Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar 15. desember 2024 08:32 Félag atvinnurekenda (FA) berst fyrir því, fyrir hönd sinna félagsmanna, að stjórnvöld lækki eða felli niður tolla á tilteknum landbúnaðarvörum, með það að markmiði að lækka verð og bæta hag neytenda. Samtök verslunarmanna (VR) ásamt fleirum hafa tekið í sama streng og beita sér í sameiningu með FA gagnvart stjórnvöldum til að knýja á um lækkun tolla í þeim tilgangi að bæta hag launþega, sbr. bókanir við kjarasamninga þar um. Tollaumræðan einkennist gjarnan af villandi málflutningi, þar sem FA er látið líta út sem talsmaður neytenda. Raunveruleikinn er hins vegar sá að FA er að gæta sérhagsmuna örfárra eigenda innflutningsfyrirtækja. Á sama tíma byggir íslenskur landbúnaður afkomu sína á tollvernd sem á að tryggja sanngjarnari samkeppnisstöðu gagnvart innfluttum vörum. Landbúnaðurinn skapar 10–12 þúsund bein og óbein störf og er lykilþáttur í að viðhalda byggðafestu og fjölbreyttri atvinnu um land allt. Innflutningur aukist Innflutningur landbúnaðarvara hefur aukist á undanförnum árum, en á sama tíma hefur dregið úr tollvernd ýmissa landbúnaðarvara í formi tollaniðurfellinga, tollalækkana og aukinna tollkvóta. Þetta hefur skapað ósanngjarna samkeppnisstöðu fyrir íslenska bændur, þar sem kröfur til innfluttra vara eru ekki sambærilegar við þær ströngu reglur sem gilda um innlenda framleiðslu. Þá eru gæði afurða og dýravelferð ekki ávallt tryggð með innfluttum vörum. Með tollverndinni er ekki aðeins verið að jafna samkeppnisstöðu bænda, heldur verið að stuðla að dýravelferð og tryggja að innfluttar vörur uppfylli sambærilega gæðastaðla og íslensk framleiðsla. Hins vegar hefur þetta aftur á móti ekki virkað sem skyldi í framkvæmd. Með auknum tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur eða niðurfellingu á tollum er einfaldlega verið að flytja störf úr landi og skapa hættu fyrir fjölmargar atvinnugreinar, ekki aðeins bændastéttarinnar heldur einnig fyrir matvælavinnslu, dreifingu og tengdar greinar. Þetta gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulífið, sérstaklega á landsbyggðinni, þar sem efnahagslegur óstöðugleiki og fólksfækkun í dreifbýli myndi fylgja í kjölfarið. Tollvernd gegnir einnig lykilhlutverki í að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar og ekki síst matvælaöryggi, meðal annars í tengslum við sýklalyfjaónæmi sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur skilgreint sem eina stærstu ógn 21. aldarinnar. Íslenskur landbúnaður stendur í algjörri sérstöðu hvað varðar litla notkun sýklalyfja, þökk sé langri og markvissri stefnu sem tryggt hefur öryggi og heilbrigði matvæla framleidd hér á landi. Fæðuöryggi stefnt í hættu Hlutverk landbúnaðarins er margvíslegt, eitt þeirra er fæðuöryggismál, og tollverndin er partur af því. Ef við verðum háðari innfluttum matvælum er fæðuöryggi þjóðarinnar stefnt í hættu, sérstaklega ef alþjóðlegir markaðir verða óstöðugir eða breytast fyrirvaralaust. Það getur leitt til þess að við búum við óstöðugt framboð á matvælum og jafnframt valdið verðhækkunum, þar sem sveiflur á erlendum framleiðslukostnaði, hrávöruverði eða flutningskostnaði hefur bein áhrif á verðlag hér á landi. Til að tryggja stöðugt fæðuöryggi er nauðsynlegt að efla innlenda matvælaframleiðslu og skapa skilyrði fyrir öflugan og sjálfbæran landbúnað, þannig að við séum sjálfum okkur nóg og óháð öðrum. Þá er ekki síður mikilvægt að huga að innlendri framleiðslu á áburði og fóðri, sem myndi treysta enn frekar gunnstoðir sjálfbærs landbúnaðar á Íslandi. Við getum ekki treyst á innflutning matvæla. Ríki heims keppast við að tryggja fæðuöryggi íbúa sinna og mæta aukinni fólksfjölgun. Ytri aðstæður, eins og heimsfaraldar, náttúruhamfarir, stríðsátök, efnahagskreppur o.fl., geta leitt til þess að ríki halda að sér í höndum í útflutningi til að forgangsraða matvælum til íbúa sinna. Hvar munum við standa ef afnám eða lækkun tolla verður þess valdandi að landbúnaður hér á landi leggist af í þeirri mynd sem við þekkjum og við getum ekki reitt okkur á innlenda matvælaframleiðslu? Það er óumdeilt að ákveðnar búgreinar