Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 10:31 Annika Lott skoraði umdeilt mark gegn Noregi á EM í gær. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Noregur vann Þýskaland af öryggi í gær og Ólympíumeistararnir hans Þóris Hergeirssonar komust því á flugi í undanúrslit EM. Eitt marka Þýskalands í leiknum þótti hins vegar skorað með afar óheiðarlegum hætti. Noregur vann 32-27 þrátt fyrir slakan seinni hálfleik, en liðið var sex mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn. Mark númer 25 hjá Þýskalandi féll illa í kramið hjá þeim norsku. Katrine Lunde, markvörður Noregs, var þá farin aðeins úr markinu til þess að þurrka upp bleytu á vellinum. Þjóðverjum var hins vegar alveg sama um það og fékk Annika Lott boltann úr aukakasti og flýtti sér að skora í autt markið. „Þetta voru bellibrögð,“ sagði Stine Skogrand, leikmaður norska liðsins, við VG. Hægt er að sjá atvikið á vef RÚV en það kemur eftir 01:26:28, þegar Lott minnkaði muninn í 29-25 og tæpar sjö mínútur voru eftir af leiknum. „Við héldum að dómarinn hefði stoppað tímann og svo skýtur Annika Lot í tómt markið þegar Katrine er að reyna að þurrka gólfið. Þannig komust þær enn nær okkur,“ sagði Skogrand sem var ekki par sátt: „Neeeiii! Ég varð að klappa aðeins í áttina að Anniku Lott þarna.“ Þórir ósáttur við sínar konur í seinni Þórir Hergeirsson var ekki sáttur með spilamennsku norska liðsins í seinni hálfleik og messaði yfir sínum konum í leikhléi seint í leiknum, og sagði þeim að standa af meiri hörku í vörninni. „Mér fannst þær verða aðeins of flatar. Ég held að þær hefðu gert meira ef það hefði allt verið undir,“ sagði Þórir við VG eftir leikinn. Noregur hefur unnið alla leiki sína til þessa og tryggt sér efsta sætið í milliriðli 2, þrátt fyrir að eiga enn eftir leik við Sviss á morgun. Þær norsku spila því í undanúrslitum á föstudaginn og svo um verðlaun á sunnudaginn. Þýskaland er aftur á móti úr leik. EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Noregur tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum á EM kvenna í handbolta með sannfærandi sigri á Þjóðverjum. Það gerðu þær þótt að það sé ein umferð eftir í milliriðlinum. 9. desember 2024 18:27 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Noregur vann 32-27 þrátt fyrir slakan seinni hálfleik, en liðið var sex mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn. Mark númer 25 hjá Þýskalandi féll illa í kramið hjá þeim norsku. Katrine Lunde, markvörður Noregs, var þá farin aðeins úr markinu til þess að þurrka upp bleytu á vellinum. Þjóðverjum var hins vegar alveg sama um það og fékk Annika Lott boltann úr aukakasti og flýtti sér að skora í autt markið. „Þetta voru bellibrögð,“ sagði Stine Skogrand, leikmaður norska liðsins, við VG. Hægt er að sjá atvikið á vef RÚV en það kemur eftir 01:26:28, þegar Lott minnkaði muninn í 29-25 og tæpar sjö mínútur voru eftir af leiknum. „Við héldum að dómarinn hefði stoppað tímann og svo skýtur Annika Lot í tómt markið þegar Katrine er að reyna að þurrka gólfið. Þannig komust þær enn nær okkur,“ sagði Skogrand sem var ekki par sátt: „Neeeiii! Ég varð að klappa aðeins í áttina að Anniku Lott þarna.“ Þórir ósáttur við sínar konur í seinni Þórir Hergeirsson var ekki sáttur með spilamennsku norska liðsins í seinni hálfleik og messaði yfir sínum konum í leikhléi seint í leiknum, og sagði þeim að standa af meiri hörku í vörninni. „Mér fannst þær verða aðeins of flatar. Ég held að þær hefðu gert meira ef það hefði allt verið undir,“ sagði Þórir við VG eftir leikinn. Noregur hefur unnið alla leiki sína til þessa og tryggt sér efsta sætið í milliriðli 2, þrátt fyrir að eiga enn eftir leik við Sviss á morgun. Þær norsku spila því í undanúrslitum á föstudaginn og svo um verðlaun á sunnudaginn. Þýskaland er aftur á móti úr leik.
EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Noregur tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum á EM kvenna í handbolta með sannfærandi sigri á Þjóðverjum. Það gerðu þær þótt að það sé ein umferð eftir í milliriðlinum. 9. desember 2024 18:27 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Noregur tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum á EM kvenna í handbolta með sannfærandi sigri á Þjóðverjum. Það gerðu þær þótt að það sé ein umferð eftir í milliriðlinum. 9. desember 2024 18:27
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita