„Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. desember 2024 10:13 Ragnar Þór Pétursson veltir fyrir sér hlut barnanna þegar kemur að tómstundastarfinu. Vísir/Vilhelm Ragnar Þór Pétursson grunnskólakennari og fyrrverandi formaður Kennarasambandsins veltir fyrir sér hvert álagið sé orðið á börnin vegna skipulagðs tómstundastarfs í ljósi þess hvernig foreldrar tali um álagið sem fylgir því að fara á viðburði tengda starfinu. Tilefnið er umræða sem sprottið hefur upp meðal foreldra um það mikla álag sem fylgir jólunum og því að sækja alla þá viðburði sem tengjast skólanum, frístund og tómstundum barnanna. Foreldrar hafa lýst því að þeir séu hreinlega að drukkna, á hverju ári aukist álagið í desember. Það sé orðið óheilbrigt og streitan óbærileg. Eins og mæður eigi þrjú börn að meðaltali Ragnar Þór veltir hinni hlið málsins upp í færslu á Facebook. Ragnar sem fyrrverandi formaður Kennarasambandsins hefur löngum velt þessum málum fyrir sér. „Íslenskar mæður eiga orðið töluvert færri en tvö börn að meðaltali. Ein tómstund eða íþrótt kostar hinsvegar meiri peninga en til voru fyrir heilu barnahópana á heimilum fyrri ára. Miðað við umræðuna upp á síðkastið virðist samt algengt að mæður eigi að minnsta kosti þrjú börn sem hvert um sig æfir íþrótt, leikur á hljóðfæri og nemur dans eða leiklist.“ Og það sé að drepa foreldrana að önnin í öllu þessu endi á einhverskonar uppákomu fyrir foreldra. „Mín pæling: Ef það er í alvöru orðið mikið maus fyrir þig að fara á viðburði í skipulögðu tómstundastarfi barna þinna, hvert heldur þú að álagið sé orðið á börnin sjálf af öllu þessu starfi?“ Ekkert um að vera í janúar Óhætt er að segja að töluverð umræða myndist við færslu Ragnars og sitt sýnist hverjum. Jón Ólafsson tónlistarmaður er stuttorður og segir foreldra vel gera sér grein fyrir þessu. Helena Eydís Ingólfsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings segir að sér finnist merkilegt að ofan í umræðu um að halda desember sem hversdagslegustum og að börn séu mest í sinni rútínu sé verið að skipuleggja sýningar, tónleika og mót. Síðan komi langur og leiðinlegur janúar þar sem ekkert sé um að vera. „Af hverju hafa tónlistarskólar til dæmis ekki frekar nýárstónleika en jólatónleika og af hverju ekki nýársmót eða þorramót í hinum ýmsu íþróttagreinum frekar en desember-, aðventu- eða jólamót svo fjölskyldur geti betur stýrt samveru sinni og afþreyingu í desember,“ skrifar Helena. Hún segist vita að allir foreldrar hafi val um þátttöku. „En ef ég afþakka fótboltamótið þriðja sunnudag í aðventu getur liðið ekki keppt. Þann dag hefði ég samt kannski frekar viljað setja saman piparkökuhús með mínu barni.“ Börn og uppeldi Frístund barna Jól Streita og kulnun Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira
Tilefnið er umræða sem sprottið hefur upp meðal foreldra um það mikla álag sem fylgir jólunum og því að sækja alla þá viðburði sem tengjast skólanum, frístund og tómstundum barnanna. Foreldrar hafa lýst því að þeir séu hreinlega að drukkna, á hverju ári aukist álagið í desember. Það sé orðið óheilbrigt og streitan óbærileg. Eins og mæður eigi þrjú börn að meðaltali Ragnar Þór veltir hinni hlið málsins upp í færslu á Facebook. Ragnar sem fyrrverandi formaður Kennarasambandsins hefur löngum velt þessum málum fyrir sér. „Íslenskar mæður eiga orðið töluvert færri en tvö börn að meðaltali. Ein tómstund eða íþrótt kostar hinsvegar meiri peninga en til voru fyrir heilu barnahópana á heimilum fyrri ára. Miðað við umræðuna upp á síðkastið virðist samt algengt að mæður eigi að minnsta kosti þrjú börn sem hvert um sig æfir íþrótt, leikur á hljóðfæri og nemur dans eða leiklist.