Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni Jón Þór Stefánsson skrifar 13. desember 2024 08:00 Lúðvík Pétursson lést þann 10. janúar síðastliðinn í vinnuslysi þegar hann var við sprungufyllingar í Grindavík. Vísir „Við höfum alveg frá fyrsta degi talað fyrir því að þessi atburður sé þannig að það þurfi að fara yfir í rauninni alla atburðarásina og ná sýn á stóru myndina,“ segir Elías Pétursson, bróðir Lúðvíks Péturssonar, sem lést eftir að hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í janúar síðastliðnum. Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem mun fara með ytri rýni á aðgerðir og aðgerðaleysi viðbragðsaðila tengdum jarðhræringum á Reykjanesskaga. Í þessari rýni verður tímabilið frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir þann 25. október í fyrra og til dagsins þegar starfshópurinn var skipaður skoðað. Starfshópurinn mun vera skipaður sérfræðingum og á hann að skila skýrslu til ráðherra um málið. Fjölskylda Lúðvíks hefur kallað eftir rannsókn á andláti hans, en hann var við vinnu við íbúðarhús þegar slysið átti sér stað. Þriggja daga leit að honum skilaði engu. Elías segir að fjölskyldan sé ánægð með ákvörðun ráðherra um skipun starfshópsins. Þau telji ljóst að þáttur slyssins muni vera veigamikill. „En við teljum algjörlega einsýnt að þetta muni umhverfast mjög um þetta atvik, enda er þetta gríðarlega stórt og breytti í raun eðli þessara hamfara. Ég tel víst að þessi starfshópur sérfræðinga muni fara mjög vel ofan í þetta mál sem snýr að slysinu, bæði aðdraganda þess, slysið sjálft og eftirleikinn,“ segir Elías. Vinnueftirlitið hefur skilað skýrslu um málið, og þá er lögreglan á Suðurnesjum með það til rannsóknar hvort eitthvað saknæmt hafi mögulega átt sér stað í tengslum við málið. „Við lítum ekki svo á að þetta sé einhver leit að sökudólgum, heldur snúist þetta um að ná einhverri óvilhallri mynd sem getur orðið grundvöllur að umræðu og vonandi komið í veg fyrir eða minnkað líkurnar á því að eitthvað í líkingu við þetta komi fyrir aftur.“ Fjölskyldan hefur einnig óskað eftir því að líkamsleifar Lúðvíks, eða Lúlla eins og hann var kallaður, verði grafnar upp. „Við teljum með öllu óásættanlegt að hann sé þarna í einhverjum malarhaug undir húsi í Grindavík.“ Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur skipað starfshóp sem mun fara með ytri rýni á aðgerðir og aðgerðaleysi viðbragðsaðila tengdum jarðhræringum á Reykjanesskaga. Í þessari rýni verður tímabilið frá því að óvissustigi almannavarna var lýst yfir þann 25. október í fyrra og til dagsins þegar starfshópurinn var skipaður skoðað. Starfshópurinn mun vera skipaður sérfræðingum og á hann að skila skýrslu til ráðherra um málið. Fjölskylda Lúðvíks hefur kallað eftir rannsókn á andláti hans, en hann var við vinnu við íbúðarhús þegar slysið átti sér stað. Þriggja daga leit að honum skilaði engu. Elías segir að fjölskyldan sé ánægð með ákvörðun ráðherra um skipun starfshópsins. Þau telji ljóst að þáttur slyssins muni vera veigamikill. „En við teljum algjörlega einsýnt að þetta muni umhverfast mjög um þetta atvik, enda er þetta gríðarlega stórt og breytti í raun eðli þessara hamfara. Ég tel víst að þessi starfshópur sérfræðinga muni fara mjög vel ofan í þetta mál sem snýr að slysinu, bæði aðdraganda þess, slysið sjálft og eftirleikinn,“ segir Elías. Vinnueftirlitið hefur skilað skýrslu um málið, og þá er lögreglan á Suðurnesjum með það til rannsóknar hvort eitthvað saknæmt hafi mögulega átt sér stað í tengslum við málið. „Við lítum ekki svo á að þetta sé einhver leit að sökudólgum, heldur snúist þetta um að ná einhverri óvilhallri mynd sem getur orðið grundvöllur að umræðu og vonandi komið í veg fyrir eða minnkað líkurnar á því að eitthvað í líkingu við þetta komi fyrir aftur.“ Fjölskyldan hefur einnig óskað eftir því að líkamsleifar Lúðvíks, eða Lúlla eins og hann var kallaður, verði grafnar upp. „Við teljum með öllu óásættanlegt að hann sé þarna í einhverjum malarhaug undir húsi í Grindavík.“
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira