Ísland keppir við Ísrael um sæti á HM Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2024 13:22 Stelpurnar okkar eru smám saman að skapa þá skemmtilegu jólahefð að Ísland sé á stórmóti í desember. Þær geta nú komist á þriðja stórmótið í röð. Getty/Christina Pahnke Í dag lýkur Evrópumóti kvenna í handbolta og um leið fengu Íslendingar að vita hver verður mótherji Íslands í baráttunni um að komast á næsta stórmót; HM 2025 í Þýskalandi og Hollandi. Sigur Íslands á Úkraínu á EM var afar dýrmætur því með því að enda í 16. sæti mótsins komst Ísland í efri styrkleikaflokk fyrir dráttinn í HM-umspilið í dag. Þannig sneiddu stelpurnar okkar framhjá mörgum afar öflugum þjóðum en mæta í staðinn þjóð úr flokki 2. Nú er komið í ljós að sú þjóð verður Ísrael, og fara leikirnir fram í apríl. Áætlað er að fyrri leikurinn sé heimaleikur Íslands en sá seinni heimaleikur Ísraels, en vegna stríðsreksturs hafa Ísraelar ekki mátt spila á heimavelli síðustu misseri og því óvíst hvar heimaleikur Ísraela verður spilaður. HM-umspilið: Ísland - Ísrael Sviss - Slóvakía Ítalía - Rúmenía Pólland - Norður-Makedónía Svíþjóð - Kósovó Slóvenía - Serbía Portúgal - Svartfjallaland Færeyjar - Litháen Tékkland - Úkraína Króatía - Spánn Austurríki - Tyrkland Ísrael er með í HM-umspilinu eftir að hafa unnið forkeppnisriðil sem í voru einnig Eistland og Finnland. Ísrael vann báðar þjóðir, 29-22 gegn Eistlandi og 26-18 gegn Finnlandi. Leikið var í Finnlandi. Ísland mun því þurfa að slá út Ísrael til að komast á sitt þriðja stórmót í röð, eftir að hafa fengið boðssæti á HM fyrir ári síðan og svo verið með á EM í ár. Óvíst er hvar heimaleikur Ísraels fer fram en í undankeppni EM lék liðið á heimavöllum mótherja sinna. Beina útsendingu EHF frá fundinum í dag mátti sjá hér á Vísi. Eins og fyrr segir var Ísland í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn en flokkana má sjá hér að neðan. Styrkleikaflokkur 1: Ísland, Svíþjóð, Pólland, Svartfjallaland, Rúmenía, Slóvenía, Sviss, Spánn, Austurríki, Tékkland og Færeyjar. Styrkleikaflokkur 2: Litháen, Kósovó, Ítalía, Ísrael, Slóvakía, Úkraína, Portúgal, Serbía, Tyrkland, Króatía og Norður Makedonía. EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Sjá meira
Sigur Íslands á Úkraínu á EM var afar dýrmætur því með því að enda í 16. sæti mótsins komst Ísland í efri styrkleikaflokk fyrir dráttinn í HM-umspilið í dag. Þannig sneiddu stelpurnar okkar framhjá mörgum afar öflugum þjóðum en mæta í staðinn þjóð úr flokki 2. Nú er komið í ljós að sú þjóð verður Ísrael, og fara leikirnir fram í apríl. Áætlað er að fyrri leikurinn sé heimaleikur Íslands en sá seinni heimaleikur Ísraels, en vegna stríðsreksturs hafa Ísraelar ekki mátt spila á heimavelli síðustu misseri og því óvíst hvar heimaleikur Ísraela verður spilaður. HM-umspilið: Ísland - Ísrael Sviss - Slóvakía Ítalía - Rúmenía Pólland - Norður-Makedónía Svíþjóð - Kósovó Slóvenía - Serbía Portúgal - Svartfjallaland Færeyjar - Litháen Tékkland - Úkraína Króatía - Spánn Austurríki - Tyrkland Ísrael er með í HM-umspilinu eftir að hafa unnið forkeppnisriðil sem í voru einnig Eistland og Finnland. Ísrael vann báðar þjóðir, 29-22 gegn Eistlandi og 26-18 gegn Finnlandi. Leikið var í Finnlandi. Ísland mun því þurfa að slá út Ísrael til að komast á sitt þriðja stórmót í röð, eftir að hafa fengið boðssæti á HM fyrir ári síðan og svo verið með á EM í ár. Óvíst er hvar heimaleikur Ísraels fer fram en í undankeppni EM lék liðið á heimavöllum mótherja sinna. Beina útsendingu EHF frá fundinum í dag mátti sjá hér á Vísi. Eins og fyrr segir var Ísland í efri styrkleikaflokki fyrir dráttinn en flokkana má sjá hér að neðan. Styrkleikaflokkur 1: Ísland, Svíþjóð, Pólland, Svartfjallaland, Rúmenía, Slóvenía, Sviss, Spánn, Austurríki, Tékkland og Færeyjar. Styrkleikaflokkur 2: Litháen, Kósovó, Ítalía, Ísrael, Slóvakía, Úkraína, Portúgal, Serbía, Tyrkland, Króatía og Norður Makedonía.
HM-umspilið: Ísland - Ísrael Sviss - Slóvakía Ítalía - Rúmenía Pólland - Norður-Makedónía Svíþjóð - Kósovó Slóvenía - Serbía Portúgal - Svartfjallaland Færeyjar - Litháen Tékkland - Úkraína Króatía - Spánn Austurríki - Tyrkland
EM kvenna í handbolta 2024 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Fótbolti Fleiri fréttir Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Andrea allt í öllu og Aldís Ásta deildarmeistari Uppgjörið: Fram - ÍBV 43-36 | Fín fyrirheit fyrir Fram „Það er bara einn titill eftir“ Komnar með ógeð af því að tapa: „Ógeðsleg tilfinning“ Uppgjörið: Valur - Haukar 29-23 | Deildarmeistaratitillinn í augsýn „Ég er ofurmenni, það á ekkert að geta komið fyrir mig“ Einar kveður Guðmund og fer í „stærstu og bestu deild heims“ Danir furða sig á að Nielsen sé sniðgenginn Aron tekur við landsliði Kúveits Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Sjá meira