Þakklátur Slot og glaður yfir að vera líkt við goðsögn Sindri Sverrisson skrifar 10. desember 2024 11:31 Ryan Gravenberch þurfti að sinna viðtalsbeiðnum í Girona í gær. Getty/Andrew Powell Hollendingurinn Ryan Gravenberch hefur slegið í gegn með Liverpool á þessari leiktíð, eftir að hafa átt erfitt uppdráttar undir stjórn Jürgens Klopp síðasta vetur. Hann er mættur til Spánar í leik gegn Girona í Meistaradeild Evrópu í kvöld. „Núna spila ég marga leiki í byrjunarliðinu, svo þetta er ólíkt því sem var. Þjálfarinn gaf mér sjálfstraust þegar ég þurfti á því að halda, og ég er ánægður með að geta sýnt aftur hvað ég kann,“ sagði Gravenberch við TNT Sports. Gravenberch gegndi ólíkum hlutverkum og var alls enginn lykilmaður í Liverpool síðasta vetur, á sinni fyrstu leiktíð eftir komuna frá Bayern München. Eftir að landi hans, Arne Slot, tók við Liverpool í sumar og félaginu mistókst að landa Martin Zubimendi, þá hefur Gravenberch hins vegar eignað sér stöðu aftasta miðjumanns með glæsibrag. Það hefur virkað vel fyrir Liverpool sem er efst í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni. Þurfti að fá runu af leikjum Í Meistaradeildinni er Liverpool með fullt hús stiga eftir fimm leiki og getur bætt sjötta sigrinum við í dag, en leikur liðsins við Girona hefst klukkan 17:45. Gravenberch er ekki í vafa um hvað valdi því hve vel hann hefur spilað það sem af er leiktíð: „Það er bara það að fá runu af leikjum. Maður þarf á því að halda. Stundum getur þetta verið mjög erfitt. Til dæmis ef maður er á bekknum, spilar svo vel næst en ert samt aftur á bekknum, kemur svo inn á í tíu mínútur og þær ganga kannski ekki eins og þú hefðir viljað. Svo ertu mættur aftur á bekkinn í næsta leik. Þetta er erfitt.“ "I'm happy I can show myself again"One of Liverpool's standout players this season Ryan Gravenberch on what's changed under Arne Slot ⭐️📺 Catch him in action tonight on @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/77G8JFEOy2— Football on TNT Sports (@footballontnt) December 10, 2024 Gravenberch fékk mikið hrós eftir síðasta leik Liverpool í Meistaradeildinni, þegar liðið vann sannfærandi 2-0 sigur á meisturum Real Madrid. Honum var þá líkt við Þjóðverjann Toni Kroos sem lagði skóna á hilluna í sumar, eftir að hafa verið lykilmaður hjá Real og unnið til dæmis Meistaradeild Evrópu fimm sinnum með liðinu, og áður einu sinni með Bayern München. „Það er gaman að heyra þetta [samanburð við Kroos], auðvitað, því Toni Kroos er goðsögn í íþróttinni. Hann afrekaði margt svo að þetta er gaman að heyra. En horfi ég til annarra miðjumanna? Nei, í raun ekki. Ég horfi bara á sjálfan mig,“ sagði Gravenberch. „Það var gaman að vinna þau [Real Madrid og Leverkusen] því þetta eru virkilega góð lið, en við horfum bara á einn leik í einu og sjáum svo til. Auðvitað vilja menn vinna alla leiki svo markmið okkar er það fyrir hvern leik í deildinni. Það hefði mikla þýðingu ef okkur tækist að vinna alla leiki okkar í keppninni,“ sagði Gravenberch. Leikur Girona og Liverpool hefst klukkan 17:45 og er sýndur á Vodafone Sport. Fylgst verður með öllum sjö leikjunum sem hefjast klukkan 20 í Meistaradeildarmessunni á Stöð 2 Sport 2. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Fleiri fréttir Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Sjá meira