“ Og það sé að drepa foreldrana að önnin í öllu þessu endi á einhverskonar uppákomu fyrir foreldra. „Mín pæling: Ef það er í alvöru orðið mikið maus fyrir þig að fara á viðburði í skipulögðu tómstundastarfi barna þinna, hvert heldur þú að álagið sé orðið á börnin sjálf af öllu þessu starfi?“ Ekkert um að vera í janúar Óhætt er að segja að töluverð umræða myndist við færslu Ragnars og sitt sýnist hverjum. Jón Ólafsson tónlistarmaður er stuttorður og segir foreldra vel gera sér grein fyrir þessu. Helena Eydís Ingólfsdóttir sveitarstjórnarfulltrúi Norðurþings segir að sér finnist merkilegt að ofan í umræðu um að halda desember sem hversdagslegustum og að börn séu mest í sinni rútínu sé verið að skipuleggja sýningar, tónleika og mót. Síðan komi langur og leiðinlegur janúar þar sem ekkert sé um að vera. „Af hverju hafa tónlistarskólar til dæmis ekki frekar nýárstónleika en jólatónleika og af hverju ekki nýársmót eða þorramót í hinum ýmsu íþróttagreinum frekar en desember-, aðventu- eða jólamót svo fjölskyldur geti betur stýrt samveru sinni og afþreyingu í desember,“ skrifar Helena. Hún segist vita að allir foreldrar hafi val um þátttöku. „En ef ég afþakka fótboltamótið þriðja sunnudag í aðventu getur liðið ekki keppt. Þann dag hefði ég samt kannski frekar viljað setja saman piparkökuhús með mínu barni.“
Börn og uppeldi Frístund barna Jól Streita og kulnun Mest lesið Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Lífið Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Lífið Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Lífið Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Ragna Sigurðardóttir á von á barni Lífið Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Lífið Troðfullt hús og standandi lófaklapp Menning Illa bruggaðar Guðaveigar Gagnrýni Fleiri fréttir „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Kenndi sjálfum sér um í tuttugu ár Fréttatía vikunnar: Bólfélagar, fjársvik og flóð Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Mótmæltu keppninni í fyrra en ætla sér alla leið í ár Ragna Sigurðardóttir á von á barni Þetta eru keppendur Söngvakeppninnar 2025 Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Ryan Reynolds og Taylor Swift hafi beitt hann þrýstingi Gucci og glæsileiki á Ítalíu hjá Línu og Gumma Taldi læknana vera að grínast þegar hann vaknaði úr dái Sjá loksins fyrir endann á erfiðustu framkvæmdum á ferlinum Joan Plowright er látin Dóttir Ernu Mistar og Þorleifs Arnar fædd Minntust þess að 30 ár eru liðin frá því að flóðið féll Adam Sandler á sýningu Maríu Birtu í Las Vegas Nicola Sturgeon orðin einhleyp Mætti með fertugan Paddington á forsýninguna David Lynch er látinn Flugfélag bregst við vegna kómískrar frásagnar Katrínar Skælbrosandi Sofia snæddi með Lewis Erótískt hommablað vill mynda akureyrska fola Bobbysocks og Wig Wam vilja aftur í Eurovision Sagði engum frá nema fjölskyldunni Fallegt heimili Völu á Álftanesinu Starfsdagar nauðsynlegir, meira ofbeldi og ljótara orðbragð „Þetta er svo ósanngjarnt og enn mjög óraunverulegt fyrir okkur fjölskylduna“ Nóg pláss fyrir tvo í sturtunni Kynferðisleg stífla hjá húsfélaginu Rakel María hætt komin: „Þið verðið drepin ef þið farið þarna upp“ Sjá meira