Dagurinn byrjar snemma því það verður dregið í undankeppni HM 2026 klukkan ellefu en þar verður íslenska karlalandsliðið í pottinum.
Körfuboltinn á kvöldið en þar verða tveir leikir í beinni í Bónus deild karla í körfubolta og svo Körfuboltakvöld á eftir.
Það verða einnig sýndir leikir í þýsku kvennadeildinni, ensku b-deildinni og NHL-deildinni.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.
Stöð 2 Sport
Klukkan 20.00 hefst útsending frá leik Grindavíkur og Vals í Bónus deild karla í körfubolta.
Klukkan 22.00 hefst Bónus Körfuboltakvöld þar sem farið verður yfir alla leikina í tíundu umferð Bónus deildar karla í körfubolta.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 11.00 hefst útsending frá drætti í undankeppni HM í fótbolta 2026.
Stöð 2 Sport 5
Klukkan 19.05 hefst útsending frá leik Þórs Þ. og Álftaness í Bónus deild karla í körfubolta.
Vodafone Sport
Klukkan 17.25 hefst útsending frá leik Zeiss Jena og Frankfurt í þýsku kvennadeildinni í fótbolta.
Klukkan 19.50 hefst útsending frá leik Derby og Portsmouth í ensku b-deildinni.
Klukkan 00.05 er leikur Carolina Hurricanes og Ottawa Senators í NHL-deildinni í íshokkí á dagskrá.