Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 20. desember 2024 09:01 Alfreð Alfreðsson vörubílstjóri barst út í sjó með flóðinu og komst lífs af. Sæmundur Gíslason, sautján ára sjómaður, lifði af tvö mannskæð snjóflóð í Neskaupstað 20. desember 1974. Þá fórust tólf manns. Hann og tveir aðrir íbúar, sem komust með naumindum lífs af úr þessum náttúruhamförum, lýsa hrikalegri lífsreynslu í fyrsta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar í nýrri seríu hér á Vísi. Í dag eru 50 ár liðin frá snjóflóðunum. „Ég sá það kom stór strókur niður hlíðina. Svo lyftist bíllinn minn allt í einu upp og það var eins og ég væri kominn út á sjó,“ segir Sæmundur í þættinum. „Bíllinn valt fram og til baka. Ég hugsaði margt þessar sekúndur: „Mun ég ekki finnast aftur?“ Ég færi bara langt út í sjó og það færi enginn að leita að manni á næstunni. Ekki fyrr en færi að vora.“ Endaði niðri á botni í sjónum „Það greip mig mikið hræðslukast,“ segir Sæmundur sem varð til þess að hann fékk ofurkraft og náði að brjótast út úr bílnum. Hann komst svo að Síldarbræðslunni og Frystihúsinu þar sem fólk hafði orðið undir flóðinu. Hann ákvað þá að hlaupa einn og hálfan kílómetra leið út í bæ til að sækja hjálp en þá lenti hann í öðru snjóflóði – á svokölluðu Mánasvæði. Með því flóði barst Alfreð Alfreðsson vörubílstjóri út í sjó. Hér má sjá Alfreð á slóðum hörmunganna.Vísir „Ég sé að Mánahúsið er að splundrast, rúður og annað og risið spýtist upp í loft,“ segir Alfreð. „Kvisturinn hendist upp í loft með okkur mæðgunum í,“ segir Rósa Margrét Sigursteinsdóttir, í þættinum, en hún var á þessum tíma nítján ára gömul. Í þættinum rifjar Rósa Margrét upp hörmungaratburðina sem áttu sér stað fyrir hálfri öld.Vísir „Svo gróf snjórinn mig á kaf,“ segir Alfreð sem hélt í sér andanum. „Ég var alveg á kafi og fór eftir jarðveginum. Þunginn var svo mikill að ég hélt ég myndi brotna saman. Ég hélt svo bara áfram með ógnarkrafti og svo endaði ég niðri á botni í sjónum. Sárindin yfir brjóstkassann voru gífurleg.“ Þegar þarna var komið sögu var Alfreð á 10 metra dýpi og hann fékk hjartaáfall. Útkall Snjóflóð á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
Hann og tveir aðrir íbúar, sem komust með naumindum lífs af úr þessum náttúruhamförum, lýsa hrikalegri lífsreynslu í fyrsta Útkallsþætti Óttars Sveinssonar í nýrri seríu hér á Vísi. Í dag eru 50 ár liðin frá snjóflóðunum. „Ég sá það kom stór strókur niður hlíðina. Svo lyftist bíllinn minn allt í einu upp og það var eins og ég væri kominn út á sjó,“ segir Sæmundur í þættinum. „Bíllinn valt fram og til baka. Ég hugsaði margt þessar sekúndur: „Mun ég ekki finnast aftur?“ Ég færi bara langt út í sjó og það færi enginn að leita að manni á næstunni. Ekki fyrr en færi að vora.“ Endaði niðri á botni í sjónum „Það greip mig mikið hræðslukast,“ segir Sæmundur sem varð til þess að hann fékk ofurkraft og náði að brjótast út úr bílnum. Hann komst svo að Síldarbræðslunni og Frystihúsinu þar sem fólk hafði orðið undir flóðinu. Hann ákvað þá að hlaupa einn og hálfan kílómetra leið út í bæ til að sækja hjálp en þá lenti hann í öðru snjóflóði – á svokölluðu Mánasvæði. Með því flóði barst Alfreð Alfreðsson vörubílstjóri út í sjó. Hér má sjá Alfreð á slóðum hörmunganna.Vísir „Ég sé að Mánahúsið er að splundrast, rúður og annað og risið spýtist upp í loft,“ segir Alfreð. „Kvisturinn hendist upp í loft með okkur mæðgunum í,“ segir Rósa Margrét Sigursteinsdóttir, í þættinum, en hún var á þessum tíma nítján ára gömul. Í þættinum rifjar Rósa Margrét upp hörmungaratburðina sem áttu sér stað fyrir hálfri öld.Vísir „Svo gróf snjórinn mig á kaf,“ segir Alfreð sem hélt í sér andanum. „Ég var alveg á kafi og fór eftir jarðveginum. Þunginn var svo mikill að ég hélt ég myndi brotna saman. Ég hélt svo bara áfram með ógnarkrafti og svo endaði ég niðri á botni í sjónum. Sárindin yfir brjóstkassann voru gífurleg.“ Þegar þarna var komið sögu var Alfreð á 10 metra dýpi og hann fékk hjartaáfall.
Útkall Snjóflóð á Íslandi Fjarðabyggð Mest lesið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira