„Finnst að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót“ Kári Mímisson skrifar 12. desember 2024 22:34 Jakob Örn Sigurðarson stýrði sínum mönnum til sigurs á Ásvöllum í kvöld. Vísir/Anton Brink Jakob Örn Sigurðarson, þjálfari KR, var að vonum sáttur með sigur síns liðs gegn Haukum nú í kvöld. KR-ingar léku við hvern sinn fingur í fyrri hálfleik en áttu afleitan kafla í þriðja leikhluta þar sem Haukum tókst að saxa vel á forskot KR. „Ég er mjög ánægður með sigurinn. Þetta var alvöru leikur hér í seinni hálfleik. Mér fannst við eða við vorum bara frábærir í fyrri hálfleik. Spiluðum rosalega vel, sérstaklega sóknarlega þar sem við vorum að finna mjög góð skot, vorum að skjóta með sjálfstrausti og spiluðum vel saman. Á sama tíma þá fannst mér við detta allt of mikið niður í seinni hálfleik sérstaklega varnarlega. Ákefðin og orkan var ekki góð og við vorum bara ekki nógu physical. Við leyfðum þeim að komast þangað sem þeir vildu, þeir fóru inn í teig og skoruðu auðveldar körfur. Þetta er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jakob. Er þessi byrjun á seinni hálfleiknum eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af? „Það er það af því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í vetur hjá okkur. Þetta hefur gerst ítrekið í vetur að við erum mjög flottir í fyrri hálfleik, spilum vel en svo gerist eitthvað í hálfleik þar sem við erum ekki á sama stað eftir hálfleikinn. Við þurfum að skoða þetta betur og reyna að finna eitthvað til að kveikja í okkur í hálfleik,“ sagði Jakob. Aðspurður út í það hvort það hafi eitthvað farið um hann í þriðja leikhluta þegar lið Hauka tókst að minnka forskot KR verulega segir Jakob það sannarlega hafa gert það. Á sama tíma segir hann að liðið hafi náð að bregðast vel við og halda út eftir gott áhlaup heimamanna. „Að sjálfsögðu fór um mann, líka af því að þetta gerðist svo hratt. Þeir ná þessu strax úr 23 stigum í hálfleik niður í fimm og rosalega mikið eftir af leiknum. Að sjálfsögðu fór þá um mann. Ég var búinn að taka leikhlé og búinn að prófa ýmsa hluti en sem betur fer þá náðum við okkur í lok þriðja leikhluta og náðum smá dampi og flæði aftur. Við náðum svo að halda ágætri forystu fyrir fjórða leikhluta sem var mjög sterkt og mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Jakob. KR hefur nú unnið fimm af fyrstu tíu leikjum sínum og eru en með í bikarnum. Jakob segist vera sáttur með hvernig liðið sé að spila en vill þó meira. Þetta hafi verið í fyrsta sinn í vetur þar sem liðið sigri tvo leiki í röð sem sé eitthvað sem hann og hans menn geti byggt ofan á. „Eins og leikirnir hafa spilast í vetur þá finnst mér að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sé allavega tvo leiki sem við töpuðum sem mér þykir að við hefðum átt að vinna. Á sama tíma erum að reyna að finna okkar leik líka og það hefur verið ágætis stígandi hjá okkur en það sem er að angra mig mest er hversu óstöðugir við erum. Við erum frábærir í einum leik en svo komum við í næsta leik og náum ekki að halda dampi. Ég held samt að þetta sé í fyrsta skiptið í vetur þar sem okkur tekst að vinna tvo leiki í röð, unnum í bikarnum og svo nú í kvöld þannig að vonandi er það eitthvað sem við getum byggt ofan á.,“ sagði Jakob. Bónus-deild karla KR Haukar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira
„Ég er mjög ánægður með sigurinn. Þetta var alvöru leikur hér í seinni hálfleik. Mér fannst við eða við vorum bara frábærir í fyrri hálfleik. Spiluðum rosalega vel, sérstaklega sóknarlega þar sem við vorum að finna mjög góð skot, vorum að skjóta með sjálfstrausti og spiluðum vel saman. Á sama tíma þá fannst mér við detta allt of mikið niður í seinni hálfleik sérstaklega varnarlega. Ákefðin og orkan var ekki góð og við vorum bara ekki nógu physical. Við leyfðum þeim að komast þangað sem þeir vildu, þeir fóru inn í teig og skoruðu auðveldar körfur. Þetta er eitthvað sem við verðum að laga,“ sagði Jakob. Er þessi byrjun á seinni hálfleiknum eitthvað sem þarf að hafa áhyggjur af? „Það er það af því að þetta er ekki í fyrsta skiptið sem þetta gerist í vetur hjá okkur. Þetta hefur gerst ítrekið í vetur að við erum mjög flottir í fyrri hálfleik, spilum vel en svo gerist eitthvað í hálfleik þar sem við erum ekki á sama stað eftir hálfleikinn. Við þurfum að skoða þetta betur og reyna að finna eitthvað til að kveikja í okkur í hálfleik,“ sagði Jakob. Aðspurður út í það hvort það hafi eitthvað farið um hann í þriðja leikhluta þegar lið Hauka tókst að minnka forskot KR verulega segir Jakob það sannarlega hafa gert það. Á sama tíma segir hann að liðið hafi náð að bregðast vel við og halda út eftir gott áhlaup heimamanna. „Að sjálfsögðu fór um mann, líka af því að þetta gerðist svo hratt. Þeir ná þessu strax úr 23 stigum í hálfleik niður í fimm og rosalega mikið eftir af leiknum. Að sjálfsögðu fór þá um mann. Ég var búinn að taka leikhlé og búinn að prófa ýmsa hluti en sem betur fer þá náðum við okkur í lok þriðja leikhluta og náðum smá dampi og flæði aftur. Við náðum svo að halda ágætri forystu fyrir fjórða leikhluta sem var mjög sterkt og mikilvægt fyrir okkur,“ sagði Jakob. KR hefur nú unnið fimm af fyrstu tíu leikjum sínum og eru en með í bikarnum. Jakob segist vera sáttur með hvernig liðið sé að spila en vill þó meira. Þetta hafi verið í fyrsta sinn í vetur þar sem liðið sigri tvo leiki í röð sem sé eitthvað sem hann og hans menn geti byggt ofan á. „Eins og leikirnir hafa spilast í vetur þá finnst mér að við ættum að vera með einn til tvo sigra í viðbót ef ég á að vera alveg hreinskilinn. Ég sé allavega tvo leiki sem við töpuðum sem mér þykir að við hefðum átt að vinna. Á sama tíma erum að reyna að finna okkar leik líka og það hefur verið ágætis stígandi hjá okkur en það sem er að angra mig mest er hversu óstöðugir við erum. Við erum frábærir í einum leik en svo komum við í næsta leik og náum ekki að halda dampi. Ég held samt að þetta sé í fyrsta skiptið í vetur þar sem okkur tekst að vinna tvo leiki í röð, unnum í bikarnum og svo nú í kvöld þannig að vonandi er það eitthvað sem við getum byggt ofan á.,“ sagði Jakob.
Bónus-deild karla KR Haukar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Martin flottur þegar Alba Berlín tryggði sig inn í úrslitakeppnina „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Sjá meira