Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 10:31 Annika Lott skoraði umdeilt mark gegn Noregi á EM í gær. EPA-EFE/CHRISTIAN BRUNA Noregur vann Þýskaland af öryggi í gær og Ólympíumeistararnir hans Þóris Hergeirssonar komust því á flugi í undanúrslit EM. Eitt marka Þýskalands í leiknum þótti hins vegar skorað með afar óheiðarlegum hætti. Noregur vann 32-27 þrátt fyrir slakan seinni hálfleik, en liðið var sex mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn. Mark númer 25 hjá Þýskalandi féll illa í kramið hjá þeim norsku. Katrine Lunde, markvörður Noregs, var þá farin aðeins úr markinu til þess að þurrka upp bleytu á vellinum. Þjóðverjum var hins vegar alveg sama um það og fékk Annika Lott boltann úr aukakasti og flýtti sér að skora í autt markið. „Þetta voru bellibrögð,“ sagði Stine Skogrand, leikmaður norska liðsins, við VG. Hægt er að sjá atvikið á vef RÚV en það kemur eftir 01:26:28, þegar Lott minnkaði muninn í 29-25 og tæpar sjö mínútur voru eftir af leiknum. „Við héldum að dómarinn hefði stoppað tímann og svo skýtur Annika Lot í tómt markið þegar Katrine er að reyna að þurrka gólfið. Þannig komust þær enn nær okkur,“ sagði Skogrand sem var ekki par sátt: „Neeeiii! Ég varð að klappa aðeins í áttina að Anniku Lott þarna.“ Þórir ósáttur við sínar konur í seinni Þórir Hergeirsson var ekki sáttur með spilamennsku norska liðsins í seinni hálfleik og messaði yfir sínum konum í leikhléi seint í leiknum, og sagði þeim að standa af meiri hörku í vörninni. „Mér fannst þær verða aðeins of flatar. Ég held að þær hefðu gert meira ef það hefði allt verið undir,“ sagði Þórir við VG eftir leikinn. Noregur hefur unnið alla leiki sína til þessa og tryggt sér efsta sætið í milliriðli 2, þrátt fyrir að eiga enn eftir leik við Sviss á morgun. Þær norsku spila því í undanúrslitum á föstudaginn og svo um verðlaun á sunnudaginn. Þýskaland er aftur á móti úr leik. EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Noregur tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum á EM kvenna í handbolta með sannfærandi sigri á Þjóðverjum. Það gerðu þær þótt að það sé ein umferð eftir í milliriðlinum. 9. desember 2024 18:27 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Noregur vann 32-27 þrátt fyrir slakan seinni hálfleik, en liðið var sex mörkum yfir eftir fyrri hálfleikinn. Mark númer 25 hjá Þýskalandi féll illa í kramið hjá þeim norsku. Katrine Lunde, markvörður Noregs, var þá farin aðeins úr markinu til þess að þurrka upp bleytu á vellinum. Þjóðverjum var hins vegar alveg sama um það og fékk Annika Lott boltann úr aukakasti og flýtti sér að skora í autt markið. „Þetta voru bellibrögð,“ sagði Stine Skogrand, leikmaður norska liðsins, við VG. Hægt er að sjá atvikið á vef RÚV en það kemur eftir 01:26:28, þegar Lott minnkaði muninn í 29-25 og tæpar sjö mínútur voru eftir af leiknum. „Við héldum að dómarinn hefði stoppað tímann og svo skýtur Annika Lot í tómt markið þegar Katrine er að reyna að þurrka gólfið. Þannig komust þær enn nær okkur,“ sagði Skogrand sem var ekki par sátt: „Neeeiii! Ég varð að klappa aðeins í áttina að Anniku Lott þarna.“ Þórir ósáttur við sínar konur í seinni Þórir Hergeirsson var ekki sáttur með spilamennsku norska liðsins í seinni hálfleik og messaði yfir sínum konum í leikhléi seint í leiknum, og sagði þeim að standa af meiri hörku í vörninni. „Mér fannst þær verða aðeins of flatar. Ég held að þær hefðu gert meira ef það hefði allt verið undir,“ sagði Þórir við VG eftir leikinn. Noregur hefur unnið alla leiki sína til þessa og tryggt sér efsta sætið í milliriðli 2, þrátt fyrir að eiga enn eftir leik við Sviss á morgun. Þær norsku spila því í undanúrslitum á föstudaginn og svo um verðlaun á sunnudaginn. Þýskaland er aftur á móti úr leik.
EM kvenna í handbolta 2024 Tengdar fréttir Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Noregur tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum á EM kvenna í handbolta með sannfærandi sigri á Þjóðverjum. Það gerðu þær þótt að það sé ein umferð eftir í milliriðlinum. 9. desember 2024 18:27 Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Sjá meira
Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Noregur tryggði sér í kvöld sæti í undanúrslitum á EM kvenna í handbolta með sannfærandi sigri á Þjóðverjum. Það gerðu þær þótt að það sé ein umferð eftir í milliriðlinum. 9. desember 2024 18:27