„Núna spila ég marga leiki í byrjunarliðinu, svo þetta er ólíkt því sem var. Þjálfarinn gaf mér sjálfstraust þegar ég þurfti á því að halda, og ég er ánægður með að geta sýnt aftur hvað ég kann,“ sagði Gravenberch við TNT Sports. Gravenberch gegndi ólíkum hlutverkum og var alls enginn lykilmaður í Liverpool síðasta vetur, á sinni fyrstu leiktíð eftir komuna frá Bayern München. Eftir að landi hans, Arne Slot, tók við Liverpool í sumar og félaginu mistókst að landa Martin Zubimendi, þá hefur Gravenberch hins vegar eignað sér stöðu aftasta miðjumanns með glæsibrag. Það hefur virkað vel fyrir Liverpool sem er efst í ensku úrvalsdeildinni og í Meistaradeildinni. Þurfti að fá runu af leikjum Í Meistaradeildinni er Liverpool með fullt hús stiga eftir fimm leiki og getur bætt sjötta sigrinum við í dag, en leikur liðsins við Girona hefst klukkan 17:45. Gravenberch er ekki í vafa um hvað valdi því hve vel hann hefur spilað það sem af er leiktíð: „Það er bara það að fá runu af leikjum. Maður þarf á því að halda. Stundum getur þetta verið mjög erfitt. Til dæmis ef maður er á bekknum, spilar svo vel næst en ert samt aftur á bekknum, kemur svo inn á í tíu mínútur og þær ganga kannski ekki eins og þú hefðir viljað. Svo ertu mættur aftur á bekkinn í næsta leik. Þetta er erfitt.“ "I'm happy I can show myself again"One of Liverpool's standout players this season Ryan Gravenberch on what's changed under Arne Slot ⭐️📺 Catch him in action tonight on @tntsports & @discoveryplusUK pic.twitter.com/77G8JFEOy2— Football on TNT Sports (@footballontnt) December 10, 2024 Gravenberch fékk mikið hrós eftir síðasta leik Liverpool í Meistaradeildinni, þegar liðið vann sannfærandi 2-0 sigur á meisturum Real Madrid. Honum var þá líkt við Þjóðverjann Toni Kroos sem lagði skóna á hilluna í sumar, eftir að hafa verið lykilmaður hjá Real og unnið til dæmis Meistaradeild Evrópu fimm sinnum með liðinu, og áður einu sinni með Bayern München. „Það er gaman að heyra þetta [samanburð við Kroos], auðvitað, því Toni Kroos er goðsögn í íþróttinni. Hann afrekaði margt svo að þetta er gaman að heyra. En horfi ég til annarra miðjumanna? Nei, í raun ekki. Ég horfi bara á sjálfan mig,“ sagði Gravenberch. „Það var gaman að vinna þau [Real Madrid og Leverkusen] því þetta eru virkilega góð lið, en við horfum bara á einn leik í einu og sjáum svo til. Auðvitað vilja menn vinna alla leiki svo markmið okkar er það fyrir hvern leik í deildinni. Það hefði mikla þýðingu ef okkur tækist að vinna alla leiki okkar í keppninni,“ sagði Gravenberch. Leikur Girona og Liverpool hefst klukkan 17:45 og er sýndur á Vodafone Sport. Fylgst verður með öllum sjö leikjunum sem hefjast klukkan 20 í Meistaradeildarmessunni á Stöð 2 Sport 2.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Fótbolti Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Körfubolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Sport Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Körfubolti Napólí heldur pressunni á toppliði Inter Fótbolti Fleiri fréttir Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Nottingham Forest í undanúrslit eftir vítaspyrnukeppni Sluppu naumlega með sigur gegn fallbaráttuliði Slæmt tap í fyrsta leik Freys Hlynur og Hjörtur byrjuðu báðir fyrsta leik eftir landsleikjahlé Elías fiskaði vítaspyrnu og Brynjólfur sá gult í dramatísku jafntefli Alfons og Willum spiluðu báðir í stórsigri gegn botnliðinu Erfið staða Ingibjargar og Hafrúnar en nýja liðið neitar að tapa Sigur Arnórs í fyrsta leik en áfram leiðindi hjá liði Mikaels og Bjarka Sjá meira