Sér möguleika í riðli Íslands: „Mér finnst þetta ekkert svartnætti“ Aron Guðmundsson skrifar 14. desember 2024 09:30 Orri Óskarsson, sóknarmaður Íslands mun leika stórt hlutverk í komandi undankeppni Íslands fyrir HM 2026 í fótbolta. Hann er einn af þessum frambærilegum sóknarmönnum sem Baldur Sigurðsson segir Ísland eiga. vísir/Hulda Margrét Dregið var í riðla fyrir undankeppni HM 2026 í fótbolta karla í gær. Íslenska landsliðið var í pottinum og tekur sérfræðingurinn og fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaðurinn Baldur Sigurðsson ekki undir bölsýnisspár um möguleika Íslands. Hann hefur trú. Ísland mun verða í krefjandi riðli með sigurvegaranum úr einvígi Frakklands og Króatíu í Þjóðadeildinni sem og Úkraínu og Azerbaijan. Efsta lið hvers riðils fer beint áfram. Liðin í 2.sæti fara í umspil. „Mér lýst bara nokkuð vel á þetta. Að sjálfsögðu hefði maður alltaf geta óskað sér betri riðils en mér finnst þetta ekkert svartnætti. Maður varð strax var við neikvæðnisraddir en ég er ekki alveg jafn neikvæður. Ef ég horfi á liðin sem við erum að fara mæta. Tökum fyrst efsta styrkleikaflokkinn fyrir þar sem að við mætum annað hvort Frökkum eða Króötum þá finnst mér líklegt að við séum að fara fá Frakkana í okkar riðil. Staðan hjá þeim hefur verið betri. Í Úkraínu erum við svo að fara mæta andstæðingi sem við könnumst nú við. Mættum þeim nú síðast í umspili á síðasta ári úti og vorum býsna nálægt því að slá þá út. Ég er miðlungs sáttur með þetta. Hef ekki miklar áhyggjur af Azerbaíjan en það verða vissulega mjög krefjandi leikir við Úkraínu og liðið úr efsta styrkleikaflokki. Ég sé möguleika.“ Klippa: Bjartsýnn á möguleika Íslands í undankeppni HM Ef horft sé á riðilinn með raunsæis gleraugum ætti baráttan um annað sætið að vera við Úkraínu. „Sem mér finnst alveg gerlegt. Úkraína er skrýtinn andstæðingur að mæta. Geta gert bestu landsliðum heims skráveifu en maður sér það þó einnig á úrslitum þeirra að þeir geta dottið niður og átt slæm úrslit á móti minni spámönnum sem við kannski erum í þessu tilfelli. Mér finnst íslenska liðið spennandi. Finnst við hafa lið sem getur strítt þessum stærri liðum ef við náum aðeins að þétta varnarleikinn því sóknarlega lítum við frábærlega út ef við höfum úr öllum okkar mönnum að velja. Það er spennandi mót fram undan. Fyrsta HM sem að ég féll fyrir var árið 1994 í Bandaríkjunum. Ég er fæddur árið 1985 og það vekur upp frábærar minningar að hugsa til þess að Ísland gæti mögulega verið með lið á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu og verð fyrsti maður til að kaupa mér miða á leiki Íslands á HM ef við förum þangað. Ég vona að við förum áfram úr þessum riðli.“ Ísland hefur leik í riðlakeppninni í september á næsta ári og henni lýkur í nóvember, eins konar hraðmót. Óvíst er á þessari stundu hver muni stýra liðinu í undankeppninni. Leit að landsliðsþjálfara stendur yfir. Sá mun hafa nóg fyrir stafni á næsta ári. „Mómentum, meiðsli, hvaða þjálfara erum við að fara fá í brúna og hvaða tíma hefur hann til að undirbúa sig. Nú liggur dálítið á. Nú þurfum við að fara fá inn þjálfara. Fá inn verkefni og hann þarf að fá tíma. Öll smáatriði skipta máli í þessum heimi. Sérstaklega þegar að þú ert kominn inn í þennan landsliðsheim. Nú ærið verkefni framu og mjög spennandi að sjá hvað KSÍ ætlar að gera með þjálfarann.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira
