FIFA þurfti að biðja verðandi mótherja Íslands afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2024 07:02 Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko og íslenski landsliðsmaðurinn Albert Guðmundsson eftir leik þjóðanna í umspili um sæti á EM 2024. Getty/Andrzej Iwanczuk Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hefur sent Úkraínumönnum afsökunarbeiðni vegna dráttarins í undankeppni HM 2026 á föstudaginn var. Úkraína lenti þar í riðli með okkur Íslendingum auk Aserbaísjan og sigurvegaranum úr leik Frakklands og Króatíu í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Í drættinum þá sýndi FIFA kort af Úkraínu þegar farið var yfir hvaða þjóðir mættu ekki mæta hvorri annarri. TV2 segir frá. Úkraínumenn voru fljótir að benda á það að á landakorti FIFA var Krímskaginn hluti af Rússlandi en ekki hluti af Úkraínu. Rússar réðust inn á Krímskagann fyrir meira en áratug (2014) og réðust síðan inn í Úkraínu árið 2022. „Með því að teikna kortið upp á rangan hátt þá ertu ekki aðeins að vanvirða alþjóðleg lög heldur einnig að taka undir rússneskan áróður, stríðsglæpi þeirra og styðja árás þeirra á Úkraínumenn,“ sagði Heorhij Tykhy, utanríkisráðherra Úkraínu. Utanríkisráðuneyti Úkraínu hafði samband við FIFA og sambandið hefur nú sent frá sér afsökunarbeiðni. „Kortið var unnið af þriðja aðila og við höfum þegar hafið vinnu við að betrumbæta þetta. Þar á meðal er að fjarlægja þetta kort úr öllum okkar kerfum,“ sagði í bréfi frá Mathias Grafström, framkvæmdastjóra FIFA. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hversu viðkvæmt þetta er. Við hörmum alla vanlíðan sem kortið olli og við biðjum um skilning á meðan við leysum málið.“ FIFA apology expected: UAF and MFA react to map of Ukraine without Crimea during 2026 World Cup drawThe Ukrainian Football Association sent a letter to FIFA Secretary General Mathias Grafström and UEFA Secretary General Theodore Theodoridis, in which they emphasized the… pic.twitter.com/mQ7ES8ivTk— Devana 🇺🇦 (@DevanaUkraine) December 14, 2024 FIFA HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira
Úkraína lenti þar í riðli með okkur Íslendingum auk Aserbaísjan og sigurvegaranum úr leik Frakklands og Króatíu í úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar. Í drættinum þá sýndi FIFA kort af Úkraínu þegar farið var yfir hvaða þjóðir mættu ekki mæta hvorri annarri. TV2 segir frá. Úkraínumenn voru fljótir að benda á það að á landakorti FIFA var Krímskaginn hluti af Rússlandi en ekki hluti af Úkraínu. Rússar réðust inn á Krímskagann fyrir meira en áratug (2014) og réðust síðan inn í Úkraínu árið 2022. „Með því að teikna kortið upp á rangan hátt þá ertu ekki aðeins að vanvirða alþjóðleg lög heldur einnig að taka undir rússneskan áróður, stríðsglæpi þeirra og styðja árás þeirra á Úkraínumenn,“ sagði Heorhij Tykhy, utanríkisráðherra Úkraínu. Utanríkisráðuneyti Úkraínu hafði samband við FIFA og sambandið hefur nú sent frá sér afsökunarbeiðni. „Kortið var unnið af þriðja aðila og við höfum þegar hafið vinnu við að betrumbæta þetta. Þar á meðal er að fjarlægja þetta kort úr öllum okkar kerfum,“ sagði í bréfi frá Mathias Grafström, framkvæmdastjóra FIFA. „Við gerum okkur fulla grein fyrir því hversu viðkvæmt þetta er. Við hörmum alla vanlíðan sem kortið olli og við biðjum um skilning á meðan við leysum málið.“ FIFA apology expected: UAF and MFA react to map of Ukraine without Crimea during 2026 World Cup drawThe Ukrainian Football Association sent a letter to FIFA Secretary General Mathias Grafström and UEFA Secretary General Theodore Theodoridis, in which they emphasized the… pic.twitter.com/mQ7ES8ivTk— Devana 🇺🇦 (@DevanaUkraine) December 14, 2024
FIFA HM 2026 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Fleiri fréttir Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest Sjá meira