Drekinn og King Kong fá á baukinn fyrir að auglýsa nikótínvörur Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2024 16:24 Drekinn og King Kong þurfa að greiða stjórnvaldssekt upp á 400 þúsund krónur innan þriggja mánaða. Vilhelm/Facebook Neytendastofa hefur sektað tvö fyrirtæki fyrir að auglýsa neyslu og meðferð á nikótínvörum, og fyrir að auglýsa einstaka vörumerki framleiðenda slíkra vara. Sektirnar nema 400 þúsund krónum hvor. Í frétt á vef Neytendastofu segir að stofnunin hafi haft til skoðunar auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur, sér í lagi á samfélagsmiðlum. Þá hefur Neytendastofa birt ákvarðanir gagnvart tveimur fyrirtækjum vegna brota gegn auglýsingabanni, King Kong ehf. og Urriðafoss ehf., sem rekur Drekann. Í þeim kemur fram að það sé óheimilt að auglýsa vörurnar á samfélagsmiðlum. Undir auglýsingar falli allar myndbirtingar þar sem með beinum eða óbeinum hætti eru sýndar nikótínvörur, rafrettur eða áfyllingar fyrir rafrettur. Þetta eigi við óháð því hvort fyrirtæki hafi greitt fyrir aukna dreifingu myndanna eða ekki. Fram kemur að Neytendastofa hafi jafnframt lagt áherslu á að lýsingar á vörunum í vefverslunum megi ekki ganga lengra en að lýsa þeim með hlutlausum hætti. Þannig teljist það brjóta gegn auglýsingabanni að birta ítarlegar lýsingar á bragði og upplifun. Þá er það mat stofnunarinnar að auglýsingar utan á verslunum væru óheimilar, hvort sem um er að ræða ákveðnar vörur, vörumerki eða almenna tilvísun til vöruúrvals seljanda. Að sama skapi mega vörumerki fyrirtækja ekki fela í sér auglýsingu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Má ekki standa „VAPE SHOP“ utan á sjoppunum Í ákvörðun Neytendastofu vegna King Kong ehf. segir að utan á verslunum fyrirtækisins mætti finna beinar tilvísanir til nikótínvara, rafretta og áfyllingar fyrir þær, en heiti verslunarinnar væri umkringt orðunum „VAPE SHOP“ auk auglýsingar þar sem fram kæmi „10 dósir að eigin vali á 6.500 kr.“ ásamt teiknaðri mynd af því sem virðist vera nikótíndós og nikótínpúði. Utan á verslun Drekans var sömuleiðis að finna orðin „VAPE SHOP“, að því er kemur fram í ákvörðun Neytendastofu vegna Urriðafoss ehf. Í báðum tilvikum taldi stofnunin ljóst að um væri að ræða beina tilvísun rafretta og áfyllingar fyrir þær. Með því væru fyrirtækin að brjóta gegn auglýsingabanni. Þá segir í báðum ákvörðununum að fyrirtækin hafi brotið gegn auglýsingabanni með því að hafa birt auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðla sína, Facebook og Instagram. Sem fyrr segir lagði Neytendastofa stjórnvaldssekt á fyrirtækin tvö. Stofnunin taldi tilefni til að beita stjórnvaldssektum í málunum þþat sem skýrt bann við auglýsingum á nikótínvörum og rafrettum eru í lögum. Nikótínpúðar Neytendur Verslun Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Sjá meira
Í frétt á vef Neytendastofu segir að stofnunin hafi haft til skoðunar auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur, sér í lagi á samfélagsmiðlum. Þá hefur Neytendastofa birt ákvarðanir gagnvart tveimur fyrirtækjum vegna brota gegn auglýsingabanni, King Kong ehf. og Urriðafoss ehf., sem rekur Drekann. Í þeim kemur fram að það sé óheimilt að auglýsa vörurnar á samfélagsmiðlum. Undir auglýsingar falli allar myndbirtingar þar sem með beinum eða óbeinum hætti eru sýndar nikótínvörur, rafrettur eða áfyllingar fyrir rafrettur. Þetta eigi við óháð því hvort fyrirtæki hafi greitt fyrir aukna dreifingu myndanna eða ekki. Fram kemur að Neytendastofa hafi jafnframt lagt áherslu á að lýsingar á vörunum í vefverslunum megi ekki ganga lengra en að lýsa þeim með hlutlausum hætti. Þannig teljist það brjóta gegn auglýsingabanni að birta ítarlegar lýsingar á bragði og upplifun. Þá er það mat stofnunarinnar að auglýsingar utan á verslunum væru óheimilar, hvort sem um er að ræða ákveðnar vörur, vörumerki eða almenna tilvísun til vöruúrvals seljanda. Að sama skapi mega vörumerki fyrirtækja ekki fela í sér auglýsingu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur. Má ekki standa „VAPE SHOP“ utan á sjoppunum Í ákvörðun Neytendastofu vegna King Kong ehf. segir að utan á verslunum fyrirtækisins mætti finna beinar tilvísanir til nikótínvara, rafretta og áfyllingar fyrir þær, en heiti verslunarinnar væri umkringt orðunum „VAPE SHOP“ auk auglýsingar þar sem fram kæmi „10 dósir að eigin vali á 6.500 kr.“ ásamt teiknaðri mynd af því sem virðist vera nikótíndós og nikótínpúði. Utan á verslun Drekans var sömuleiðis að finna orðin „VAPE SHOP“, að því er kemur fram í ákvörðun Neytendastofu vegna Urriðafoss ehf. Í báðum tilvikum taldi stofnunin ljóst að um væri að ræða beina tilvísun rafretta og áfyllingar fyrir þær. Með því væru fyrirtækin að brjóta gegn auglýsingabanni. Þá segir í báðum ákvörðununum að fyrirtækin hafi brotið gegn auglýsingabanni með því að hafa birt auglýsingar á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir þær á samfélagsmiðla sína, Facebook og Instagram. Sem fyrr segir lagði Neytendastofa stjórnvaldssekt á fyrirtækin tvö. Stofnunin taldi tilefni til að beita stjórnvaldssektum í málunum þþat sem skýrt bann við auglýsingum á nikótínvörum og rafrettum eru í lögum.
Nikótínpúðar Neytendur Verslun Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Fékk milljón til baka vegna bílaleigubíls sem varð fyrir eldingu Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Innkalla brauð vegna brots úr peru Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Innlend greiðslumiðlun nauðsynleg til að tryggja þjóðaröryggi Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Sjá meira