Alvotech taki þátt í uppbyggingu en Reykjavík reki skólann Ólafur Björn Sverrisson skrifar 13. desember 2024 20:44 Líf hefur sínar efasemdir fyrirtækjaleikskólana. vísir/vilhelm Líf Magneudóttir oddviti VG í borgarstjórn veltir fyrir sér afleiðingum þess að fyrirtæki hefji rekstur leikskóla. Færist starfsfólk yfir gæti það leitt til þess að mönnunarvandinn, rót vandans að hennar sögn, aukist. Líf og Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins ræddu nýjustu vendingar í leikskólamálum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Felast þær vendingar í framtaki fyrirtækja, á borð við Alvotech og Arion banka, um að koma á fót leikskólum og dagvistun á höfuðborgarsvæðinu, til að bregðast við leikskólavanda sem starfsmenn glíma við. Borgarstjóri sagðist í dag einmitt hafa hvatt atvinnulífið til að beita sér í málaflokknum. Líf segir máli skipta hvernig brugðist verði við mönnunarvanda leikskólanna. „Eiga þessir fyrirtækjaleikskólar að vera þá bara fyrir börn þeirra sem starfa í fyrirtækinu? Af því að hugmyndafræðin er sú að öll börn eigi að sitja jöfn við sama borð þegar það kemur að inntöku í leikskólana. Auðvitað er raunin sú að það er ekki, vegna þess að okkur vantar pláss en okkur vantar líka starfsfólk til að manna þessi pláss, leikskólakennara.“ „Maður veltir líka fyrir sér í þessu, hvaðan kemur þetta starfsfólk, leikskólakennarar, sem eiga að starfa í þessum fyrirtækjaleikskólum?“ Rót vandans sé vandi við mönnun, og veltir Líf því fyrir sér hvort staðan batni ef starfsfólk Reykjavíkurborgar færi sig yfir í fyrirtækjaskólana. „Erum við þá ekki bara á verri stað?,“ spyr hún. „Kannski væri ráð að Alvotech gæti komið að því að byggja þessa leikskóla gegn því að fá úthlutuðum nokkrum plássum, en annars tæki borgin að sér að reka þessa leikskóla.“ Fjölbreyttar lausnir, segir Hildur Hildur Björnsdóttir fagnar framtaki einkafyrirtækjanna. Hún segir þau Líf Magneudóttur oddvita VG í borginni sammála um að framtakið „spretti ekki úr tómarúmi“. „Þetta er viðbragð við mjög alvarlegri stöðu sem hefur skapast í leikskólamálum borgarinnar. Biðlistar eru hvergi lengri eftir leikskólaplássi en í Reykjavík og meðalaldur hvergi hærri. Svo eru mörg pláss ónothæf vegna myglu og raka og svo eru mörg hundruð börn í viku hverri sem þurfa að vera heima vegna mönnunarvanda,“ segir Hildur. Ljóst sé að leikskólavandinn verði ekki leystur nema með fjölbreyttum leiðum. „Þetta höfum við ítrekað bent á og mér hefur þótt vont að sjá meirihlutann hjakka í sama farinu og reyna að plástra gamalt og ónýtt kerfi. Augljóslega þurfum við að horfa á fjölbreyttar lausnir, efla leikskólastigið. Dagforeldrakerfið er því miður á undanhaldi og það þarf að bregðast við því. Ég fagna daggæslu á vinnustöðum og leikskólum. En til þess þarf regluverk borgarinnar að vera sveigjanlegt, því miður er það frekar þröngt í dag og ekki mjög einfalt fyrir þá sem vilja opna svona starfsemi.“ Leikskólar Reykjavík Fjármálafyrirtæki Fæðingarorlof Börn og uppeldi Alvotech Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Líf og Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins ræddu nýjustu vendingar í leikskólamálum í kvöldfréttum Stöðvar 2. Felast þær vendingar í framtaki fyrirtækja, á borð við Alvotech og Arion banka, um að koma á fót leikskólum og dagvistun á höfuðborgarsvæðinu, til að bregðast við leikskólavanda sem starfsmenn glíma við. Borgarstjóri sagðist í dag einmitt hafa hvatt atvinnulífið til að beita sér í málaflokknum. Líf segir máli skipta hvernig brugðist verði við mönnunarvanda leikskólanna. „Eiga þessir fyrirtækjaleikskólar að vera þá bara fyrir börn þeirra sem starfa í fyrirtækinu? Af því að hugmyndafræðin er sú að öll börn eigi að sitja jöfn við sama borð þegar það kemur að inntöku í leikskólana. Auðvitað er raunin sú að það er ekki, vegna þess að okkur vantar pláss en okkur vantar líka starfsfólk til að manna þessi pláss, leikskólakennara.“ „Maður veltir líka fyrir sér í þessu, hvaðan kemur þetta starfsfólk, leikskólakennarar, sem eiga að starfa í þessum fyrirtækjaleikskólum?“ Rót vandans sé vandi við mönnun, og veltir Líf því fyrir sér hvort staðan batni ef starfsfólk Reykjavíkurborgar færi sig yfir í fyrirtækjaskólana. „Erum við þá ekki bara á verri stað?,“ spyr hún. „Kannski væri ráð að Alvotech gæti komið að því að byggja þessa leikskóla gegn því að fá úthlutuðum nokkrum plássum, en annars tæki borgin að sér að reka þessa leikskóla.“ Fjölbreyttar lausnir, segir Hildur Hildur Björnsdóttir fagnar framtaki einkafyrirtækjanna. Hún segir þau Líf Magneudóttur oddvita VG í borginni sammála um að framtakið „spretti ekki úr tómarúmi“. „Þetta er viðbragð við mjög alvarlegri stöðu sem hefur skapast í leikskólamálum borgarinnar. Biðlistar eru hvergi lengri eftir leikskólaplássi en í Reykjavík og meðalaldur hvergi hærri. Svo eru mörg pláss ónothæf vegna myglu og raka og svo eru mörg hundruð börn í viku hverri sem þurfa að vera heima vegna mönnunarvanda,“ segir Hildur. Ljóst sé að leikskólavandinn verði ekki leystur nema með fjölbreyttum leiðum. „Þetta höfum við ítrekað bent á og mér hefur þótt vont að sjá meirihlutann hjakka í sama farinu og reyna að plástra gamalt og ónýtt kerfi. Augljóslega þurfum við að horfa á fjölbreyttar lausnir, efla leikskólastigið. Dagforeldrakerfið er því miður á undanhaldi og það þarf að bregðast við því. Ég fagna daggæslu á vinnustöðum og leikskólum. En til þess þarf regluverk borgarinnar að vera sveigjanlegt, því miður er það frekar þröngt í dag og ekki mjög einfalt fyrir þá sem vilja opna svona starfsemi.“
Leikskólar Reykjavík Fjármálafyrirtæki Fæðingarorlof Börn og uppeldi Alvotech Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Sjá meira