Gennaro Gattuso gerði garðinn frægan á sínum tíma sem leikmaður AC Milan og ítalska landsliðinu en það muna margir eftir þessum baráttuglaða miðjumanni.
Gattuso er nú þjálfari króatíska félagsins Hajduk Split en hann tók við liðinu í sumar.
Síðustu tvo áratugi hefur Gattuso borið veglegt skegg en nú er það farið. Ástæðan er söfnun fyrir góðgerðasamtök sem styðja andleg málefni karlmanna í Króatíu.
Söfnunin heitir „Bradata Aukcija“ og það vantaði nokkur þúsund evra til markmiðinu yrði náð. Þá steig þjálfari Hajduk Split fram á sjónarsviðið.
„Ég hef ekki rakað af mér skeggið í tvö ár en ég er ánægður með að geta gert það fyrir gott málefni,“ sagði Gennaro Gattuso.
„Höfum samt eitt á hreinu. Við þurfum að safna að minnsta kostið tíu þúsund evrum svo ég láti verða af þessu,“ sagði Gattuso.
Stuðningsmenn Hajduk Split voru fljótir að bregðast við kalli þjálfara síns og söfnuðu upp í tíu þúsund evra markmiðið. Hann er því búinn að raka af sér allt skeggið eins og Sportbible segir frá.