Í flokki fyrirtækjamarkaðar eru tilnefnd Alfreð, Dropp, Heimar, Noona og Origo.
Í flokki einstaklingsmarkaðar þar sem eru 50 eða fleiri starfsmenn eru tilnefnd 66 norður, Bónus, Krónan, Síminn og Sky Lagoon.
Í flokki einstaklingsmarkaðar þar sem eru 49 eða færri starfsmenn eru tilnefnd Arna, Blush, Hopp, Orkusalan og Metta sport.
Í flokki vörumerkis vinnustaðar eru tilnefnd Advania, Arion banki, Elko, Nova og Orkan.

Í tilkynningu segir að flokkurinn vörumerki vinnustaðar sé nýr flokkur í ár. Flokkurinn þótti því góð viðbót og flokkurinn erlend vörumerki á Íslandi var hvíldur í ár.
Þá segir að við valið hafi ferlið verið það sama og áður þar sem 50 sérfræðingar úr atvinnulífinu og fræðasamfélaginu tilnefndu vörumerkin og rökstuddu sitt val, einnig var kallað eftir tilnefningum frá almenningi.
Þau vörumerki sem eru tilnefnd þurfa að skila inn vörumerkjakynningu og keyra brandr vísitöluna á viðskiptavini, valnefnd fer svo vel yfir það og gefur einkunn. Besta íslenska vörumerkið í hverjum flokki fær viðurkenningu við hátíðlega athöfn þann 5. febrúar.