Íslensku stelpurnar í riðli með heimakonum á EM í Sviss Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2024 17:47 Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta fagnar EM-sætinu eftir sigurinn frækna á Þýskalandi, 3-0, í sumar. vísir/anton Ísland er í riðli með Sviss, Noregi og Finnlandi á Evrópumótinu í fótbolta kvenna 2025. Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur verið sátt með riðil sinn á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Sviss næsta sumar. Dregið var í riðla í Lausanne í Sviss í kvöld. Íslensku stelpurnar voru í öðrum styrkleikflokki í drættinum og fengu eitt lið úr fyrsta, þriðja og fjórða styrkleikaflokki. Íslenska liðið kom fyrst upp úr öðrum styrkleikaflokki og lenti þar með í riðli með heimakonum í Sviss. Síðan bættust við Norðurlandaþjóðirnar Noregur og Finnlands. Þrjár af fimm Norðurlandaþjóðum mótsins eru því í þessum riðli en Danir og Svíar lentu síðan líka saman í riðli. Þessi riðill Íslands lítur vel út ekki síst í samanburði við D-riðil sem er sannkallaður dauðariðill með Frakklandi, Englandi, Hollandi og Wales. Íslensku stelpurnar spila tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni á Arena Thun leikvanginum í Thun. Liðið spilar þar leik eitt og leik þrjú en millileikurinn er á móti heimakonum í Bern. Það er stutt á milli borgann sem er gott fyrir íslenska liðið og stuðningsfólk. Leikir Íslenska liðsins á EM 2025: 2. júlí 2025 í Thun Ísland - Finnland 6. júlí 2025 í Bern Ísland - Sviss 10. júlí 2025 í Thun Ísland - Noregur Leikið verður í fjórum fjögurra liða riðlum á EM. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í átta liða úrslit. Evrópumótið í Sviss hefst 2. júlí á næsta ári og lýkur með úrslitaleik á St. Jakob-Park í Basel 27. júlí. Einnig verður leikið í Bern, Genf, Zürich, St. Gallen, Luzern, Sion og Thun á EM. Ísland er á leið á sitt fimmta Evrópumót í röð. Íslenska liðið lék einnig á EM 2009, 2013, 2017 og 2022. Riðlarnir á EM kvenna í fótbolta 2025: Riðill A Sviss Noregur Ísland Finnland Riðill B Spánn Portúgal Belgía Ítalía Riðill C Þýskaland Pólland Danmörk Svíþjóð Riðill D Frakkland England Wales Holland
Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta getur verið sátt með riðil sinn á Evrópumótinu í fótbolta sem fer fram í Sviss næsta sumar. Dregið var í riðla í Lausanne í Sviss í kvöld. Íslensku stelpurnar voru í öðrum styrkleikflokki í drættinum og fengu eitt lið úr fyrsta, þriðja og fjórða styrkleikaflokki. Íslenska liðið kom fyrst upp úr öðrum styrkleikaflokki og lenti þar með í riðli með heimakonum í Sviss. Síðan bættust við Norðurlandaþjóðirnar Noregur og Finnlands. Þrjár af fimm Norðurlandaþjóðum mótsins eru því í þessum riðli en Danir og Svíar lentu síðan líka saman í riðli. Þessi riðill Íslands lítur vel út ekki síst í samanburði við D-riðil sem er sannkallaður dauðariðill með Frakklandi, Englandi, Hollandi og Wales. Íslensku stelpurnar spila tvo af þremur leikjum sínum í riðlakeppninni á Arena Thun leikvanginum í Thun. Liðið spilar þar leik eitt og leik þrjú en millileikurinn er á móti heimakonum í Bern. Það er stutt á milli borgann sem er gott fyrir íslenska liðið og stuðningsfólk. Leikir Íslenska liðsins á EM 2025: 2. júlí 2025 í Thun Ísland - Finnland 6. júlí 2025 í Bern Ísland - Sviss 10. júlí 2025 í Thun Ísland - Noregur Leikið verður í fjórum fjögurra liða riðlum á EM. Tvö efstu liðin í hverjum riðli komast áfram í átta liða úrslit. Evrópumótið í Sviss hefst 2. júlí á næsta ári og lýkur með úrslitaleik á St. Jakob-Park í Basel 27. júlí. Einnig verður leikið í Bern, Genf, Zürich, St. Gallen, Luzern, Sion og Thun á EM. Ísland er á leið á sitt fimmta Evrópumót í röð. Íslenska liðið lék einnig á EM 2009, 2013, 2017 og 2022. Riðlarnir á EM kvenna í fótbolta 2025: Riðill A Sviss Noregur Ísland Finnland Riðill B Spánn Portúgal Belgía Ítalía Riðill C Þýskaland Pólland Danmörk Svíþjóð Riðill D Frakkland England Wales Holland
Leikir Íslenska liðsins á EM 2025: 2. júlí 2025 í Thun Ísland - Finnland 6. júlí 2025 í Bern Ísland - Sviss 10. júlí 2025 í Thun Ísland - Noregur
Riðlarnir á EM kvenna í fótbolta 2025: Riðill A Sviss Noregur Ísland Finnland Riðill B Spánn Portúgal Belgía Ítalía Riðill C Þýskaland Pólland Danmörk Svíþjóð Riðill D Frakkland England Wales Holland
EM 2025 í Sviss Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Draumur eða martröð Íslands á EM? „Þær eru rugl góðar“ Það ræðst í dag hvaða lið verða andstæðingar Íslands á EM í fótbolta í Sviss næsta sumar. Vísir fékk nokkrar af stelpunum okkar til að setja saman sína drauma- og martraðarriðla. 16. desember 2024 07:01 Mest lesið Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Enski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Portúgal - Ísland | Þörf á skýru svari eftir tapið gegn Færeyjum Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Leik lokið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Liverpool - Man. United | Stórveldin mætast á Anfield Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Sjá meira
Draumur eða martröð Íslands á EM? „Þær eru rugl góðar“ Það ræðst í dag hvaða lið verða andstæðingar Íslands á EM í fótbolta í Sviss næsta sumar. Vísir fékk nokkrar af stelpunum okkar til að setja saman sína drauma- og martraðarriðla. 16. desember 2024 07:01