Ræða samruna Honda og Nissan Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2024 09:54 Makoto Uchida og Toshihiro Mibe, yfirmenn Nissan og Honda. AP Forsvarsmenn bílafyrirtækjanna japönsku Honda og Nissan eiga í viðræðum um mögulegan samruna. Dregið hefur verulega úr hagnaði hjá Nissan og bæði fyrirtæki eiga í erfiðri baráttu við kínverska bílaframleiðendur sem eru að setja mark sitt á markaðinn. Þá var tilkynnt í síðasta mánuði að skera ætti verulega niður hjá Nissan, með því að segja upp níu þúsund manns og draga úr framleiðslugetu um fimmtung. Honda var stofnað árið 1948 og Nissan árið 1933. Fyrirtækin eru annar (Honda) og þriðji (Nissan) stærstu bílaframleiðendur Japan og gæti samruni haft veruleg áhrif á iðnaðinn þar og í heiminum. Verði af samruna fyrirtækjanna gæti það fyrirtæki orðið þriðji stærsti bílaframleiðandi heims. Í frétt New York Times segir að Honda hafi selt 3,98 milljónir bíla í fyrra og Nissan 3,37 milljónir. Toyota sendi flesta bíla í fyrra eða 11,23 milljónir og Volkswagen Group seldi 9,23 milljónir. Þurfa að fjárfesta mikið Eftir að fregnir bárust af viðræðunum staðfestu forsvarsmenn fyrirtækjanna að þær væru að eiga sér stað og þær snerust um samruna eða mögulega aukna samvinnu en engin ákvörðun hefði verið tekin, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Enn eru viðræðurnar sagðar á frumstigi. Áður hefur verið tilkynnt að samstarf milli fyrirtækjanna hafi verið aukið og þá sérstaklega þegar kemur að þróun rafmagnsbíla og tengdri tækni. Í grein WSJ er haft eftir greinendum að rafmagnsbílaframleiðendur eins og Tesla og kínverska fyrirtækið BYD hafi mikið forskot á þeim markaði og sömuleiðis þegar kemur að hugbúnaði fyrir sjálfkeyrandi bíla. Önnur fyrirtæki þurfi að fjárfesta mikið til að draga úr þessu forskoti. Kínverskir bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum notið mikils stuðnings frá yfirvöldum þar og eru nú sífellt að auka markaðsstöðu sína víðsvegar um heiminn. Kína tók í fyrra frammúr Japan og er orðið það ríki sem flytur út flesta bíla á heimsvísu. Japan Bílar Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Þá var tilkynnt í síðasta mánuði að skera ætti verulega niður hjá Nissan, með því að segja upp níu þúsund manns og draga úr framleiðslugetu um fimmtung. Honda var stofnað árið 1948 og Nissan árið 1933. Fyrirtækin eru annar (Honda) og þriðji (Nissan) stærstu bílaframleiðendur Japan og gæti samruni haft veruleg áhrif á iðnaðinn þar og í heiminum. Verði af samruna fyrirtækjanna gæti það fyrirtæki orðið þriðji stærsti bílaframleiðandi heims. Í frétt New York Times segir að Honda hafi selt 3,98 milljónir bíla í fyrra og Nissan 3,37 milljónir. Toyota sendi flesta bíla í fyrra eða 11,23 milljónir og Volkswagen Group seldi 9,23 milljónir. Þurfa að fjárfesta mikið Eftir að fregnir bárust af viðræðunum staðfestu forsvarsmenn fyrirtækjanna að þær væru að eiga sér stað og þær snerust um samruna eða mögulega aukna samvinnu en engin ákvörðun hefði verið tekin, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Enn eru viðræðurnar sagðar á frumstigi. Áður hefur verið tilkynnt að samstarf milli fyrirtækjanna hafi verið aukið og þá sérstaklega þegar kemur að þróun rafmagnsbíla og tengdri tækni. Í grein WSJ er haft eftir greinendum að rafmagnsbílaframleiðendur eins og Tesla og kínverska fyrirtækið BYD hafi mikið forskot á þeim markaði og sömuleiðis þegar kemur að hugbúnaði fyrir sjálfkeyrandi bíla. Önnur fyrirtæki þurfi að fjárfesta mikið til að draga úr þessu forskoti. Kínverskir bílaframleiðendur hafa á undanförnum árum notið mikils stuðnings frá yfirvöldum þar og eru nú sífellt að auka markaðsstöðu sína víðsvegar um heiminn. Kína tók í fyrra frammúr Japan og er orðið það ríki sem flytur út flesta bíla á heimsvísu.
Japan Bílar Mest lesið Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent Smáhýsin frá BYKO eru vinsæll valkostur fyrir hvaða tilefni sem er Samstarf Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Viðskipti innlent Trump-tollarnir hafa tekið gildi Viðskipti innlent Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Viðskipti innlent Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent
Vill að Landsbankinn greiði meiri arð í ríkissjóð í stað þess að byggja "glæsihöll“ Viðskipti innlent