Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2024 13:22 Stelpurnar okkar eru smám saman að skapa þá skemmtilegu jólahefð að Ísland sé á stórmóti í desember. Þær geta nú komist á þriðja stórmótið í röð. Getty/Christina Pahnke Í dag lýkur Evrópumóti kvenna í handbolta og um leið fengu Íslendingar að vita hver verður mótherji Íslands í baráttunni um að komast á næsta stórmót; HM 2025 í Þýskalandi og Hollandi. Sigur Íslands á Úkraínu á EM var afar dýrmætur því með því að enda í 16. sæti mótsins komst Ísland í efri styrkleikaflokk fyrir dráttinn í HM-umspilið í dag. Þannig sneiddu stelpurnar okkar framhjá mörgum afar öflugum þjóðum en mæta í staðinn þjóð úr flokki 2. Nú er komið í ljós að sú þjóð verður Ísrael, og fara leikirnir fram í apríl. Áætlað er að fyrri leikurinn sé heimaleikur Íslands en sá seinni heimaleikur Ísraels, en vegna stríðsreksturs hafa Ísraelar ekki mátt spila á heimavelli síðustu misseri og því óvíst hvar heimaleikur Ísraela verður spilaður. HM-umspilið: Ísland - Ísrael Sviss - Slóvakía Ítalía - Rúmenía Pólland - Norður-Makedónía Svíþjóð - Kósovó Slóvenía - Serbía Portúgal - Svartfjallaland Færeyjar - Litháen Tékkland - Úkraína Króatía - Spánn Austurríki - Tyrkland Ísrael er með í HM-umspilinu eftir að hafa unnið forkeppnisriðil sem í voru einnig Eistland og Finnland. Ísrael vann báðar þjóðir, 29-22 gegn Eistlandi og 26-18 gegn Finnlandi. Leikið var í Finnlandi. Ísland mun því þurfa að slá út Ísrael til að komast á sitt þriðja stórmót í röð, eftir að hafa fengið boðssæti á HM fyrir ári síðan og svo verið með á EM í ár. Óvíst er hvar heimaleikur Ísraels fer fram en í undankeppni EM lék liðið á heimavöllum mótherja sinna. Beina útsendingu EHF frá fundinum í dag mátti sjá hér á Vísi. Eins og fyrr segir var Ísland í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn en flokkana má sjá hér að neðan. Styrkleikaflokkur 1: Ísland, Svíþjóð, Pólland, Svartfjallaland, Rúmenía, Slóvenía, Sviss, Spánn, Austurríki, Tékkland og Færeyjar. Styrkleikaflokkur 2: Litháen, Kósovó, Ítalía, Ísrael, Slóvakía, Úkraína, Portúgal, Serbía, Tyrkland, Króatía og Norður Makedonía. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Sigur Íslands á Úkraínu á EM var afar dýrmætur því með því að enda í 16. sæti mótsins komst Ísland í efri styrkleikaflokk fyrir dráttinn í HM-umspilið í dag. Þannig sneiddu stelpurnar okkar framhjá mörgum afar öflugum þjóðum en mæta í staðinn þjóð úr flokki 2. Nú er komið í ljós að sú þjóð verður Ísrael, og fara leikirnir fram í apríl. Áætlað er að fyrri leikurinn sé heimaleikur Íslands en sá seinni heimaleikur Ísraels, en vegna stríðsreksturs hafa Ísraelar ekki mátt spila á heimavelli síðustu misseri og því óvíst hvar heimaleikur Ísraela verður spilaður. HM-umspilið: Ísland - Ísrael Sviss - Slóvakía Ítalía - Rúmenía Pólland - Norður-Makedónía Svíþjóð - Kósovó Slóvenía - Serbía Portúgal - Svartfjallaland Færeyjar - Litháen Tékkland - Úkraína Króatía - Spánn Austurríki - Tyrkland Ísrael er með í HM-umspilinu eftir að hafa unnið forkeppnisriðil sem í voru einnig Eistland og Finnland. Ísrael vann báðar þjóðir, 29-22 gegn Eistlandi og 26-18 gegn Finnlandi. Leikið var í Finnlandi. Ísland mun því þurfa að slá út Ísrael til að komast á sitt þriðja stórmót í röð, eftir að hafa fengið boðssæti á HM fyrir ári síðan og svo verið með á EM í ár. Óvíst er hvar heimaleikur Ísraels fer fram en í undankeppni EM lék liðið á heimavöllum mótherja sinna. Beina útsendingu EHF frá fundinum í dag mátti sjá hér á Vísi. Eins og fyrr segir var Ísland í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn en flokkana má sjá hér að neðan. Styrkleikaflokkur 1: Ísland, Svíþjóð, Pólland, Svartfjallaland, Rúmenía, Slóvenía, Sviss, Spánn, Austurríki, Tékkland og Færeyjar. Styrkleikaflokkur 2: Litháen, Kósovó, Ítalía, Ísrael, Slóvakía, Úkraína, Portúgal, Serbía, Tyrkland, Króatía og Norður Makedonía.
HM-umspilið: Ísland - Ísrael Sviss - Slóvakía Ítalía - Rúmenía Pólland - Norður-Makedónía Svíþjóð - Kósovó Slóvenía - Serbía Portúgal - Svartfjallaland Færeyjar - Litháen Tékkland - Úkraína Króatía - Spánn Austurríki - Tyrkland
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira