Þetta eru frábærar fréttir fyrir Blika sem urðu Íslandsmeistarar í haust. Smith spilað síðustu sjö leiki liðsins og var með níu mörk og sjö stoðsendingar í þeim. Það var innkoma sem verður talað lengi um en eftir komu hennar voru Blikarnir langöflugasta sóknarlið landsins.
Smith er spennt fyrir því að koma aftur til Íslands og hún sendi skilaboð til stuðningsmanna Blika í gegnum samfélagsmiðla Breiðabliks.
„Hæ stuðningsmenn Breiðabliks. Ég er svo spennt fyrir því að hafa framlengt samning minn í eitt tímabil í viðbót við besta félagið í landinu,“ sagði Samantha.
„Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands og halda skildinum þar sem hann á heima,“ sagði Samantha á ensku en endaði svo á íslensku: „Áfram Breiðablik.“