munu bera skarðan hlut frá borði verði slíkt raunin á meðan sumar þeirra geta hreinlega lagst af. Bændum mun fækka og hver á þá á að framleiða matinn þegar við getum ekki reitt okkur á innflutt matvæli? Það er skammtímahugsun að horfa ekki á þetta út frá stærra samhengi. Fæðuöryggi er þjóðaröryggismál, enda kemur það skýrt fram í þjóðaröryggisstefnu Íslands. Við verðum að tryggja okkar eigið fæðuöryggi og getum ekki leyft okkur að vera öðrum háð í þessum grundvallarþætti þjóðaröryggis. Nauðsyn tollverndar Tíðrætt er um hvernig önnur ríki innan EES, og þar með ESB, haga sínum tollamálum, til að vernda eigin framleiðslu. Það er óraunhæft að bera okkur saman við önnur ríki þar sem framleiðslan er meiri og útflutningur matvæla mikill. Hér á landi er útflutningur matvæla takmarkaður, á meðan þau ríki sem starfa með litla eða enga tollvernd treysta á mikinn útflutning. Við framleiðum t.d. ekki ákveðnar vörur, t.a.m. erum við ekki með hrísgrjónaræktun og þær því ekki í samkeppni við innlenda framleiðslu – slíkar vörur þarfnast ekki verndartolla. Hins vegar þurfa þær vörur sem við framleiðum hér á landi að njóta tollverndar. Þess utan er alveg ljóst að erlend matvælaframleiðsla mun ekki halda uppi samfélaginu, hvað þá í dreifðum byggðum. Til að mæta aukinni fólksfjölgun, næstu áratugi, verðum við að auka innlenda matvælaframleiðslu um allt að 60-70% til að tryggja nægt framboð. Samkvæmt nýlegri könnun kjósa um 80% landsmanna frekar íslenskar landbúnaðarvörur umfram innfluttar. Með ríkri þekkingu og áralangri reynslu, búa íslenskir bændur yfir þeirri færni sem þarf til að framleiða hágæða matvæli og getuna til að efla framleiðsluna enn frekar. Ef tollar á landbúnaðarvörur verða afnumdir eða lækkaðir mun landbúnaður á Íslandi dragast saman og tilteknar búgreinar, eins og alifuglaframleiðsla og jafnvel svínarækt, gætu lagst alveg af. Ef við viljum tryggja framtíð innlendrar matvælaframleiðslu og tryggja fæðuöryggi og byggðarfestu í sveitum - þá verður næsta ríkisstjórn að tolla. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Mest lesið Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Félag atvinnurekenda (FA) berst fyrir því, fyrir hönd sinna félagsmanna, að stjórnvöld lækki eða felli niður tolla á tilteknum landbúnaðarvörum, með það að markmiði að lækka verð og bæta hag neytenda. Samtök verslunarmanna (VR) ásamt fleirum hafa tekið í sama streng og beita sér í sameiningu með FA gagnvart stjórnvöldum til að knýja á um lækkun tolla í þeim tilgangi að bæta hag launþega, sbr. bókanir við kjarasamninga þar um. Tollaumræðan einkennist gjarnan af villandi málflutningi, þar sem FA er látið líta út sem talsmaður neytenda. Raunveruleikinn er hins vegar sá að FA er að gæta sérhagsmuna örfárra eigenda innflutningsfyrirtækja. Á sama tíma byggir íslenskur landbúnaður afkomu sína á tollvernd sem á að tryggja sanngjarnari samkeppnisstöðu gagnvart innfluttum vörum. Landbúnaðurinn skapar 10–12 þúsund bein og óbein störf og er lykilþáttur í að viðhalda byggðafestu og fjölbreyttri atvinnu um land allt. Innflutningur aukist Innflutningur landbúnaðarvara hefur aukist á undanförnum árum, en á sama tíma hefur dregið úr tollvernd ýmissa landbúnaðarvara í formi tollaniðurfellinga, tollalækkana og aukinna tollkvóta. Þetta hefur skapað ósanngjarna samkeppnisstöðu fyrir íslenska bændur, þar sem kröfur til innfluttra vara eru ekki sambærilegar við þær ströngu reglur sem gilda um innlenda framleiðslu. Þá eru gæði afurða og dýravelferð ekki ávallt tryggð með innfluttum vörum. Með tollverndinni er ekki aðeins verið að jafna samkeppnisstöðu bænda, heldur verið að stuðla að dýravelferð og tryggja að innfluttar vörur uppfylli sambærilega gæðastaðla og íslensk framleiðsla. Hins vegar hefur þetta aftur á móti ekki virkað sem skyldi í framkvæmd. Með auknum tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur eða niðurfellingu á tollum er einfaldlega verið að flytja störf úr landi og skapa hættu fyrir fjölmargar atvinnugreinar, ekki aðeins bændastéttarinnar heldur einnig fyrir matvælavinnslu, dreifingu og tengdar greinar. Þetta gæti haft alvarlegar afleiðingar fyrir atvinnulífið, sérstaklega á landsbyggðinni, þar sem efnahagslegur óstöðugleiki og fólksfækkun í dreifbýli myndi fylgja í kjölfarið. Tollvernd gegnir einnig lykilhlutverki í að tryggja fæðuöryggi þjóðarinnar og ekki síst matvælaöryggi, meðal annars í tengslum við sýklalyfjaónæmi sem Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur skilgreint sem eina stærstu ógn 21. aldarinnar. Íslenskur landbúnaður stendur í algjörri sérstöðu hvað varðar litla notkun sýklalyfja, þökk sé langri og markvissri stefnu sem tryggt hefur öryggi og heilbrigði matvæla framleidd hér á landi. Fæðuöryggi stefnt í hættu Hlutverk landbúnaðarins er margvíslegt, eitt þeirra er fæðuöryggismál, og tollverndin er partur af því. Ef við verðum háðari innfluttum matvælum er fæðuöryggi þjóðarinnar stefnt í hættu, sérstaklega ef alþjóðlegir markaðir verða óstöðugir eða breytast fyrirvaralaust. Það getur leitt til þess að við búum við óstöðugt framboð á matvælum og jafnframt valdið verðhækkunum, þar sem sveiflur á erlendum framleiðslukostnaði, hrávöruverði eða flutningskostnaði hefur bein áhrif á verðlag hér á landi. Til að tryggja stöðugt fæðuöryggi er nauðsynlegt að efla innlenda matvælaframleiðslu og skapa skilyrði fyrir öflugan og sjálfbæran landbúnað, þannig að við séum sjálfum okkur nóg og óháð öðrum. Þá er ekki síður mikilvægt að huga að innlendri framleiðslu á áburði og fóðri, sem myndi treysta enn frekar gunnstoðir sjálfbærs landbúnaðar á Íslandi. Við getum ekki treyst á innflutning matvæla. Ríki heims keppast við að tryggja fæðuöryggi íbúa sinna og mæta aukinni fólksfjölgun. Ytri aðstæður, eins og heimsfaraldar, náttúruhamfarir, stríðsátök, efnahagskreppur o.fl., geta leitt til þess að ríki halda að sér í höndum í útflutningi til að forgangsraða matvælum til íbúa sinna. Hvar munum við standa ef afnám eða lækkun tolla verður þess valdandi að landbúnaður hér á landi leggist af í þeirri mynd sem við þekkjum og við getum ekki reitt okkur á innlenda matvælaframleiðslu? Það er óumdeilt að ákveðnar búgreinar munu bera skarðan hlut frá borði verði slíkt raunin á meðan sumar þeirra geta hreinlega lagst af. Bændum mun fækka og hver á þá á að framleiða matinn þegar við getum ekki reitt okkur á innflutt matvæli? Það er skammtímahugsun að horfa ekki á þetta út frá stærra samhengi. Fæðuöryggi er þjóðaröryggismál, enda kemur það skýrt fram í þjóðaröryggisstefnu Íslands. Við verðum að tryggja okkar eigið fæðuöryggi og getum ekki leyft okkur að vera öðrum háð í þessum grundvallarþætti þjóðaröryggis. Nauðsyn tollverndar Tíðrætt er um hvernig önnur ríki innan EES, og þar með ESB, haga sínum tollamálum, til að vernda eigin framleiðslu. Það er óraunhæft að bera okkur saman við önnur ríki þar sem framleiðslan er meiri og útflutningur matvæla mikill. Hér á landi er útflutningur matvæla takmarkaður, á meðan þau ríki sem starfa með litla eða enga tollvernd treysta á mikinn útflutning. Við framleiðum t.d. ekki ákveðnar vörur, t.a.m. erum við ekki með hrísgrjónaræktun og þær því ekki í samkeppni við innlenda framleiðslu – slíkar vörur þarfnast ekki verndartolla. Hins vegar þurfa þær vörur sem við framleiðum hér á landi að njóta tollverndar. Þess utan er alveg ljóst að erlend matvælaframleiðsla mun ekki halda uppi samfélaginu, hvað þá í dreifðum byggðum. Til að mæta aukinni fólksfjölgun, næstu áratugi, verðum við að auka innlenda matvælaframleiðslu um allt að 60-70% til að tryggja nægt framboð. Samkvæmt nýlegri könnun kjósa um 80% landsmanna frekar íslenskar landbúnaðarvörur umfram innfluttar. Með ríkri þekkingu og áralangri reynslu, búa íslenskir bændur yfir þeirri færni sem þarf til að framleiða hágæða matvæli og getuna til að efla framleiðsluna enn frekar. Ef tollar á landbúnaðarvörur verða afnumdir eða lækkaðir mun landbúnaður á Íslandi dragast saman og tilteknar búgreinar, eins og alifuglaframleiðsla og jafnvel svínarækt, gætu lagst alveg af. Ef við viljum tryggja framtíð innlendrar matvælaframleiðslu og tryggja fæðuöryggi og byggðarfestu í sveitum - þá verður næsta ríkisstjórn að tolla. Höfundur er framkvæmdastjóri Bændasamtakanna
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun