Stór styrkur í Hveragerði frá Evrópusambandinu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. desember 2024 14:04 Brosið fer ekki af Hvergerðingum þessa dagana, ekki síst þeirra sem vinna í stjórnsýslunni því það átti engin von á svona myndarlegum styrk frá Evrópusambandinu til byggingar nýju skolphreinistöðvarinnar. Aðsend Mikil gleði ríkir í Hveragerði þessa dagana því Hveragerðisbær var að fá 342 miljóna króna styrk frá Evrópusambandinu vegna byggingar nýrrar skolphreinsistöðvar í bænum. Brosið fer ekki af Hvergerðingum þessa dagana, ekki síst þeirra sem vinna í stjórnsýslunni því það átti engin von á svona myndarlegum styrk frá Evrópusambandinu til byggingar nýju skolphreinistöðvarinnar og um leið að þróa heildstæðar úrgangslausnir og sýna framfarir í meðhöndlun á úrgangi. Einnig mun Hveragerðisbær sýna fram á nýtt eftirlit með seyru og örplasti en það hefur ekki verið gert áður hér á landi. Pétur G. Markan er bæjarstjóri í Hveragerði. „Eitt af okkar stóru verkefnum undanfarið hefur verið að skipuleggja og fara svo í kjölfarið í framkvæmdir á nýrri skolphreinsistöð, sem verður þá viðbót við skolphreinsistöðina, sem er í dag, sem er til fyrirmyndar á landsvísu, þriggja þrepa skolphreinsistöð, sem hefur þjónað vel en er komin tími á. Nú þurfum við að bæta við hana og þessi styrkur mun nýtast geysilega vel í þá uppbyggingu og það verkefni,” segir Pétur. Pétur segir að nýja skolphreinsistöðin verði á heimsmælikvarða því hún verði svo flott og fullkominn. „Svo er það bara þannig að það hlýtur að vera hluti af sjálfsmynd allra bæjarfélaga að vera með skólphreinsimálin sín í lagi og hér hafa þau verið í lagi og ég held að það mættu margir taka okkur til fyrirmyndar í þessu,” segir Pétur. Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði, sem er sérstaklega kátur þessa dagana með myndarlega styrkinn frá Evrópusambandinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En dugar styrkurinn frá Evrópusambandinu fyrir nýju skolphreinsistöðinni eða hvað ? „Nei, þetta dugar nú ekki til. Hlutur bæjarins verður mjög myndarlegur á endanum. Við höfum oft verið að horfa einhvers staðar í kringum milljarð í svona lokakostnað við stöðina. Þetta eru dýrar stöðvar, þetta er dýr innviðauppbygging,” segir Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði. Mikil ánægja hjá íbúum í blómabænum í Hveragerði með styrkinn til nýju skolphreinsistöðvarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Hveragerði Evrópusambandið Skólp Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira
Brosið fer ekki af Hvergerðingum þessa dagana, ekki síst þeirra sem vinna í stjórnsýslunni því það átti engin von á svona myndarlegum styrk frá Evrópusambandinu til byggingar nýju skolphreinistöðvarinnar og um leið að þróa heildstæðar úrgangslausnir og sýna framfarir í meðhöndlun á úrgangi. Einnig mun Hveragerðisbær sýna fram á nýtt eftirlit með seyru og örplasti en það hefur ekki verið gert áður hér á landi. Pétur G. Markan er bæjarstjóri í Hveragerði. „Eitt af okkar stóru verkefnum undanfarið hefur verið að skipuleggja og fara svo í kjölfarið í framkvæmdir á nýrri skolphreinsistöð, sem verður þá viðbót við skolphreinsistöðina, sem er í dag, sem er til fyrirmyndar á landsvísu, þriggja þrepa skolphreinsistöð, sem hefur þjónað vel en er komin tími á. Nú þurfum við að bæta við hana og þessi styrkur mun nýtast geysilega vel í þá uppbyggingu og það verkefni,” segir Pétur. Pétur segir að nýja skolphreinsistöðin verði á heimsmælikvarða því hún verði svo flott og fullkominn. „Svo er það bara þannig að það hlýtur að vera hluti af sjálfsmynd allra bæjarfélaga að vera með skólphreinsimálin sín í lagi og hér hafa þau verið í lagi og ég held að það mættu margir taka okkur til fyrirmyndar í þessu,” segir Pétur. Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði, sem er sérstaklega kátur þessa dagana með myndarlega styrkinn frá Evrópusambandinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En dugar styrkurinn frá Evrópusambandinu fyrir nýju skolphreinsistöðinni eða hvað ? „Nei, þetta dugar nú ekki til. Hlutur bæjarins verður mjög myndarlegur á endanum. Við höfum oft verið að horfa einhvers staðar í kringum milljarð í svona lokakostnað við stöðina. Þetta eru dýrar stöðvar, þetta er dýr innviðauppbygging,” segir Pétur G. Markan, bæjarstjóri í Hveragerði. Mikil ánægja hjá íbúum í blómabænum í Hveragerði með styrkinn til nýju skolphreinsistöðvarinnar.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Hveragerði Evrópusambandið Skólp Mest lesið Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Sjá meira