Ísland mun verða í krefjandi riðli með sigurvegaranum úr einvígi Frakklands og Króatíu í Þjóðadeildinni sem og Úkraínu og Azerbaijan. Efsta lið hvers riðils fer beint áfram. Liðin í 2.sæti fara í umspil. „Mér lýst bara nokkuð vel á þetta. Að sjálfsögðu hefði maður alltaf geta óskað sér betri riðils en mér finnst þetta ekkert svartnætti. Maður varð strax var við neikvæðnisraddir en ég er ekki alveg jafn neikvæður. Ef ég horfi á liðin sem við erum að fara mæta. Tökum fyrst efsta styrkleikaflokkinn fyrir þar sem að við mætum annað hvort Frökkum eða Króötum þá finnst mér líklegt að við séum að fara fá Frakkana í okkar riðil. Staðan hjá þeim hefur verið betri. Í Úkraínu erum við svo að fara mæta andstæðingi sem við könnumst nú við. Mættum þeim nú síðast í umspili á síðasta ári úti og vorum býsna nálægt því að slá þá út. Ég er miðlungs sáttur með þetta. Hef ekki miklar áhyggjur af Azerbaíjan en það verða vissulega mjög krefjandi leikir við Úkraínu og liðið úr efsta styrkleikaflokki. Ég sé möguleika.“ Klippa: Bjartsýnn á möguleika Íslands í undankeppni HM Ef horft sé á riðilinn með raunsæis gleraugum ætti baráttan um annað sætið að vera við Úkraínu. „Sem mér finnst alveg gerlegt. Úkraína er skrýtinn andstæðingur að mæta. Geta gert bestu landsliðum heims skráveifu en maður sér það þó einnig á úrslitum þeirra að þeir geta dottið niður og átt slæm úrslit á móti minni spámönnum sem við kannski erum í þessu tilfelli. Mér finnst íslenska liðið spennandi. Finnst við hafa lið sem getur strítt þessum stærri liðum ef við náum aðeins að þétta varnarleikinn því sóknarlega lítum við frábærlega út ef við höfum úr öllum okkar mönnum að velja. Það er spennandi mót fram undan. Fyrsta HM sem að ég féll fyrir var árið 1994 í Bandaríkjunum. Ég er fæddur árið 1985 og það vekur upp frábærar minningar að hugsa til þess að Ísland gæti mögulega verið með lið á HM í Bandaríkjunum, Mexíkó og Kanada árið 2026. Ég er gríðarlega spenntur fyrir þessu og verð fyrsti maður til að kaupa mér miða á leiki Íslands á HM ef við förum þangað. Ég vona að við förum áfram úr þessum riðli.“ Ísland hefur leik í riðlakeppninni í september á næsta ári og henni lýkur í nóvember, eins konar hraðmót. Óvíst er á þessari stundu hver muni stýra liðinu í undankeppninni. Leit að landsliðsþjálfara stendur yfir. Sá mun hafa nóg fyrir stafni á næsta ári. „Mómentum, meiðsli, hvaða þjálfara erum við að fara fá í brúna og hvaða tíma hefur hann til að undirbúa sig. Nú liggur dálítið á. Nú þurfum við að fara fá inn þjálfara. Fá inn verkefni og hann þarf að fá tíma. Öll smáatriði skipta máli í þessum heimi. Sérstaklega þegar að þú ert kominn inn í þennan landsliðsheim. Nú ærið verkefni framu og mjög spennandi að sjá hvað KSÍ ætlar að gera með þjálfarann.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Fótbolti Mest lesið Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Handbolti Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Enski boltinn Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Handbolti Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Enski boltinn Yfir hundrað gallaðir verðlaunapeningar frá ÓL í París Sport Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Handbolti Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Fótbolti Gapandi hissa á „katastrófu“ í leik Íslands: „Hvaða grín er þetta?“ Handbolti Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Handbolti Fleiri fréttir Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Viðræður við Solskjær langt á veg komnar Jón Daði skiptir um félag í C-deild Englands „Hluti af mér sem persónu að hafa smá skap“ Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Arnar rak Sölva í beinni: „Vil ekki sjá hann hérna“ Hefði viljað fá miklu hærri upphæð fyrir Arnar frá KSÍ Foden: Við erum ekki heimskir, titillinn er farinn Fimm marka veislur hjá bæði Barcelona og Bayern Arsenal kom til baka og vann slaginn um Norður-London Isak áfram í stuði og Moyes tapaði fyrsta leik Sjá meira