Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar 10. desember 2024 09:33 Mönnum er tíðtrætt um dýravelferð þessa dagana. Hvalveiðar eru eru ágætt dæmi um dýravelferð. Hvalirnir synda um höfin blá alla sína ævi. Örfáir fá skot í hnakkann og lang flestir deyja samstundis. Þeir örfáu sem lifa lengur eru aflífðaðir á nokkrum mínútum. Ef allt er eðlilegt. Þetta var am.k. niðurstaða ítarlegustu rannsókn á dauðatíma langreyða sem fór fram sumarið 2014. Sérfræðingur í aflífun dýra/hvala fylgdist með veiðum úti á sjó og gerði ítarlega krufningu til að finna dánarorsök þegar í land var komið. Niðurstaðan var að 84% hvalanna (42 dýr) drápust strax. Restina eða 16% (8 dýr) tók að meðaltali 8 mínútur að aflífa (6,5-15mín). Norðmenn eru með hrefnukvóta upp á 1200 dýr á ári. Þeir nota nákvæmlega sömu veiðiaðferðir og við Íslendingar. Eru með 80% dauðaskot skv. rannsóknum. Þeir telja þessar veiðar rúmast fullkomlega innan allra sjónarmiða um dýravelferð. Veiðar á villtum dýrum verða aldrei fullkomnar eðli málsins samkvæmt. Allt bendir hins vegar til að aflífun hvala taki hvað stystan tíma. Borið t.a.m. saman við veiðar á hjartardýrum um víða veröld. Það fer hins vegar lítið fyrir andstæðingum þeirra veiða. Bara svo eitthvað sé nefnt. Hérlendis froðufella dýravelferðarsinnar og fjölmiðlar þegar minnst er á hvalveiðar. Ég hefði meiri áhyggjur að velferð dýra sem alin eru upp í búrum eða við einhverjar framandi aðstæður. Svín eru örsjaldan nefnd í umræðunni. Sífelld smit og annað óárán herjar á búrdýr eins og kalkúna núna fyrir jól. Kjúklingar o.fl. dýr eru þar líka í flokki. Fyrir utan alla eldisfiskinn. Við þekkjum flest sýkingarnar og hreint dýraníð í þeim geira. En það telst ekki með. Enda bara fiskar. Enn ein hræsnin í þessum dýravelferðarmálum. Mér finnst frábært að vita að lömbin lifi frjáls úti í náttúrunni sitt stutta líf. Líkt og hjartardýrin sem skotin eru í skógum allra landa. Reyndar misgömul. Að lifa frjáls úti í náttúrunni eru nefnilega forréttindi villtra dýra. Hvalirnir njóta þessarra forréttinda ásamt ótal mörgum öðrum dýrategundum sem jafnframt eru veidd til matar. Með fullri virðingu fyrir fólki og fjölmiðlum sem þykjast berjast fyrir dýravelferð þá ætti þetta fólk aðeins að líta í spegil og spá í hvað dýravelferð þýðir í raun. Frekar en að beina spjótum sínum nánast eingöngu að hvalveiðum. Sem eru líklega þegar á botninn er hvolft mannúðlegustu veiðar á villtum dýrum sem menn þekkja til. Höfundur er líffræðingur (á sviði hvala). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hvalveiðar Dýr Hvalir Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Sjá meira
Mönnum er tíðtrætt um dýravelferð þessa dagana. Hvalveiðar eru eru ágætt dæmi um dýravelferð. Hvalirnir synda um höfin blá alla sína ævi. Örfáir fá skot í hnakkann og lang flestir deyja samstundis. Þeir örfáu sem lifa lengur eru aflífðaðir á nokkrum mínútum. Ef allt er eðlilegt. Þetta var am.k. niðurstaða ítarlegustu rannsókn á dauðatíma langreyða sem fór fram sumarið 2014. Sérfræðingur í aflífun dýra/hvala fylgdist með veiðum úti á sjó og gerði ítarlega krufningu til að finna dánarorsök þegar í land var komið. Niðurstaðan var að 84% hvalanna (42 dýr) drápust strax. Restina eða 16% (8 dýr) tók að meðaltali 8 mínútur að aflífa (6,5-15mín). Norðmenn eru með hrefnukvóta upp á 1200 dýr á ári. Þeir nota nákvæmlega sömu veiðiaðferðir og við Íslendingar. Eru með 80% dauðaskot skv. rannsóknum. Þeir telja þessar veiðar rúmast fullkomlega innan allra sjónarmiða um dýravelferð. Veiðar á villtum dýrum verða aldrei fullkomnar eðli málsins samkvæmt. Allt bendir hins vegar til að aflífun hvala taki hvað stystan tíma. Borið t.a.m. saman við veiðar á hjartardýrum um víða veröld. Það fer hins vegar lítið fyrir andstæðingum þeirra veiða. Bara svo eitthvað sé nefnt. Hérlendis froðufella dýravelferðarsinnar og fjölmiðlar þegar minnst er á hvalveiðar. Ég hefði meiri áhyggjur að velferð dýra sem alin eru upp í búrum eða við einhverjar framandi aðstæður. Svín eru örsjaldan nefnd í umræðunni. Sífelld smit og annað óárán herjar á búrdýr eins og kalkúna núna fyrir jól. Kjúklingar o.fl. dýr eru þar líka í flokki. Fyrir utan alla eldisfiskinn. Við þekkjum flest sýkingarnar og hreint dýraníð í þeim geira. En það telst ekki með. Enda bara fiskar. Enn ein hræsnin í þessum dýravelferðarmálum. Mér finnst frábært að vita að lömbin lifi frjáls úti í náttúrunni sitt stutta líf. Líkt og hjartardýrin sem skotin eru í skógum allra landa. Reyndar misgömul. Að lifa frjáls úti í náttúrunni eru nefnilega forréttindi villtra dýra. Hvalirnir njóta þessarra forréttinda ásamt ótal mörgum öðrum dýrategundum sem jafnframt eru veidd til matar. Með fullri virðingu fyrir fólki og fjölmiðlum sem þykjast berjast fyrir dýravelferð þá ætti þetta fólk aðeins að líta í spegil og spá í hvað dýravelferð þýðir í raun. Frekar en að beina spjótum sínum nánast eingöngu að hvalveiðum. Sem eru líklega þegar á botninn er hvolft mannúðlegustu veiðar á villtum dýrum sem menn þekkja til. Höfundur er líffræðingur (á sviði hvala).
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar