stuðning fyrir vináttulandsleik gegn Þýskalandi á dögunum.Getty/Marco Steinbrenner Stuðningsmenn Fiorentina heiðruðu Bove á bikarleik gegn Empoli.Getty/Gabrielle Maltinti Paulo Dybala, leikmaður Roma, í treyju með hvatningu til Edoardo Bove fyrir leik með Roma gegn Atalanta.Getty/Silvia Lore Fiorentina er í 4. sæti ítölsku A-deildarinnar með 31 stig, en með leikinn við Inter til góða á topplið Atalanta sem er með 34 stig. Næsti leikur Fiorentina er hins vegar gegn LASK frá Austurríki í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn.
Ítalski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna Fótbolti City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ Fótbolti United aftur á sigurbraut Fótbolti Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Formúla 1 Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Fleiri fréttir Joao Felix til liðs við Ronaldo hjá Al Nassr Bíða enn eftir Mbeumo Læknamistök hjá Leuven: „Þegar þeir ýttu á beinið var það alltaf vont“ United aftur á sigurbraut Tveir á spítala eftir slagsmál og flugeldum skotið á milli stuðningsmanna City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Sumardeildin hófst á stórsigri Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ „Boltinn vildi ekki inn í dag“ Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Arsenal staðfestir komu Gyökeres Fylgdi þrennuni eftir með marki í dramatískum sigri Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Mikilvægur sigur Völsunga Sjáðu öll sjö mörkin úr leikjum gærdagsins James með á æfingu í dag Frumsýning Wirtz engin flugeldasýning C-deildar lið Wycombe stóð í Tottenham Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Sjá meira
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti
Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Körfubolti